Fréttablaðið - 08.02.2019, Page 22
Þegar barn fer að
segja sín fyrstu
orð er mikilvægt
hvernig talað er
við það. Foreldrar
ættu að tala skýrt
og gott mál við
börn sín. Rann-
sóknir sýna að því
meira sem talað
er við og lesið
fyrir börn því
meiri orðaforða
hafa þau.
Tinna Sigurðardóttir, tal-meinafræðingur og fram-kvæmdastjóri Tröppu, er
framkvæmdastjóri Félags tal-
meinafræðinga á Íslandi. Hún er
auk þess stofnandi málþroska-
hópsins Babbl og spjall á FB og
fjögurra barna móðir og stjúpa.
Hún segir að það skipti miklu máli
að tala skýrt og greinilega við börn
frá fæðingu.
„Foreldrum er eðlislægt að
tala við ungbörn á svokölluðu
„mother ese“ eða „fatherese“ þar
sem við tjúnum röddina svolítið
upp og kjáum nánast syngjandi
röddu framan í barnið. Það er
mikilvægt að byrja strax að hafa
samskipti, nota röddina blíðlega
og tala til barnsins, mynda gott
augnsamband og gefa barninu til
kynna að þú sért hjá því. Margir
vita kannski ekki hvað þeir ættu
að segja við ómálga barn, en það
má bara spjalla við það og ímynda
sér hvað barnið myndi segja ef það
kynni að tala. Lýsa því sem maður
er að gera, segja barninu hverjir
séu hjá því, syngja vísur og svo
framvegis,“ útskýrir Tinna.
Barnamál á stundum við
Hún segir það ekki alslæmt að
tala barnamál. „Það er eðlilegt
að tala um dýrin til dæmis með
því að nefna hvað þau segja (bíbí,
mumu o.s.frv). Þetta gerum við
til einföldunar þegar barnið er að
byrja að tala, meðal annars vegna
þess að dýrahljóðin innibera hljóð
sem koma snemma hjá börnum.
Ung börn eru líklegri til að geta
myndað „bíbí“ heldur en t.d. „fugl“
á 1. og 2. ári. Það er svo gott að
kenna barninu samhliða „alvöru“
orðin fyrir þá hluti sem það er að
ræða, þótt við styðjumst líka við
barnamál barnsins. Dæmi: Barn
segir bíbí og skoðar mynd af fugli.
Já, þetta er bíbí, svörum við, þetta
er fuglinn sem segir bíbí.“
Þegar Tinna er spurð hvort það
geti haft áhrif á orðaforða barnsins
og góða tilfinningu fyrir málinu
hvernig talað er við það, svarar
hún því játandi. „Rannsóknir sýna
að því meira sem talað er við og
lesið fyrir börn því meiri orðaforða
hafa þau. Það segir sig kannski
svolítið sjálft að börn sem lítið er
talað við heyra minna mál og þar
af leiðandi færri orð og það getur
haft afleiðingar. Rannsóknir sýna
einnig að raddblær hefur áhrif á
það hvernig mjög ungum börnum
gengur að læra orð. Það má segja
að við séum með meðfæddan
hæfileika til að læra að tala og sýnt
hefur verið fram á að börn tengja
mannsröddina frekar við andlit
heldur en dýr aðeins nokkurra
daga gömul! Löngu áður en barnið
byrjar að tala sjálft er það farið að
safna orðum í minnið sitt og búa
sér til orðasafn sem það tengir
smátt og smátt þekkingu sinni
á heiminum. Auðvitað gengur
þessi þroski betur ef örvun og
ílag er mikið og í góðum gæðum.
Þar koma samskipti foreldra/full-
orðinna og barna sterk inn. Að
lesa fyrir börn, syngja og kenna
þeim og fara með vísur hefur
jákvæð áhrif á allan málþroska og
sérstaklega hljóðkerfisvitundina.
Orðaforðinn hefur svo áhrif á les-
skilninginn seinna meir. Aðferð
sem hefur sýnt sig að hefur góð
áhrif á málþroska er að endurtaka
rétt það sem barnið segir og bæta
við og lengja setningar barnsins.
Dæmi: Þegar barn segir: Kubba
turn – þá er gott að svara: Já, ertu
að kubba svona fínan turn? Þetta
er stór og flottur turn hjá þér. Og
þannig er viðkomandi bæði búinn
að endurtaka það sem barnið segir
og útvíkka mál barnsins með því
að bæta við setninguna.
Ekki spyrja of mikið
Mér finnst of mikið um það að fólk
sé að spyrja börn mikið og biðja
þau um að segja hitt og þetta. Lítil
börn sem eru rétt að byrja að tala,
tala ekki strax eins og fullorðnar
manneskjur. Þau hafa ekki enn
náð tökum á öllum hljóðunum,
vantar orð inn í setningar og eru
heldur ekki búin að ná tökum á
málfræðinni. Þá eru þau heldur
alls ekki með félagsleg samskipti á
hreinu, hvenær á t.d. að heilsa eða
kveðja. Það er mikilvægt að við
setjum ekki of mikla pressu á börn
að tala, sérstaklega ekki ef þau eru
sein til máls, en búum til tækifæri
þar sem þau geta æft sig að tala án
þess að upplifa pressu. Við ættum
frekar að vera góðar fyrirmyndir,
sýna börnunum og gera með þeim,
Tengsl máls og læsis sterk
fremur en að stilla þeim upp þar
sem þau eiga að gera. Börn eru
viðkvæm og það þarf að vera nær-
gætinn í samskiptum við þau.“
Fyrsta málkennsla
hefur áhrif á læsi
Getur málkennsla á fyrstu árum
haft áhrif á lestrarnám barnsins
síðar?
„Tengsl máls og læsis eru sterk og
margvísleg. Orðaforði hefur áhrif
á lesskilning og þannig kemur
sér vel að hafa góðan orðaforða.
Þá er hljóðkerfisvitundin grund-
vallarþáttur í lestrarnámi en það
er hæfileikinn til að t.d. klappa orð
í atkvæði, finna fyrsta og síðasta
hljóð í orði, setja saman orð og
taka þau í sundur (t.d. Skóla-taska,
skrif-borð), átta sig á því að setn-
ingar eru byggðar upp af orðum og
orð af stöfum og síðast en ekki síst
að stafirnir eiga sér mismunandi
hljóð. Taktur hefur líka sitt að
segja og það að syngja, ríma og æfa
sig að bulla eru líka góðir undir-
stöðuþættir máls og læsis. Það er
gríðarlega mikilvægt að lesa fyrir
börn. Það að hafa bækur sýni-
legar í umhverfinu, umgangast
sjálfur bækur og lesa sjálfur svo
barnið sjái eru líka mikilvægir
þættir fyrir farsælt lestrarnám. Það
má lesa fyrir börn niður í 3-4ra
mánaða aldur, bækur með skýrum
myndum og e.t.v. stuttum texta.
Benda á myndirnar og segja hvað
er á þeim og sýna barninu.
Lesið fyrir börnin
Flest börn eru mjög spennt fyrir
bókum frá unga aldri, finnst gaman
að skoða og fletta. Seinna fá börn
oft sjálfsprottinn áhuga á stöf-
unum og þá á að nýta tækifærið
þegar lesið er og íhuga hvernig
stafirnir líta út og ekki síst hvaða
hljóð þeir mynda. Hver á hvaða
staf í fjölskyldunni og svo fram-
vegis. Það er ákjósanlegast að hafa
lestrarstundina að föstum lið, og
hún þarf ekkert endilega alltaf að
vera rétt fyrir svefninn. Mikilvægt
er að hún sé notaleg stund og það
þarf ekki alltaf að lesa einfaldar
bækur frá orði til orðs heldur nýta
bókina til að eiga samskipti við
barnið, spjalla um það sem er á
myndunum og fá barnið til að
tjá sig. Þegar sama bókin hefur
verið lesin margoft má svo bjóða
barninu að „lesa“ hana fyrir sig líka
til tilbreytingar.
Bókasöfn er góður kostur
Stundum er barn seint til máls af
meðfæddum orsökum, t.d. vegna
þroskaraskana eða slíks eða þá að
barnið hefur orðið mikið veikt eða
upplifað mikið álag í frumbernsku.
Þá er hægt að vera með mál-
þroskaröskun sem lýsir sér þannig
að barnið er seint að tala og á erfitt
með að tileinka sér mál á dæmi-
gerðan hátt. Rannsóknir hafa sýnt
fram á að börn sem búa við bágar
félagslegar aðstæður eru í áhættu
hvað varðar málþroskann og eru
líklegri til að mælast með slakan
málþroska. Því ættu allir foreldrar
að fá stuðning við að sinna mál-
þroskanum vel óháð stétt og stöðu
því þetta er gríðarlega mikilvægt
og getur skipt miklu upp á alla
námsframvindu seinna meir og
hefur eins og fyrr segir sterk tengsl
við læsi. Að örva málþroska getur
verið verndandi þáttur og því ættu
foreldrar að kappkosta að eiga
jákvæð samskipti við börnin, tala
mikið við þau, hlusta á þau líka,
útskýra og skoða bækur saman.
Bókasöfnin eru frábær kostur,
börn geta fengið ókeypis bóka-
safnskort til 18 ára og aðstaða fyrir
börn er víðast mjög skemmtileg á
bókasöfnum,“ upplýsir Tinna.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Tinna Sigurðardóttir, talmeinafræð-
ingur hjá Tröppu.
Það er gríðarlega
mikilvægt að lesa
fyrir börn. Það að hafa
bækur sýnilegar í
umhverfinu, umgang-
ast sjálfur bækur og
lesa sjálfur svo barnið
sjái eru líka mikilvægir
þættir fyrir farsælt
lestrarnám.
6 KYNNINGARBLAÐ 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RFYRSTU SKREFIN
0
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:5
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
4
6
-2
7
8
C
2
2
4
6
-2
6
5
0
2
2
4
6
-2
5
1
4
2
2
4
6
-2
3
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K