Fréttablaðið - 08.02.2019, Page 6

Fréttablaðið - 08.02.2019, Page 6
Á Volkswagen e-Golf nýtir þú hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti, ferð inn í heitan bíl á morgnana og upplifir magnaðan akstur. Komdu og prófaðu þinn eftirlætis e-Golf strax í dag. Við eigum einn fyrir þig. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðumwww.volkswagen.is Hvers manns straumur. LANDBÚNAÐUR Talið er líklegt að lambahryggir klárist strax í byrjun sumars hér á landi og verði ekki fáanlegir aftur fyrr en í næstu slátur- tíð í haust. Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð. For- maður félags sláturleyfishafa telur fyrirtæki hafa kannski verið heldur fljót á sér að flytja kjöt út í lok síðasta árs. Um 10.500 tonn af lambakjöti voru framleidd í síðustu sláturtíð. Strax voru flutt út um 1.300 tonn á erlenda markaði á síðasta fjórðungi síðasta árs. „Það er nokkuð augljóst að í lok síðustu sláturtíðar var nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað. Menn hafa kannski verið full brattir í að losa birgðir, og menn fengu allt í lagi verð fyrir það sem þeir fluttu út,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, formað- ur Landssamtaka sláturleyfishafa. „Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Það liggur alveg fyrir. Ég mun ekki geta skaffað hryggi í því magni sem ég gat í fyrrasumar,“ segir Ágúst Torfi Hauksson „Ég ætla ekkert að mót- mæla því að það verði lítið til af hryggjum í sumar.“ Samkvæmt samtölum Frétta- blaðsins við aðila sem þekkja vel til sauðfjárframleiðslu telja þeir lík- legast að ef fram heldur sem horfir að lambahryggir verði að öllum líkindum búnir í landinu í júní. Sauðfjárframleiðsla hér á landi er ríkisstyrkt. Telur Ágúst Torfi þá rétt- lætanlegt að flytja út ríkisstyrkta lambahryggi ef ekki verður síðan nóg til af hryggjum fyrir innlendan markað, það fólk sem niðurgreiðir framleiðsluna? „Nei. Ég hygg að vandamálið sé meðal annars það að samvinna sláturleyfishafa varðandi slátrun og ráðstöfun kjöts í fram- haldi af slátrun hefur ekki verið heimiluð. Þannig að það er engin samvinna milli aðila um hversu mikið er flutt út og hvað er flutt út. Hún er ekki leyfð. Það veldur því að hvert fyrirtæki tekur ákvörðun sjálft. Þá getur það gerst að það sé flutt út of mikið of snemma.“ sveinn@frettabladid.is Líklegt að lambahryggir gangi til þurrðar í sumarbyrjun Auðvelt hefur verið að koma lambahryggjum í verð og voru fyrirtæki líklega of fljót á sér við útflutning. Ef fram heldur sem horfir gæti farið svo að framleiðslan á lamba- hryggjum anni ekki innanlandsmarkaði. Formaður Landssam- taka sláturleyfishafa telur ekki réttlætan- legt að flytja út hryggi á sama tíma og mögulegur skortur er á vörunni hér- lendis. Það getur vel verið að haldi svo fram sem horfir verði ekki mikið til af lambahryggjum í sumar. Ágúst Torfi Hauks- son, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa VIÐSKIPTI „Árið 2018 var erfitt rekstrarár,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, eftir að félagið greindi frá afkomu sinni á síðasta ári í gær. „Rekstrarniðurstaðan var mun lak- ari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytis- verðs. Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ er haft eftir Boga Nils í fréttatilkynningu. Í tilkynningu Icelandair segir að heildartekjur hafi aukist um 7 pró- sent milli ára og numið 1.511 millj- ónum Bandaríkjadala. Tap ársins eftir skatta hafi hins vegar numið 55,6 milljónum dala, eða sem nemur 6,6 milljörðum íslenskra króna á núver- andi gengi. Ljóst er að niðursveiflan er umtalsverð því árið áður skilaði félag- ið hagnaði upp á 37,5 milljónir dala. Forstjórinn segir að breytingar hafi þegar verið gerðar á félaginu til að ná markmiðum þess um bætta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Ljóst er að áfram ríkir óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar eru að eiga sér stað í samkeppnisumhverfinu,“ segir Bogi í tilkynningu og bætir við að fjárhags- staða félagsins sé sterk og það í stakk búið til að takast á við komandi áskor- anir. Í s l e n s k i r lífeyrissjóðir eru stærstu e i g e n d u r Icelandair Group. – smj Icelandair tapaði 6,6 milljörðum króna á erfiðu rekstrarári Bogi Nils Bogason. FRAKKLAND Sendiherra Frakklands á Ítalíu var kallaður heim í gær vegna yfirstandandi deilu ríkjanna tveggja. Þetta er í fyrsta skiptið sem franskur erindreki er kallaður frá Ítalíu frá því í síðari heimsstyrjöld. Franska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýsingu að ákvörðunin hafi verið tekin vegna særandi ummæla ítalskra stjórnvalda. Korn- ið sem fyllti mælinn hafi komið þegar Luigi di Maio, fjármálaráð- herra Ítalíu, fundaði með Gulu vest- unum svokölluðu. „Frakkar hafa um nokkurra mánaða skeið sætt ítrekuðum og ósönnum svívirðingum. Það að vera ósammála er eitt en það að skaða samband ríkjanna tveggja í von um að tryggja sér pólitískar vinsældir er annað,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ítalska ríkisstjórnin vill ekki missa sitt góða samband við Frakka,“ sagði Matteo Salvini, inn- anríkisráðherra Ítala en ítrekaði þrjár kröfur sem hann hefur áður sett fram, og eru stór ástæða fyrir deilunni. Í fyrsta lagi þyrfti franska lögreglan að hætta að beina flótta- fólki til Ítalíu, í öðru lagi að hætta að tefja umferð á landamærunum og í þriðja lagi að framselja fimm- tán ítalska skæruliða sem hafa sest að í Frakklandi. – þea  Sendiherra kallaður heim Matteo Salvini, innanríkismála- ráðherra Ítala, vill að deilunni við Frakka linni. NORDICPHOTOS/AFP 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :5 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 4 6 -3 1 6 C 2 2 4 6 -3 0 3 0 2 2 4 6 -2 E F 4 2 2 4 6 -2 D B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.