Fréttablaðið - 13.02.2019, Page 25
Fólk er almennt
orðið meðvitað um
það að heilsan er að miklu
leyti samlegðaráhrif þeirra
ákvarðana sem við tökum á
hverjum degi.
Unnur Guðrún Pálsdóttir,
eigandi Happs.
Unnur Guðrún Páls-dóttir, betur þekkt sem Lukka, stofnaði v e i t i n g a s t a ð i n n Happ í byrjun árs 2009 og hún hefur
auk þess skrifað bækur um heil-
brigði og hollt mataræði. Lukka
segir að fólk sé almennt orðið með-
vitað um það að heilsan sé að miklu
leyti samlegðaráhrif þeirra ákvarð-
ana sem við tökum á hverjum degi.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég tek daginn snemma, lauma
mér út áður en restin af fjölskyld-
unni vaknar og dríf mig á æfingu. Er
svo mætt í vinnuna upp úr kl. 8 og
þar byrja ég daginn á góðum kaffi-
bolla. Það er eitthvað við þá stund
þegar ég sest niður endurnærð eftir
góða æfingu og tek fyrsta sopann af
ilmandi kaffinu og skipulegg verk-
efni dagsins.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég elska hreyfingu og útiveru og
allt sem við kemur heilbrigði og
hreysti. Úthaldsíþróttir og áskoran-
ir eiga hug minn um þessar mundir
og ég hef gaman af að læra nýja hluti
og taka þátt í viðburðum sem ég er
jafnvel ekki alveg viss um að ég ráði
við. Tilfinningin að sigrast á sjálfum
sér og hindrununum sem oftast eru
í hausnum er góð.
Hver er bókin sem ert að lesa eða
last síðast?
Ég er oftast með tvær eða f leiri í
takinu og núna liggja á náttborðinu
mínu „The Gene“ eftir merkilegan
mann, Siddhartha Mukherjee,
og „Mitochondria – the future of
medicine“ eftir Lee Know, mögnuð
bók og afar fróðleg. Ég nota líka
hljóðbækur í auknum mæli og
er núna að endurhlusta á Primal
Endurance sem er ein af biblíunum
mínum þegar kemur að þjálfun,
mataræði og langlífi.
Ef þú þyrftir að velja allt annan
starfsframa, hvað yrði fyrir valinu?
Mér finnst svo margt spennandi
og skemmtilegt og finnst ég í raun-
inni enn eiga eftir að ákveða hvað
ég ætla að gera þegar ég verð stór!
Gréta Guðjónsdóttir kemur upp í
hugann. Hún er ljósmyndari, með
meirapróf og byssuleyfi, ferðast um
fjöll og firnindi og heimurinn allur
er hennar skrifstofa. Ég gæti hugsað
mér að vera Gréta frænka.
Hvað er það áhugaverðasta við
það að starfa í atvinnugreininni?
Frá stofnun Happs ehf. hef ég
litið svo á að hlutverk okkar sé að
aðstoða fólk við að ná bættri heilsu
og betri lífsgæðum. Mínar bestu
stundir í vinnunni eru því þegar ég
fæ heimsóknir frá ánægðum við-
skiptavinum sem hafa losnað við
lyfin sín, sýna mér betri blóðprufur
eða segja mér frá góðum árangri í
íþróttagreininni sinni. Það er best í
heimi að sjá fólk ná árangri.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í starfinu?
Það eru miklar breytingar að
verða á viðhorfi fólks til næringar og
í því liggja bæði tækifæri og áskor-
anir. Innihald matvæla skiptir öllu
máli og fólk er almennt orðið með-
vitað um það að heilsan er að miklu
leyti samlegðaráhrif þeirra ákvarð-
ana sem við tökum á hverjum degi.
Matur leikur þar stórt hlutverk og
viðskiptavinir okkar eru mjög með-
vitaðir og gera kröfur til okkar um
að nota fyrsta f lokks hráefni, án
viðbætts sykurs og aukaefna. Þú
ert það sem þú borðar. Við leggjum
okkur einnig fram um að vera með
sem umhverfisvænastar umbúðir
og auðvitað bragðgóðan mat! Heil-
brigði verður að vera skemmtilegt
líka og svolítil nautn.
Hvaða breytingar sérðu fyrir þér
í atvinnugreininni á komandi árum
og í hverju felast helstu sóknartæki-
færin?
Við sjáum sóknarfæri í lausnum
sem auðvelda fólki lífið og stefnum
á vöxt þar á komandi misserum.
Flestir vilja elda heima en í önnum
dagsins viljum við lausnir sem létta
okkur lífið svo við getum verið úti
að leika okkur á skíðum eða að hjóla
og komið heim og skellt matnum í
ofninn á mettíma. Það er líka mikil
aukning í því að fólk fylgi ákveðn-
um matarstefnum og við hjá Happi
aðstoðum fólk við það með því að
vera með rétti sem ýmist eru vegan,
ketó eða fylgja öðrum straumum og
stefnum sem stuðla að heilbrigði
okkar og umhverfisins.
Heilbrigði verður að vera smá nautn
Lukka segir flesta vilja elda heima en í önnum dagsins vilji fólk einnig lausnir sem létta lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Nám:
B.Sc. sjúkraþjálfun
MBA
Störf:
Framkvæmdastjóri hjá Happi ehf.
Fyrirlesari og ráðgjafi.
Fjölskylduhagir:
Gift Magnúsi Stefánssyni
flugstjóra. Við eigum tvo syni, Pál
Stefán háskólanema og Jakob Þór
menntaskólanema, hundinn Bjart
og köttinn Grímu.
Svipmynd
Unnur Guðrún Pálsdóttir
FME fagnar 20 árum
Fjármálaeftirlitið blés til fundar
um samkeppnisumhverfi fjár-
málakerfisins. Tilefnið var 20
ára afmæli stofnunarinnar. Efni
fundarins er valið með hliðsjón
af nýlegri Hvítbók um fram-
tíðarsýn fyrir fjármálakerfið.
Framsögumenn voru: Jón Þór
Sturluson, aðstoðarforstjóri
FME, Gylfi Zoega, prófessor í
hagfræði og meðlimur í peninga-
stefnunefnd Seðlabanka Íslands
og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir,
hagfræðingur hjá Oliver Wyman
og einn höfunda Hvítbókar um
framtíðarsýn fyrir fjármálakerf-
ið. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, tók þátt í
pallborðsumræðum.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri veit að fjármál hafa sínar spaugilegur hliðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, tók inn efni fundarins.
Jón Þorsteinn Oddleifsson hjá Landsbréfum og Lilja Björk Einarsdóttir,
bankastjóri Landsbankans, hlýddu á það sem fram fór á fundinum.
Páll Gunnar
Pálsson, for-
stjóri Sam-
keppniseftir-
litsins, og Jón
Þór Sturluson,
aðstoðarfor-
stjóri FME.
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, hafði gaman af.
9M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 MARKAÐURINN
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
F
-2
A
9
8
2
2
4
F
-2
9
5
C
2
2
4
F
-2
8
2
0
2
2
4
F
-2
6
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K