Fréttablaðið - 08.02.2019, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
MINI ELECTRIC
PLUG-IN HYBRID
OG FJÓRHJÓLADRIF.
MINI COUNTRYMAN PLUG-IN
VERÐ FRÁ: 5.850.000 KR.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
www.mini.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
4
1
M
in
i
C
o
u
n
t
ry
m
a
n
5
x
1
0
f
e
b
NÝSKÖPUN „Þetta er framlag Sam-
taka iðnaðarins við mótun nýsköp-
unarstefnu fyrir Ísland. Við erum
að leggja til ýmsar aðgerðir á þessu
sviði og viljum sjá meira gerast í
þessum málaflokki á kjörtímabil-
inu því við erum að dragast aftur úr
í samanburði við önnur ríki,“ segir
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hug-
verkasviðs Samtaka iðnaðarins, um
nýsköpunarstefnu samtakanna sem
kynnt var í gær.
Í stefnunni er staðan eins og hún
er í dag dregin fram sem og fram-
tíðarsýn fyrir árið 2050. Bent er á
að nú séu margvíslegir veikleikar
í umhverfi nýsköpunar á Íslandi.
Til að bæta umgjörð og hvata til
nýsköpunar á Íslandi eru lagðar til
aðgerðir í fjórum meginþáttum.
Í fyrsta lagi er lagt til að fjárfesting
í rannsóknum og þróun verði aukin
meðal annars með afnámi á þaki á
endurgreiðslur og skattaívilnunum.
Í öðru lagi er lagt til að framboð af
sérfræðingum verði aukið með því
að horfa til uppbyggingar mennta-
kerfisins og efla umgjörð til að taka
á móti sérfræðingum.
Þá er lagt til að stuðningsum-
hverfið verði einfaldað og eflt.
Hægt sé að ná fram meiri skilvirkni
og hagræðingu með því að sameina
málaflokkinn undir einni stofnun.
Að lokum er bent á mikilvægi þess
að efla kynningar- og markaðsstarf
þannig að Íslandi verði kynnt sem
ákjósanlegur staður fyrir fólk og
fyrirtæki í nýsköpun.
Sigríður segir að verði ekki gripið
til aðgerða sem allra fyrst muni það
koma niður á lífskjörum í fram-
tíðinni. „Þá munum við ekki ná að
byggja upp þá verðmætasköpun
sem við þurfum. Það er grundvall-
aratriðið í þessu því hugvitið og
nýsköpunin er eina leiðin fram á
við.“ – sar
Hugvitið og nýsköpunin eina leiðin fram á við
REYKJAVÍK Borgar ráð sam þykkti í
gær að leggja niður skrif stofu eigna-
og at vinnu þróunar (SEA) eftir að
hún fékk út reið í skýrslu um fram-
kvæmdirnar við Naut hóls veg 100,
endurbætur á bragganum margum-
talaða.
Samþykktar voru fleiri breytingar
sem taka gildi 1. júní en vinnan að
þeim var leidd af for manni borgar-
ráðs, Þór dísi Lóu Þór halls dóttur.
„Þarna erum við enn fremur að
skýra á byrgð og að stjórn sýslan sé
gegn sæ með það að mark miði að
bæta þjónustu við borgar búa og
tryggja skil virkari stjórn sýslu, sem
mun gagnast okkur öllum,“ segir
Þór dís Lóa.
Tíu aðrar breytingar voru kynntar
í gær, en meðal þeirra er að leggja
niður fjár mála skrif stofu og skrif stofu
þjónustu og reksturs.
Til verða þrjú ný kjarna svið,
svið þjónustu og ný sköpunar, svið
mann auðs og starfs um hverfis og
svið fjár mála og á hættu stýringar.
Þá fær inn kaupa ráð aukið hlut-
verk auk þess sem starf reglu varðar
Reykja víkur borgar verður eflt. Með
þessum breytingum er lögð á hersla
á vandaða, skil virka fram kvæmd og
á kvarðana töku. – dfb
Uppstokkun í
stjórnsýslunni
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir.
Viljum sjá meira
gerast í þessum
málaflokki á kjörtímabilinu.
Sigríður Mogensen
SKATTAMÁL „Tekjuskattkerfi eins og
hér er útfært er ekki aðeins sann-
gjarnara og skilvirkara en núverandi
skattkerfi. Það myndi leiðrétta að
hluta hina stóru og óréttlátu skatta-
tilfærslu sem hér varð fyrir tilstilli
stjórnvalda, án þess að það væri
kynnt eða rætt í samfélaginu.“
Þetta segir í niðurstöðukafla
skýrslu um umbætur á skattkerfinu
sem Stefán Ólafsson, prófessor í
félagsfræði, og Indriði H. Þorláksson,
fyrrverandi ríkisskattstjóri, unnu
fyrir Eflingu og kynnt var í gær.
Í skýrslunni er dregið fram að
skattbyrði tekjulægstu 90 prósent-
anna hafi aukist umtalsvert á um
það bil síðustu 20 árum. Á sama tíma
hafi skattbyrði tekjuhæsta hópsins
lækkað.
Þeir Stefán og Indriði útfæra í
skýrslunni fjögurra þrepa skattkerfi
í samræmi við stefnu ASÍ. Fyrir lág-
launafólk væri um 20 til 29 þúsund
krónur á mánuði að ræða.
Alls myndu 90 prósent skattgreið-
enda fá skattalækkun, lítil breyting
yrði hjá næstu fimm prósentunum
en tekjuhæstu fimm prósentin
fengju hækkaða skattbyrði.
Nettókostnaður ríkissjóðs vegna
kerfisins yrði um 30 milljarðar. Þeir
Stefán og Indriði telja að fjármagna
mætti það á auðveldan hátt. Til
dæmis væri hægt að nýta þá 14 millj-
arða sem eyrnamerktir hafa verið í
skattalækkanir upp á 14 milljarða
og taka 16 milljarða af tekjuafgangi
ríkissjóðs.
„Við leggjum áherslu á að það er
ekki að okkar mati neitt svigrúm til
að lækka skatttekjur ríkissjóðs. Það
kemur bara í bakið á mönnum með
minni þjónustu ríkisins. Þarna eru
fjölmargar tillögur sem myndu meira
en duga til þess að jafna stöðuna og
gott betur.“
Hægt væri að ráðast í enn frekari
skattalækkun með hækkun per-
sónuafsláttar og skattleysismarka
sem myndu nýtast lægstu tekjuhóp-
unum best.
Til að fjármagna slíkt væri hægt að
hækka fjármagnstekjuskatt til sam-
ræmis við það sem gerist á hinum
Norðurlöndunum og taka upp stór-
eignaskatt með frítekjumarki. Þá
væri hægt að leggja á sanngjörn auð-
lindagjöld fyrir þær atvinnugreinar
sem nýti sameiginlegar auðlindir
þjóðarinnar.
Indriði leggur áherslu á að skoða
þurfi fleiri þætti en tekjuskattkerfið.
„Orsökin fyrir þessu misræmi milli
hópa er ekki síst fólgin í því hvað
fjármagnstekjur eru orðnar stór hluti
af heildartekjunum og hvernig skatt-
lagning á þeim hefur verið ívilnandi.“
Þá lendi til að mynda virðisauka-
skattur hlutfallslega þyngra á tekju-
lágum en tekjuháum vegna þess að
þeir noti tekjur sínar í meira mæli í
skattskylda vöru og þjónustu. „Þess
vegna eru beinir skattar í rauninni
eina tækið sem stjórnvöld hafa til að
rétta við dreifingu skattbyrðar. Hvort
sem það er tekjuskattur, fjármagns-
tekjuskattur eða eignaskattar,“ segir
Indriði. sighvatur@frettabladid.is
Leggja til að skattbyrði þeirra
tekjuhæstu verði hækkuð
Efling kynnti í gær skýrslu um umbætur á skattkerfinu þar sem lagt er upp með sanngjarnari dreifingu
skattbyrðar. Skýrsluhöfundar segja skattatilfærslu hafa átt sér stað þar sem byrðar hafi verið færðar af tekju-
hæstu hópunum yfir á þá tekjulægri. Lagt er upp með fjögurra þrepa skattkerfi til að leiðrétta tilfærsluna.
Samkvæmt útfærslu skýrslunnar myndi tekjuskattur lækka hjá 90 prósentum skattgreiðenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Við leggjum áherslu
á að það er ekki að
okkar mati neitt svigrúm til
að lækka skatttekjur ríkis-
sjóðs.
Indriði H. Þorláksson,
fyrrverandi ríkisskattstjóri
8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:5
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
4
6
-1
D
A
C
2
2
4
6
-1
C
7
0
2
2
4
6
-1
B
3
4
2
2
4
6
-1
9
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K