Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 33
æðasjúkdóma að sögn Árna
Kristinssonar.
Hjartaskurðdeild hér á landi
Davíð Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Ríkisspítalanna, hefur sagt
mér, að fyrir tveimur árum hafi hann
gert lauslega áætlun sem sýndi að það
væri rúmlega 20% arðsamara að fjár-
festa hér í hjartaskurðdeild en senda
vaxandi fjölda sjúklinga utan ár
hvert. Sérfræðingur við Landspítal-
ann hefur tjáð mér, að stofnkostnað-
ur við hjartaskurðdeild hér heima
gæti jafnvel orðið innan við helming
þeirrar fjárhæðar, sem nú er varið til
að kosta íslendinga til utanferða
vegna hjartalækninga á einu ári. Þó
ekki sé hægt að fullyrða nákvæmlega
um þennan fjárhagslega sparnað, ber
öllum kunnugum saman um það, að
hann yrði töluverður ef ekki mikill,
að ekki sé nú talað um ómetanlegt
hagræði fyrir sjúklingana sjálfa að
þurfa ekki að fara til annarra landa,
oft mjög veikir, og koma heim aftur
ógrónir sára sinna. En af hverju er
svona tiltölulega ódýrt að koma hér
upp hjartaskurðdeild. Hér koma
nokkrar ástæður, sem ég hef borið
undir lækni við Landspítalann og
framkvæmdastjóra Ríkisspítalanna.
1. Þrír íslenskir hjartaskurðlæknar í
fullri þjálfun væru tiltækir eins og
nú standa sakir, ef ráðist væri í að
koma upp skurðdeild innan spít-
alans.
2. Nokkrir aðilar, svo sem Minning-
argjafasjóður Landspítalans,
Seðlabanki íslands og Ásbjörn
Ólafsson, stórkaupmaður, sem
nú er látinn, hafa gefið mikla fjár-
muni til kaupa á dýrustu tækjun-
um við hjartaskurðdeild hér, svo
sem hjartavél og lungnavél, þó
einhverju þyrfti eflaust að bæta
við þá upphæð.
3. Heimild er á fjárlögum þessa árs
til fjölgunar starfsfólks á gjör-
gæsludeild Landspítalans, vegna
hjartaskurðaraðstöðu hér heima,
þegar hún er fyrir hendi.
4. Síðast en ekki síst er þess að geta,
að húsnæði fyrir legupláss hjarta-
sjúklinga þarf ekki að byggja,
sem auðvitað er alltaf það dýrasta
við að koma upp nýjum sjúkra-
deildum, Framkvæmdastjóri Rík-
isspítalanna hefur staðfest að
þessir sjúklingar yrðu vistaðir á
brjósthols- og skurðlækninga-
deild Landspítalans, eftir að þeir
kæmu úr gjörgæslu og þar til þeir
brautskrást. Minni háttar lagfær-
ingu þyrfti þó að gera á skurð-
stofuaðstöðu spítalans, sagði
framkvæmdastjórinn.
Hvað er þá að vanbúnaði? Hvers
vegna er ekki komið upp hjarta-
skurðdeild hér heima? Það sem kosta
þyrfti til í fjármunum er tiltölulega
lítið. Bæta þyrfti sjálfsagt við tækja-
kaupaféð hér, einnig að kosta starfs-
þjálfun íslensks hjúkrunarfólks á
hjartaskurðdeildum erlendis, og
greiða ferðakostnað, laun og dvalar-
kostnað erlends hjartaskurðlæknis
einhvern tíma hér heima á meðan
hann væri að leiðbeina íslenskum
læknum og starfsfólki í upphafi þess-
arar ábyrgðarmiklu starfsemi hér.
Kaupa þarf nýtt hjartaþræðingartæki
Nýtt tæki af þessari gerð kostar rúm-
ar 20 milljónir króna og leggja hjarta-
sjúklingar, sem nú eru að stofna til
samtaka, mesta áherslu á það af öllu.
Hér er nú aðeins til ein hjartamynd-
sjá, „gamalt og slitið tæki“ til þessara
lífsnauðsynlegu nota „og hefur það
bilað alloft undanfarið“ að sögn
lækna, sem við það vinna. Jafnframt
lengist biðtími sjúklinga, sem þurfa
að komast í þessa rannsókn. Nú bíða
á annað hundrað manns og getur bið-
in orðið allt að fjórum mánuðum.
Það er of langur tími, hver dagur er
örlagaríkur þegar þannig stendur á.
Sumir falla frá á þessum biðtíma, sem
unnt hefði verið að bjarga, ef þeir
hefðu komist strax í þetta hjartaskoð-
unartæki og síðan í skurðaðgerð.
Aðrir komast yfir þau mörk á biðtím-
anum að sjúkdómur þeirra sé skurð-
tækur, og þó þeir lifi eitthvað lengur
við þær aðstæður, er það ekkert líf á
við líf þeirra, sem komast í tæka tíð í
aðgerð, sem heppnast vel. Það verða
mjög margir nýir menn eftir hjarta-
uppskurð. Athyglisvert er, að margir
kransæðasjúklingar eru á besta
starfsaldri ogeinn, sem kemst of seint
í aðgerð, sem hefði getað bjargað lífi
hans, er einum og margt. Fjársöfnun
til kaupa á hjartamyndsjá er þegar
hafin á vegum hjartasjúklinga.
Kretar spara ekkert
til hjartaskurðlækninga
í breska læknablaðinu, sem er eitt-
hvert virtasta læknablað í heimi, var
nýlega grein um fjárhagslega hag-
ræðingu og sparnað í rekstri breska
heilbrigðiskerfisins. Þar er bent á, og
tekið sérstaklega fram, að hjarta-
skurðlækningar þar í landi, sem
standa á háu stigi, séu undanþegnar
með öllu þessum sparnaði í kerfinu.
Heilbrigðisyfirvöldin bresku telja að
á því sviði lækninga megi síst spara og
fremur verja auknu fjármagni til
þeirra en hitt, með tilliti til þess, hve
margir verði hjarta- og æðasjúkdóm-
um að bráð á góðum aldri, og einnig
með hliðsjón af því, hve hjartaskurð-
lækningar nútímans eru árangursrík-
ar, ef tekið er ráð í tíma. PS:Þessi
grein er skrifuð í tilefni af fyrirhug-
aðri stofnun félags hjartasjúklinga og
þeirri umræðu, sem orðið hefir í fjöl-
miðlum um brýna þörf á bættri að-
stöðu til rannsókna og lækninga á
þessu sviði hér á landi.
Pessi grein birtist í Morgunblaðinu
PÓSTHÓLF1428 • 121 REYKJAVÍK
Halldór Halldórsson hjartaþegi
hefur fært Velferð rausnalegan styrk frá einum
vina sinna.
33