Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 17
Anna Edda Ásgeirsdóttir
næringarráðgj afi:
SALTNEYSLA
Tillögur um krydd sem nota má með
og/eða í staðinn fyrir salt.
Anna Edda Ásgeirsdóttir,
nœringarráðgjafi.
Manneldisráð íslands hefur gefið út
manneldismarkið fyrir okkur íslend-
inga samkvæmt þeim ætti saltneysla
okkar ekki að fara yfir 8 grömm á
dag.
Matarsalt er samansett úr natríum
og klóríð (NaCl). 1 gramm af salti er
um 400 mg af Natríum (0.4 grömm).
„8 grömm af salti er því um 3200 mg
afNatríum“.
Allir þurfa á natríum að halda en
flestir borða of “natríum-auðuga“
fæðu. Natríum bindur vökva sem get-
ur orsakað óeðlilega vökvasöfnun í
líkamanum. Auk þess er álitið að
mikil neysla hafi áhrif á háþrýsting.
Natríum er steinefni sem finnst í
allri fæðu mismunandi mikið eftir
fæðutegundum. Það er meira af natr-
íum í mjólk, osti, skyri, fiski og eggj-
um, en minna í grænmeti, ávöxtum,
fitu og kornmat. Unnar matvörur
innihalda yfirleitt mun meira magn af
natríum heldur en ferskar matvörur
t.d. innihalda 100 g af mögru hráu
lambakjöti um 78 mg af natríum, en
lOOgaf hráuhangikjöti um 1560 mg.
Við getum minnkað saltneyslu
okkar með því að borða minna af
söltum og reyktum mat. Einnig með
því að borða frekar ferskt eða fryst
grænmeti í staðinn fyrir niðursoðið
(niðursoðið grænmeti er yfirleitt soð-
ið niður með salti). Einnig má nota
minna af salti við matreiðslu það má
krydda fæðuna með mörgu öðru en
salti.
Tillögur um krydd sem nota má með
og/eða í staðinn fyrir salt.
Nautakjöt: lárviðarlauf, basil, hvít-
laukur, laukur, steinselja, salvía,
thyme(blóðberg).
Kjúklingar: Engifer, laukur,
paprika, pipar, salvía (sage), karrý
thyme(blóðberg)), kjúklingakrydd
ef það er ekki bætt með salti.
Lambakjöt: Karrý, mint, laukur,
pipar, rosemary, salvía(sage)
Svínakjöt: Thyme, dill oregano,
sítrónusafa, marjoram, pipar, tarra-
gon, edik.
Fiskur: Thyme(blóðberg), dill, or-
egano, sítrónusafi, marjoram, pipar,
tarragon, edik.
Grænmeti: Kanill, karrý, dill, engi-
fer, cítrónusafi, mint, muskat, lauk-
ur, steinselja, edik.
Einnig má krydda með: Sveppum,
sinnépsdufti, vanillu, möndlum og
graslauk.
í merkingum matvara s.s. mjólkuraf-
urðum, brauðum og mörgum öðrum
unnum matvörum er næringargildi
vörunnar yfirleitt merkt. Þar er oft
hægt að lesa hve mikið natríum er í
viðkomandi vöru. Er það þá yfirleitt
merkt í 100 grömmum af tiltekinni
fæðutegund eða í vissum skömmtum.
Ef við t.d. lesum utan á fernu af létt-
mjólk kemur í ljós að í 100 g af létt-
mjólker47 mg af Natríum ogþar sem
hvert mjólkurglas tekur um 200 til
250 g þá mundi Natríummagn í 1
mjólkurglasi vera um 94 til 117 mg af
Natríum.
Þær matvörur sem ekki eru merkt-
ar með nærginargildi eru yfirleitt
merktar með innihaldslýsingu. Með
því að lesa hana getum við oft áttað
okkur á hvort mikið af natríum sé í
tiltekinni fæðutegund. Ef við lesum
að viðkomandi fæðutegund innihaldi
“salt, sódíum, natríum, Natríum-
Chlorid og/eða Monosodium Gluta-
mate(MSG) og að það er talið upp
fljótlega í innihaldslýsingu þá er tölu-
vert magn af salti í viðkomandi fæðu
og ber því að neyta varlega ef við
þurfum að varast mikla saltneyslu.
1DAGSBRON 1 Verkamannafélagið DAGSBRÚN LINDARGOTU 9 - PÓSTHÓLF 792 - 121 REYKJAVlK - SlMI 25S33 %Hltíma bf. Laugavegi 63 Sími 22208 Vitastígsmegin
17