Fréttablaðið - 13.02.2019, Side 37
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík
Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
Löggiltur rafverktaki
Sími:
696 5600
rafsol@rafsol.is
AÐALFUNDUR MAREL HF. 2019
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.13 í samþykktum félagsins.
• Skýrsla um framkvæmd starfskjarastefnu.
• Tillaga um kaupréttarkerfi.
• Tillaga um lækkun hlutafjár.
– Lækkun á eigin hlutum félagsins vegna undirbúnings mögulegrar tvíhliða skráningar félagsins.
• Breytingar á samþykktum félagsins:
– Grein 15.1 – heimild stjórnar til útgáfu nýrra hlutabréfa í tengslum við kaupréttarsamninga starfsmanna að nafnverði allt
að kr. 35.000.000 endurnýjuð til fimm ára;
– Grein 15.2. – heimild stjórnar til útgáfu nýrra hlutabréfa í tengslum við möguleg fyrirtækjakaup félagsins að nafnverði allt
að kr. 100.000.000 endurnýjuð til fimm ára;
– Nýrri grein 15.3. verði bætt við samþykktir félagsins þess efnis að stjórn félagsins hafi heimild til útgáfu nýrra
hlutabréfa að nafnverði allt að kr. 100.000.000 í tengslum við mögulega tvíhliða skráningu félagsins. Hluthafar falli frá
forkaupsrétti vegna útgáfunnar.
• Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf.
• Önnur mál, löglega borin fram.
Fundarstörf munu fara fram á ensku.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins
að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:00 föstudaginn 1. mars.
Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundi og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða
drög að ályktun til stjórnar. Til þess að tillögur frá hluthöfum sem leggja á fyrir á fundinum verði teknar þar til umræðu
verður að skila þeim til stjórnar félagsins eigi síðar en tíu dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 24. febrúar.
Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á
vefsvæði félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafundinn.
Á aðalfundarvef félagsins, www.marel.com/agm, er að finna allar frekari upplýsingar í tengslum við aðalfundinn, þ.m.t.
frekari upplýsingar um rétt hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og leggja fram ályktunartillögur fyrir
fundinn, drög að dagskrá fundarins, tillögur stjórnar félagsins, ársreikning félagsins fyrir árið 2018, upplýsingar um
heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu m.v. 12. febrúar 2018, umboðsform auk upplýsinga um skjöl sem lögð
verða fyrir fundinn.
Ekki er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslur á aðalfundinum verði skriflegar nema einhver fundarmanna krefjist þess eða
fundarstjóri úrskurði um annað. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að
taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu bréflega eru atkvæðaseðlar aðgengilegir á framangreindri vefsíðu aðalfundarins
ásamt nánari upplýsingum um framkvæmd bréflegrar atkvæðagreiðslu. Atkvæði þurfa að berast á skrifstofur félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ fyrir kl. 15:30 á aðalfundardag 6. mars.
Endanleg dagskrá fundarins og tillögur verða gerðar aðgengilegar hluthöfum sjö dögum fyrir fundinn á framangreindum
vef félagsins sem og á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9, 210 Garðabæ.
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja aðalfund fyrir sína hönd. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum
umboðum við inngang. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30.
Stjórn Marel hf.
Aðalfundur Marel hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að
Austurhrauni 9, 210 Garðabæ, miðvikudaginn 6. mars nk., kl. 16:00.
Ferskjulituð
augu og varir
baksviðs hjá
Antonio Marras.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Fréttablaðið sagði í byrjun janúar
frá leit að konu sem væri komin á
steypirinn og gæti hugsað sér að
leyfa leikstjóranum Rúnari Rún-
arssyni að kvikmynda fæðinguna
fyrir atriði í kvikmyndini, Echo.
Sara Benediktsdóttir gaf sig fram
á elleftu stundu eftir að hafa lesið
fréttina og skömmu síðar ól hún
dreng, sem hefur fengið nafnið
Ragnar Ebbi, á meðan Rúnar festi
dýrmæt augnablikin á filmu.
„Ég hélt að þetta yrði skrýtið, að
hafa kameruna þarna inni í her-
berginu en svo var ég náttúrlega í
einhverjum allt öðrum pælingum
þegar á hólminn var komið og var
ekkert að pæla í þeim þegar fæð-
ingin var í gangi,“ segir Sara í sam-
tali við Fréttablaðið.
Hún segir næsta víst að frum-
burður hennar sé yngsti kvik-
myndaleikari Íslandssögunnar.
Hann er alger kvikmyndastjarna,“
segir stolt móðirin sem sér ekki
eftir því að hafa ákveðið að varð-
veita fæðingu sonarins í bíómynd.
– þþ
Ragnar Ebbi er yngsti kvikmyndaleikari sögunnar
Þorkell Emilsson
og Sara Bene-
diktsdóttir eru
stoltir foreldrar
yngsta kvik-
myndaleikara
landsins, Ragn-
ars Ebba, sem
dregur andann
í fyrsta sinn í
næstu bíómynd
Rúnars Rúnars-
sonar. MYND/ELLI
CASSATA
FERSKJU-OG APPELS-
ÍNUTÓNAR Á AUGU
Nú hafa kaldir litatónar í
augnskuggum verið úti í
kuldanum síðustu árin, svo
miklum kulda að hætt verður
að framleiða upprunalegu
Naked-augnskuggapallettuna
frá Urban Decay. Það er engum
blöðum um það að fletta að
heitir augnskuggar eru einmitt
það – sjóðheitir. Í vor verða
ferskjulitir og appelsínu-
tónar áberandi og þá jafnvel á
augum og vörum á sama tíma.
On the Run Mini-pallettan frá
Urban Decay í litnum Detour
er ágætis millilending og
inniheldur nokkuð klæðilega
skugga sem dýfa tánni ofan í
þetta ferska trend.
Dýfðu tánni ofan í trendið
með þessari klæðilegu
augnskuggapallettu frá
Urban Decay.
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
1
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
F
-0
C
F
8
2
2
4
F
-0
B
B
C
2
2
4
F
-0
A
8
0
2
2
4
F
-0
9
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K