Fréttablaðið - 13.02.2019, Qupperneq 32
Jónína Leósdóttir
sendir frá sér nýja
bók um hina slyngu
Eddu. Segir næstu
bók jafnvel geta
orðið þá síðustu í
bókaflokknum.
Barnið sem hrópaði í hljóði er f jórða bók Jónínu Leósdóttur um Eddu og glímu hennar við hin ýmsu sakamál.
Bækurnar hafa notið mikilla vin-
sælda lesenda. Spurð um efni
hinnar nýju bókar segir Jónína:
„Sagan gerist um verslunarmanna-
helgi þegar Edda er nýorðin au-
pair á læknisheimili í Skerjafirði.
Hún var orðin leið á hinum helga
steini og krækti sér í þessa vinnu
eftir að hún gómaði tvo stráka með
úðabrúsa og marseraði með þá til
síns heima. Annar þeirra reyndist
sonur læknis sem réð Eddu snar-
lega sem heimilishjálp.
Forvitni hennar hefur samt ekk-
ert minnkað og henni finnst eitt-
hvað skrýtið við andrúmsloftið
á heimilinu þar sem hún vinnur.
Sömuleiðis vill Edda vita hvers
vegna Iðunn, dóttir hennar, sem er
á ferðalagi úti á landi, lánar kunn-
ingjakonu sinni húsnæði og krefst
fullkomins trúnaðar um það mál.
Eddu grunar að eitthvað hræðilegt
hafi komið fyrir þessa konu og fjöl-
skyldu hennar.“
Gæti orðið sú síðasta
Þetta er fjórða bókin um Eddu. Hvað
gerir að verkum að þú heldur áfram
að skrifa um hana – er það karakter
hennar eða eitthvað annað?
„Þegar ég skrifaði fyrstu bókina
um Eddu höfðu komið út eftir mig
þrettán bækur af allt öðrum toga.
En ég hafði þá nýlega sent frá mér
ungmennabókina Upp á líf og
dauða, þar sem ég fjallaði með svo-
litlum húmor og spennu um þung-
lyndi og sjálfsvígshættu. Sú tilraun
kom ágætlega út og upp frá því kitl-
aði það mig að skrifa spennusögu í
léttum dúr fyrir fullorðna.
Ég ákvað að prófa og skemmti
mér strax svo vel með aðalper-
sónunni að ég gat ekki hugsað mér
að segja skilið við hana eftir eina
bók. Fljótlega var ég komin með
um það bil fimm ráðgátur sem
hentuðu í þetta verkefni og núna
er ég einmitt að byrja á fimmtu
Eddubókinni. Hún gæti orðið sú
síðasta í seríunni, það fer svolítið
eftir viðtökunum.“
Norrænar sakamálasögur eru
þess eðlis að þar má yfirleitt finna
umfjöllun um ýmis samfélagsmein,
eins og of beldi, eiturlyfjaneyslu og
f leira. Finnst þér nauðsynlegt sem
rithöfundi að benda á meinsemdir
í þjóðfélaginu?
„Það höfðar ekki til mín að
skrifa um skipulagða glæpastarf-
semi, of beldi eða eiturlyfjaneyslu
og heldur ekki um lögreglurann-
sóknir. Aðrir eru miklu færari í
því. Auðvitað hljóta þó einhverjir
glæpir að koma við sögu en ég hef
meiri áhuga á mildari ráðgátum og
persónum sem flækjast inn í þær,
annaðhvort sem gerendur eða
þolendur. En þar sem bækurnar
gerast í nútímanum koma ýmis
vandamál samtímans óhjákvæmi-
lega við sögu. Í fyrstu þremur bók-
unum um Eddu var til dæmis snert
á slæmri meðferð á erlendu verka-
fólki, einelti, áfallastreituröskun
og fleiru í þeim dúr.“
Aldrei fengið meiri viðbrögð
Finnurðu fyrir viðbrögðum lesenda
við Eddubókunum?
„Heldur betur. Síðastliðið haust
voru liðin þrjátíu ár frá útkomu
fyrstu bókarinnar minnar svo
þetta hefur verið langt ferli. En ég
held, svei mér þá, að ég hafi fengið
meiri viðbrögð við fyrstu þremur
Eddubókunum en öllum þrettán
bókunum þar á undan. Þetta hefur
verið ævintýralega jákvæð reynsla.
Mér hefur stundum fundist aga-
legt að geta ekki slegið á þráðinn
til Eddu til þess að segja henni frá
skemmtilegum ummælum fólks á
förnum vegi.“
Kemur ný Eddubók á næsta ári?
„Ég stefni sannarlega að því.“
Ertu kannski að vinna að ein-
hverri annarri bók?
„Ég er aðeins farin að íhuga hvað
ég geri eftir þetta ár sem verður
helgað fimmtu Eddubókinni. Mig
langar að halda áfram að skrifa
spennusögur en meira hef ég ekki
ákveðið.“
Dickens bestur allra
Lestu mikið af sakamálasögum?
„Ég las y f ir mig af Agöthu
Christie og félögum þegar ég var
rúmlega tvítug og bjó í Bretlandi. Þá
fóru allt að fjórar klukkustundir á
hverjum degi í ferðalög milli heimil-
is og vinnu og við slíkar aðstæður er
gott að gleyma sér í spennubókum.
Síðan liðu nokkrir áratugir þar sem
ég las alls kyns skáldsögur, meðal
annars klassík eins og Dickens sem
mér finnst einfaldlega bestur allra.
Mest las ég þó breskar nútímabók-
menntir. Alan Bennett er til dæmis í
þvílíku uppáhaldi að ég fór í helgar-
ferð til London síðastliðið haust,
bara til þess að sjá nýjasta leikritið
hans á sviði. Og ég sá sko ekki eftir
því. En eftir að ég fór sjálf að skrifa
spennubækur hef ég verið mjög iðin
við að lesa krimma, aðallega breska.
Einnig er ég hrifin af norskum höf-
undum á borð við Karin Fossum og
Gunnar Staalesen.“
Ævintýralega jákvæð reynsla
TÓNLIST
Óperusýning
Konan og selshamurinn, barna-
ópera.
Kaldalón í Hörpu
sunnudagurinn 10. febrúar
Tónlist eftir Hróðmar I. Sigur-
björnsson, texti eftir Ragnheiði
Erlu Björnsdóttur. Caputhópurinn
lék, Skólakór Kársness söng.
Aðalhlutverk: Björk Níelsdóttir og
Pétur Oddbergur Heimisson.
Leikstjórn: Helgi Grímur Her-
mannsson.
Kórstjórn: Álfheiður Björgvins-
dóttir.
Myndlist: Freydís Kristjánsdóttir.
„Einu sinni var maður nokkur aust-
ur í Mýrdal, sem gekk hjá klettum
við sjó fram að morgni dags fyrir
fótaferð; hann kom að hellisdyrum
einum; heyrði hann glaum og dans-
læti inn í hellinn, en sá mjög marga
selshami fyrir utan. Hann tók einn
selshaminn með sér, bar hann heim
og læsti hann ofan í kistu.“
Á þessum orðum hefst þjóðsagan
Selshamurinn, sem nú er orðin að
barnaóperu eftir Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson og Ragnheiði Erlu
Björnsdóttur. Óperan var frumflutt
í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn.
Uppfærslan var hluti af verkaröðinni
„Gamalt en glænýtt“, þar sem þjóð-
sögum er miðlað til barna með hjálp
tónskálda og textahöfunda. Röðin er
undir merkjum Töfrahurðar, félags
um starfsemi sem er helguð tónleik-
um og útgáfu og hefur að markmiði
að opna heim tónlistarinnar, bæði
ný verk og gömul, fyrir börnum.
Sagan fjallar um unga konu sem
er hálfur selur. Hún á sjö börn í
sjónum en þegar selshamurinn er
horfinn getur hún ekki lengur farið
heim til sín. Hún giftist manninum
en veit ekki að það var hann sem
tók haminn. Þau eignast sjö börn.
Fyrir tilviljun finnur hún haminn
og hverfur burt. Sagan eins og hún
birtist í óperunni endar þó vel
Björk Níelsdóttir sópran var í
hlutverki konunnar, og það var
unaður að hlusta á hana syngja. Hún
hefur bjarta og hljómmikla rödd,
einkar fagra, prýðilega tækni og
heillandi sviðsframkomu. Túlkun
hennar einkenndist af ríkulegri til-
finningu og fölskvalausri einlægni.
Er ekki kominn tími á að hún fái að
spreyta sig á fjölum Íslensku óper-
unnar?
Pétur Oddbergur Heimisson
baritón var í hlutverki mannsins.
Frammistaða hans var nokkuð síðri.
Hann hefur vissulega ómþýða rödd
og leikur hans var sannfærandi, en
söngurinn sjálfur var dálítið var-
færnislegur og náði því aldrei flugi.
Kannski spilaði taugaóstyrkur þar
inn í.
Tónlist Hróðmars Inga var frábær.
Hún var lagræn og byggðist á hefð-
bundnum dúr og moll, en var samt
ávallt fersk. Laglínurnar voru frum-
legar og skemmtilega rytmískar.
Stígandin grundvallaðist á því að
tónlistin var brotakennd í upphafi,
en smám saman runnu hending-
arnar saman svo úr varð grípandi
söngur. Texti Ragnheiðar Erlu var
líka hrífandi, blátt áfram og laus við
alla tilgerð.
Skólakór Kársness lék börnin fjór-
tán. Kórsöngurinn var ríkulegur
hluti af tónlistinni, hann var tær og
fullkomlega samtaka undir stjórn
Álf heiðar Björgvinsdóttur. Sömu
sögu er að segja um leik Caputhóps-
ins, sem var fágaður og fagmann-
legur.
Leikmyndin samanstóð af röð
mynda sem varpað var á vegginn
fyrir ofan sviðið. Málverkin voru
eftir Freydísi Kristjánsdóttur, þau
voru litrík og falleg. Sýningin í heild
var það líka, leikurinn var eðlilegur
og f læðið í sýningunni gott undir
leikstjórn Helga Gríms Hermanns-
sonar. Bravó! Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Afar skemmtileg
ópera og vönduð uppfærsla þar
sem nánast allt var á sínum stað.
Sjö börn á landi og sjö börn í sjó
Tónlist Hróðmars Inga var frábær, segir Jónas Sen í dómi sínum.
„Ég gat ekki hugsað mér að segja skilið við hana eftir eina bók,“ segir
Jónína um sögupersónu sína, hina vinsælu Eddu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
MÉR HEFUR STUNDUM
FUNDIST AGALEGT AÐ
GETA EKKI SLEGIÐ Á ÞRÁÐINN
TIL EDDU TIL ÞESS AÐ SEGJA
HENNI FRÁ SKEMMTILEGUM
UMMÆLUM FÓLKS Á FÖRNUM
VEGI.
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
4
F
-0
C
F
8
2
2
4
F
-0
B
B
C
2
2
4
F
-0
A
8
0
2
2
4
F
-0
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K