Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 21
1. ÞING
LANDSSAMTAKA
HJARTASJÚKLINGA
Þingsetning og málþing
Tillögur og ályktanir þingsins.
\ m ik f I «■
» I
JiM \ i t'pfljMg
Stjórn og varastjórn Landssamtaka hjartasjúklinga.
Frá vinstri: Jón Pór Jóhannsson, Gísli J.Eyland, Jóhannes Proppé, Ingólfur Viktorsson, Haraldur Steinþórsson, Sigurður Helga-
son, Sigmar Ingason, Sigurveig Halldórsdóttir, Jón Júlíusson og Rúrik Kristjánsson.
Aðalfundur LHS í ár var haldinn
dagana 22. og 23. mars s.l., og að
þessu sinni nefndur þing LHS í sam-
ræmi við breytingu á lögum félagsins,
er hafist var handa um að stofna félög
hjartasjúklinga víða um land, sem
sameiginlega mynda síðan Lands-
samtök hjartasjúklinga, eins og fé-
lagsmönnum er kunnugt.
Tveir þingforsetar voru kosnir,
þeir Jón Þór Jóhannsson formaður
Félags hjartasjúklinga á Reykjavík-
ursvæðinu og Reynir Sigurþórsson
formaður Félags hjartasjúklinga á
Austurlandi, og var fundarstjórn
þeirra með ágætum. Þá voru kosnir
tveir þingritarar, þau Sigmar Ingason
formaður Félags hjartasjúklinga á
Suðurnesjum og Geirlaug Sigurjóns-
dóttir í stjórn Félags hjartasjúklinga
á Eyjafjarðarsvæðinu. Fundargerð
þeirra var til fyrirmyndar, og verður
jafnan hér eftir gott heimildarrit um
LHS og aðildarfélögin.
Þingsetning og málþing
Sigurður Helgason formaður Lands-
samtakanna setti þingið með ræðu,
og birtist hún hér í blaðinu.
Þá flutti Finnur Ingólfsson aðstoð-
armaður Heilbrigðisráðherra ávarp í
forföllum ráðherra, og birtist það
einnig hér í blaðinu.
Þórður Harðarson prófessor flutti
erindi sem hann nefndi: Kransæða-
sjúkdómar á undanhaldi.
Laufey Steingrímsdóttir næringar-
fræðigur flutti erindið: íslensk holl-
usta. (Könnun á mataræði íslend-
inga)
Soffía S. Sigurðardóttir yfirsjúkra-
þjálfari flutti erindi: Endurhæfing
fyrir hjartasjúklinga. Það erindi er
kynnt nánar í blaðinu.
Var þeim öllum fagnað hjartan-
lega af gestum málþingsins, sem voru
120, eða um helmingi fleiri en kjörnir
þingfulltrúar, vegna þess að á mál-
þingið var boðið stjórnarmönnum úr
félögum hjartasjúklinga, varamönn-
um kjörinna þingfulltrúa og ýmsum
fleiri.
Tillögur og ályktanir þingsins.
Margar athyglisverðar tillögur voru
samþykktar á þinginu, og er nánari
grein gerð fyrir sumum þeirra héi í
blaðinu. Þar á meðal eru: Styrktar-
sjóður hjartasjúklinga. - Aðild LHS
að SÍBS. - Skyndihappdrætti LHS nú
í sumar. - Ályktun um að skora á heil-
brigðisráðherra að láta fara fram á
næstu þrem árum skoðun allra lands-
manna 30 ára og eldri til mælinga á
kólesteróli og blóðþrýstingi.
En það var margt fleira rætt og
21