Fréttablaðið - 13.02.2019, Page 26

Fréttablaðið - 13.02.2019, Page 26
Skotsilfur Hlutabréf í Tata Motors hríðfalla í verði Hlutabréf í indverska bílaframleiðandanum Tata Motors féllu um allt að 30 prósent í verði síðastliðinn föstudag eftir að framleiðandinn sagðist hafa afskrifað 3,1 milljarðs punda fjárfestingu í Jaguar Land Rover. Hafa hlutabréfin ekki lækkað eins mikið í verði á einum degi í 26 ár. Niðurfærslan gerði það að verkum að Tata Motors tapaði 3,8 milljörðum punda á fjórða fjórðungi síðasta árs. NORDICPHOTOS/GETTY Framboð og eftirspurn áls  Það vakti athygli í haust þegar nýi raf bíllinn I-Pace frá Jagúar var af hjúpaður að búkur-inn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að raf bílafram- leiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir raf bílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heim- inum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimf laug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar lofts- lagsvænt að endurvinna ál. Stað- reyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frum- framleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kol efnis fótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endur- vinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi uppruna- legum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þann- ig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO₂. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO₂ eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líf- tíma farartækjanna. En álið er til f leiri hluta nytsam- legt. Það er einnig notað til að ein- angra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orku- kosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málm- ur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líf- tíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hring- rásarhagkerfinu. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Pétur Blöndal framkvæmda- stjóri Samáls Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækk- unum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfald- lega að bólusetning geti leitt til ein- hverfu. Það kann að vera skiljan- legt. Foreldrarnir telja orsakasam- hengið skýrt: Ungbarn var bólu- sett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er ein- hverft. Vísindamenn hafa bless- unarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langf lestir for- eldrar skilja og treysta rökum vís- indamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við stað- reyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrir- tæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmæta- aukningu án þess að verðbólgan fari á f lug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verka- lýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð f lestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einn- ig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, sam- keppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislinga- faraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttu- manna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjár- festa í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu sam- félagi og hærri launum. Baráttan er eins og að vilja ekki bólusetja börn Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Ofsinn Það er áleitin spurning hvort þjóðfélagsum- ræðan – þar sem Heimavöllum er lýst sem glæpa- félagi – hafi fælt fjárfesta, einkum lífeyrissjóðina, frá félaginu. Þessu velti Ásgeir Jónsson hagfræðingur fyrir sér á Fésbókarsíðu sinni. Hann nefnir að sé sú raunin megi segja að ofsinn á samfélagsmiðlum leiði til hærri leigu, enda muni framboð á leiguhúsnæði minnka við brott- hvarf Heimavalla. Ásgeir bendir á að Ísland þurfi á sterkum hagnað- ardrifnum leigufélögum að halda. Leigan sé há en það stafi af því að Ísland sé hávaxtaland og framboð á nýjum íbúðum takmarkað. Líta í eigin barm Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að há leiga verslunar- húsnæðis sé vandamálið í mið- bænum en ekki göngugötur. Hún skýtur fram hjá ábyrgð stjórn- málamanna. Fasteignagjöld á höf- uðborgarsvæðinu hafa hækkað um rúmlega 65 prósent 2014 til 2019. Hækkunin er tvímælalaust meiri í miðbænum. Rekstrarkostn- aður fasteignafélaga er að stórum hluta fasteignagjöld. Arðsemi af rekstri þeirra er ekki mikil og því er eðlilegt að velta auknum kostnaði út í leiguverð. Skatta- stefna borgarinnar er því ljón í vegi líflegrar miðborgar Rugl Þorsteins Stjórnmálamenn reyna eitt og annað til að ná eyrum kjósenda. Þorsteinn Sæ- mundsson, þing- maður Miðflokksins, brá á það ráð að veitast að mat- vöruverslun. Hann segir samþjöpp- un of mikla og kallar eftir hertari samkeppnislögum. Hið rétta er að það er sökum stærðarhagkvæmni að hægt er að bjóða neytendum betra verð. Neytendur yrðu verr settir ef verslunarkeðjurnar yrðu brotnar upp. Þorsteinn nefndi að niðurfelling tolla á matvöru myndi litlu skila því verslanir séu svo illa reknar. Það er rugl. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 1 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 F -2 5 A 8 2 2 4 F -2 4 6 C 2 2 4 F -2 3 3 0 2 2 4 F -2 1 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.