Fréttablaðið - 08.02.2019, Side 1

Fréttablaðið - 08.02.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 LÖGREGLUMÁL Sigríður Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari er að eigin mati vanhæf til að taka afstöðu til þess hvort hefja á rannsókn að nýju á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Hún tilkynnti dóms- málaráðherra um vanhæfi sitt með bréfi 12. desember síðastliðinn. Eins og fram kom við upphaf end- urupptökumálsins er Sigríður Frið- jónsdóttir ríkissaksóknari tengd Erni Höskuldssyni fjölskylduböndum en hann stýrði rannsókn á áttunda ára- tugnum gegn sexmenningunum sem sakfelld voru fyrir aðild að manns- hvörfunum tveimur. Dómsmálaráðherra hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort einhver annar verði settur ríkissaksóknari til að taka ákvörðun um nýja rann- sókn en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu hefur erindið verið móttekið og er til meðferðar. Þegar Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í endurupptöku- málinu, skilaði vinnu sinni af sér til embættis ríkissaksóknara eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti síð- astliðið haust vakti hann sérstaka athygli á ábendingum um afdrif mannana tveggja sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað var til hans. Þar á meðal var ábend- ing um afdrif Guðmundar sem leiddi til handtöku tveggja manna árið 2015. Einnig voru teknar skýrslur af tveimur vitnum árið 2016 vegna meintra atvika í Vestmannaeyjum dagana í kringum hvarf Geirfinns árið 1974. Fréttablaðið greindi frá því í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lægi undir feldi vegna málsins og hefði hug á að hefja rannsókn að nýju en biði formlegrar afstöðu rík- issaksóknara. Það er hins vegar ein- ungis Guðmundarmálið sem er á for- ræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974. Hvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarð- haldi í Síðumúla vegna Guðmundar- máls. – aá Segist vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geir- finnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. borgarleikhus.is Nú fer hver að verða síðastur. FRÉTTABLAÐIÐMORGUNBLAÐIÐ SÖNGVARI ÁRSINS BÚNINGAR ÁRSINS LANDBÚNAÐUR „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar,“ segir Ágúst Torfi Hauks- son, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Framleiðsla annar kannski ekki innanlandsmarkaði. Útflutningur orki því tvímælis við þessar aðstæður. – sa / sjá síðu 6 Lambahryggir gætu klárast Ágúst Torfi Hauksson. Fleiri myndir frá Vetrarhátíð er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs- appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS Vetrarhátíð var sett í gærkvöldi. Opnunaratriðið var ljósainnsetning sem varpað er á Hallgríms- kirkju. Víkingar gengu svo fylktu liði niður að Listasafni Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum rannsakar nú andlát sem varð í Grindavík á sjötta tímanum í gær. Samkvæmt heimildum var einn handtekinn vegna málsins. Varðstjóri lögreglunnar gat ekkert staðfest við Fréttablaðið í gærkvöldi. Boðaði tilkynningu og varðist allra fregna. Rannsóknardeildin á Suður- nesjum annast málið. Blaðið hefur upplýsingar um að lögreglan hafi gengið í nálæg hús í Grindavík og leitað vitna. Tilkynn- ing lögreglu hafði ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Nýjustu fréttir af málinu má finna á Frétta- blaðið.is. – bg Andlát til rannsóknar 0 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 4 6 -0 4 F C 2 2 4 6 -0 3 C 0 2 2 4 6 -0 2 8 4 2 2 4 6 -0 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.