Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 2
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... GILDRAN Þessi magnaða auglýsing birtist í Mosfellspóstinum í júní árið 1989. Aðeins tvö ár voru þá liðin frá því að Mosfellssveit varð Mosfellsbær. Hljómsveitin Gildran átti stóran þátt í að vekja athygli á okkar ört vaxandi byggðarlagi. Þeir Gildru- félagar gáfu út fjölda hljómdiska og kynntu sig ævinlega sem rokkhljómsveit úr Mosfellsbæ. Í umsögnum eru þeir m.a. sagðir: „Óbeislað afl með eigin sál og hljóm“ og „Grjótharðir Mosfell- ingar“. Mynd: Karl Tómasson, trommur/slagverk, Birgir Haraldsson, gítar/söngur, Þórhallur Árnason, bassi. Úr safni Mosfellspóstsins Áfram Afturelding MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 7. júní Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Frá síðustu kosningum hefur Mos-fellingum fjölgað um 1.500 manns. Fjölgun á kjörtímabilinu nemur rúmum 16% og er sú allra mesta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er rosalega mikil fjölgun og spennandi verður að vita hverja nýbúarnir munu kjósa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Glöggt er gests augað og allt það... Þetta gæti haft mikið að segja þegar talið verður upp úr kössunum. Nú eru innan við 10 dagar til kosninga og baráttan farin að harðna. Alltaf eru einhverjir sem fara í leðjuslaginn og njóta sín best þar. Aðrir eru málefnalegir og láta vita hvað þeir hafa gott fram að færa fyrir bæjarfélagið. Í framboði eru 144 Mosfellingar á 8 listum. Nýtum okkur þann lýðræðislega rétt sem við höfum og mætum á kjörstað laugardaginn 26. maí. Það ættu allir að geta geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á framboðslist- unum er heilmikið af góðu fólki sem vill vinna bænum okkar til heilla. Það er frábært fyrir okkur hin. Baráttan um bæinn Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 héðAN oG þAðAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.