Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 29

Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 29
------------[?§[kA®§[LÖ[?Q{D------- Tíu deildir segja frá starfseminni Formenn deildanna stóðu allir upp á þinginu og sögðu frá starfi deildanna. Þar sem flestar þeirra eru nýstofnaðar var afrekalistinn ekki langur, en allir voru bjartsýnir varð- andi starfið á næstunni. Þingritarar settu niður á blað aðalinntak skýrslanna: Yesturland: Bent Jónsson. „Starf- semi er skammt á veg komin. Erfitt með fundarhöld vegna fjarlægða milli staða.“ Vestfirðir: Jóhann Kárason. Stjórn félagsins hefur sett fram óskir til yfirvalda um aukið öryggi í heil- brigðisþjónustu og sjúkraflugi á fé- lagssvæðinu. Færði hann síðan Flaraldi Stein- þórssyni bók að gjöf og þakkaði að- stoð hans við stofnun félagsins. Norðurland-vestra, Knútur Ólafs- son. „Félagsstarfsemin rétt komin af stað. Fjarlægðir torvelda fundarhöld, einkum að vetri.“ Eyjafjarðarsvæði, Gísli J. Eyland. „Félagið skipuleggur reglulegar gönguferðir í nágrenni Akureyrar á hverjum laugardegi. Félagið hefur lagt fram fé til kaupa á tæki sem not- að er til að skoða hjartaþræðing- arfilmur. Tækið kostaði um 500.000,00 kr. Félagið hefur sinnt fleiri verkefnum og er starfsemin líf- leg.“ Þingeyjarsýslur, Áslaug K. Ge- orgsdóttir. „Jólakortasalan gekk vel en önnur starfsemi hefur verið lítil.“ Austurland: Reynir Sigurþórsson. „Fjarlægðir gera erfitt um vik með alla starfsemi félagsins. Félagið hefur fengið aðgang að þjálfunarstöð á Egilsstöðum.“ Suðurland, Gunnar Jónsson. „Fé- lagsstarfsemi hefur verið lítil það sem af er en úr því rætist vonandi á næst- unni.“ Suðurnes, Sigmar Ingason. „Fé- lagsstarfsemin hefur verið nokkur. Einn fræðslufundur hefur verið hald- inn og tveir hópar félagsmanna stunda þjálfun í heilsuræktarstöðvum á vegum félagsins. Fyrirhugað er að komaafstað gönguhóp með vorinu.“ Vestmannaeyjar, Eiríkur Boga- son. „Félagsstarf hefur verið fremur lítið enn sem komið er. Einn fræðslu- fundur hefur þó verið haldinn og tókst vel.“ Reykjavíkursvæðið, Jón Þór Jó- hannsson. „Þetta er stórt félag, 1128 félagar og ætti því að eiga fleiri full- trúa á þessu þingi heldur en núgild- andi lög gera ráð fyrir. Haldinn hefur veruð einn fjöl- mennur fundur. Áhugi er fyrir kaup- um á ómskoðunartæki. Félagið hefur aðgang að þjálfunaraðstöðu í HL- stöðinni.“ Gísli J. Eyland formaður Félags hjartasjúklinga á Eyjafjardarsvœði og Eiríkur Boga- son formaður Félags hjartasjúklinga í Vestmannaeyjum. Mjólkursamsalan ICELANDAIR HOTEL 29

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.