Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 44

Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 44
Við sem skipum lista Framsóknar hér í Mosfellsbæ stöndum fyrir hefðbundin gildi flokksins. Frjáls- lynda félagshyggju, umbætur og samvinnu, manngildi ofar auðgildi. Framsókn hefur hagsmuni heildar- innar í fyrirrúmi. Stefna flokksins í orði og verki byggist á jákvæðni sem leitast við að sætta ólík sjónarmið og vinna gegn öfg- um. Við viljum að duglegt fólk hafi svigrúm til athafna um leið og við tryggjum að þeir sem þarfnast aðstoðar njóti liðsinnis sam- félagsins. Í okkar augum er samfélag sam- vinna, þar sem fólk hjálpast að um leið og það fær að njóta sín sem einstaklingar. Árið 2014 lögðu við Framsóknarmenn mikla áherslu á byggingu nýs fjölnota íþróttahúss. Nú sé ég að aðrir flokkar eru á sömu línu og er það gott. Mosfellsbær verður að sjá sóma sinn í að nýtt fjölnota- hús rúmi þá miklu aðsóknaraukningu sem orðið hefur t.d. í fótbolta. Samnýting verður svo að vera við sem flestar aðrar íþróttir og má síðan nýta sem skjól fyrir veðrum til lýðheilsuverkefna t.d. léttra íþrótta eldri borgara. Arðsemi af heilbrigði aldraða er mikil. Framlög til íþrótta- og tómstundamála þeirra er því baráttumál okkar Framsókn- armanna enda kemur slíkt margfalt til baka í lægri umönnunarkostnaði og ekki síst ánægðari borgara. Yfirleitt þegar skóla bæjarins ber á góma hefur fólk ákveðnar skoðanir og auðvitað vilja foreldar að börnin séu í góðum skólum. Skólastarf er einn mikilvægasti málaflokkur sérhvers sveitafélags. Annars vegar vegna þess að sá málaflokkur er stór útgjaldaliður sveitafélagsins. Hins vegar vegna þess að gott skólastarf leggur grunn að framtíð barnanna okkar. Skólar verða aldrei betri en starfsfólkið sem þar vinnur. Við ætlum að forgangsraða í þágu menntunar og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. Það er hreint til skammar hversu núver- andi meirihluti hefur látið heilbrigðisþjón- ustu og þjónustustig drabbaðst niður. Engu hefur verið bætt við og þó aðallega verið skorið niður ... með Sjálfstæðisflokkinn í helstu ráðuneytum, m.a. heibrigðisráðu- neytið, og á sama tíma með meirihluta í Mosfellsbæ. Já, þetta er til skammar, við getum gert miklu betur og það ætlum við Framsóknarmenn að gera. Elskurnar mínar, það eru 8 listar í boði en það er bara einn XB. Sveinbjörn Ottesen oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ. Hvers vegna Framsókn? - Aðsendar greinar44 Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur hvarvetna trausts. Á undanförnum árum hefur þessi trausta fjárhagsstaða verið nýtt til að auka þjónustu við bæjarbúa og lækka álögur. Grettistaki hefur t.d. verið lyft í þjónustu við yngstu börnin m.a. með því að setja á laggirnar ungbarnadeildir á leikskólunum og lækka leikskólaaldurinn niður í 13 mánaða aldur. Álagningarhlutföll fasteignaskatts hafa lækkað um rúm 15%, heita vatnið og leikskólagjöldin lækkuð um 5%, afsláttur af fasteignagjöldum til eldri borgara hefur hækkað verulega, frístundaávísun hækkað um 280% og útsvar verið lækkað svo eitt- hvað sé nefnt. Á næsta kjörtímabili ætlum við Sjálf- stæðisfólk í Mosfellsbæ að halda áfram á sömu braut. Við ætlum m.a. að miða við að öll börn 12 mánaða og eldri eigi kost á leikskólaþjónustu og við ætlum að halda áfram að lækka álögur á íbúa og tryggja áfram trausta og ábyrga fjármálastjórn með gegnsæi að leiðarljósi. Góð afkoma bæjarsjóðs Forsenda þess að hægt sé að lækka álög- ur og stórauka þjónustuna eins og raun ber vitni er að fjárhagur sveitarfélagsins sé traustur og afkoma góð. Á síðasta ári var um 560 mkr. rekstrarafgangur af bæjarsjóði og á árunum 2015-17 var samtals um 900 mkr. rekstrarafgangur. Á sama tíma var veltufé frá rekstri jákvætt um samtals 3.500 mkr. en veltufé frá rekstri er ein mikilvæg- asta kennitala sveitarfélaga. Hún mælir hvað miklir fjármunir eru eftir á banka- reikningnum þegar búið er að greiða allan kostnað og leiðrétta fyrir reiknuðum liðum eins og verðbótum og afskriftum. Heildarfjárfestingar á þessu tímabili voru hinsvegar um 3.240 mkr. eða töluvert lægri upphæð en veltufé frá rekstri. Þetta þýðir að allar fjárfestingar á þessum tíma voru fjármagnaðar með eigin fjármunum og afgangur til upp í afborganir skulda. Þetta á sér stað á einum af mestu uppbyggingar- tímum bæjarins sem hlýtur að teljast afar góður árangur. Skuldahlutfall lækkar Þegar vinstri menn stjórnuðu bænum fram til ársins 2002 var skuldahlutfallið komið í 200%. Samkvæmt núver- andi fjármálareglum sveitarfélaga hefði slík staða kallað á alvarleg- ar aðgerðir eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga gagnvart Mosfellsbæ og væri stutt í að bæn- um yrði skipuð fjárhaldsstjórn. Sjálfstæðismenn tóku við stjórn- artaumunum í Mosfellsbæ árið 2002 og hefur skuldaviðmið farið hríðlækkandi allt frá því og var komið niður í 109% af tekjum í árslok 2017. Árið 2002 var veltufé frá rekstri neikvætt um rúmar 100 mkr. á núvirði sem þýddi að taka þurfti lán fyrir venjubundn- um rekstri eins og greiðslu launa. Það var afar alvarleg staða. Nú er öldin önnur og allt annar bragur á fjárhag Mosfellsbæjar og sem dæmi er tekið að miðað við núverandi hlutfall veltufjár frá rekstri tæki það sveitarfélagið um 6 ár að greiða niður allar skuldir bæjarins ef um engar fjárfestingar væri að ræða. Það þætti góð staða á hverju heimili. Mosfellsbær nýtur trausts Mosfellsbær nýtur mikils og góðs trausts sem sést best á því að fjármögnun fram- kvæmda hefur gengið vel og að bænum bjóðast vextir sem eru með því lægsta sem býðst. Fyrr á þessu ári var tekið lán til endurfjármögnunar á 2,58% vöxtum sem er með því allra lægsta sem þekkist hjá sveitarfélögum. Gott lánstraust og lágir vextir eru meðal annars vegna góðs og trúverðugs rekstrar bæjarins og þess að bærinn hefur og getur staðið við skuldbindingar sínar. Bærinn hefur aðgang að hagkvæmum lánalínum hjá bönkum og lánastofnunum sem stuðlar að lægri vaxtakostnaði sem gerir bænum unnt að spara sér vaxtakostnað og hafa veltufjárhlutfallið undir einum sem fátítt er meðal sveitarfélaga. Á þessum trausta grunni viljum við Sjálfstæðisfólk halda áfram að byggja bæ- inn okkar upp í góðu samstarfi við frábært starfsfólk Mosfellsbæjar. Settu X við D þann 26. maí n.k. Það skiptir máli hverjir stjórna. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ. Traust fjárhagsstaða Mosfellsbæjar Eitt af verkefnunum fram undan er að takast á við húsnæðisvanda tekjulægri hópa í Mosfellsbæ. Á undanförnum árum hefur íbúðaverð og leiga hækkað langt umfram launahækkanir og neyð- arástand skapast sem bitnar hvað harðast á þeim sem hafa minnstar og lágar meðaltekjur. Sveitarfélög eru í lykilstöðu til að hafa áhrif til lækkunar á húsnæðisverði. Þau hafa skipulagsvaldið og ber lagaleg skylda til að sjá þeim efnaminnstu fyrir húsnæði. Undir stjórn D- og V-lista hefur Mosfells- bær sýnt litla fyrirhyggju þegar kemur að því að ráða bót á þessum vanda og beita sér fyrir lækkun íbúða- og leiguverðs. Félagslegt húsnæði í lágmarki Samkvæmt könnun Velferðarráðuneytis- ins frá árinu 2016 er framboð á félagslegu húsnæði misjafnt eftir sveitarfélögum. Samt er það verkefni lögbundið. Mosfellsbær kom illa út úr könnuninni og er framboðið hér með því lægsta sem gerist. Orsökin er sú að meirihluti D- og V-lista hefur fylgt þeirri stefnu að byggja hvorki né kaupa íbúðir. Frá árinu 2002 hefur Mosfellsbær keypt eina félagslega íbúð til viðbótar við þær þrjátíu sem fyrir voru. Viðkvæðið hefur verið að taka frekar íbúðir á leigu með tilliti til fjölskyldustærðar. Sú stefna heldur þó ekki vatni í sveitarfélagi þar sem framboð á leiguhúsnæði hefur nánast ekki verið neitt þar til nú. Í dag er leigumarkaðurinn að glæðast og nýlega tók Mosfellsbær á leigu þrjár félagslegar íbúðir til viðbótar. Reynd- ar leysir það ekki málið því leiguverð stóru leigufélaganna er himinhátt og þau mis- jafnlega viljug til að leigja sveitarfélögum íbúðir í félagslegum tilgangi. Eina úrræðið er því að kaupa húsnæði eða setja kvaðir í skipulag um að byggjendur fjölbýlishúsa geri ráð fyrir svo og svo mörgum íbúðum fyrir tekjulægri hópa. Unga fólkið og tekjulægstu 25%-in Á Norðurlöndum er almennt miðað við að íbúar greiði ekki meira en 25% af launum sínum eftir skatta í húsnæðiskostnað. Á Íslandi er þetta hlutfall 50% samkvæmt upplýsingum Íbúða- lánasjóðs. Margir búa því við lítið húsnæðisöryggi og eiga í erfiðleikum með að standa í skilum. Í þessum hópi er mest af ungu fólki, eftirlaunaþegum og náms- mönnum. Sveitarfélög hafa ýmsar leiðir til að hafa áhrif á verðþróun á húsnæðismarkaði. Mosfellsbær á reyndar ekki mikið af skipu- lögðu landi innan byggðarmarka en með örlítið meiri fyrirhyggju í kjölfar hrunsins hefði verið hægt að hafa áhrif þegar stór hluti byggingarlands varð eign bankastofn- ana. Það er umhugsunarefni af hverju Mos- fellsbær nýtti ekki þetta tækifæri. Helga- fellsland, Leirvogstunga, Lágafellsland og Blikastaðaland voru og eru að stórum hluta í eigu skilanefnda, banka og sparisjóða. En hvað hefði sveitarfélagið getað gert? Í fyrsta lagi að semja um kaup á landi og gera heildarendurskoðun á fyrirliggjandi skipulagi. Í kjölfarið setja kvaðir í skipulag. Í öðru lagi semja við byggingar- og leigufélög sem ekki eru hagnaðardrifin. Samkvæmt lögum um almennar íbúðir frá 2016 hafa Íbúðalánasjóður og sveitarfélögin heimild til að niðurgreiða húsnæði fyrir tekjulægri hópa um samtals 30% með svokölluðu stofnframlagi til byggingaraðila. Nú er lag Mosfellingur góður til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðismálum ungs fólks og tekjulægri hópa. Með því að setja X við Í á kjördag kjósið þið stjórnmálaafl sem starfar af festu og heiðarleika fyrir alla. Sigrún H. Pálsdóttir er oddviti á Í-lista íbúahreyfingar og Pírata. Geta allir búið í Mosfellsbæ? Mosfellsbær er fallegt samfélag með vinalegu fólki. Við konan mín fluttum í bæinn fyrir áramót með börnin okkar, Eric þriggja ára og Leiu fimm ára. Leikskólinn sem þau eru á er einn sá besti sem við höfum kynnst og grunnskólinn sem þau munu sækja virkar mjög traustvekjandi. Ég vona að börnin fái að njóta þess tómstundastarfs sem í boði er þegar fram líða stundir, en umfram allt vil ég að þeim líði vel. En það eru blikur á lofti Ég hef áhyggjur af þróun skólamála í Mos- fellsbæ þrátt fyrir stutta búsetu í bænum. Ég horfi á hverfi rísa þar sem tvö hundruð börn búa og er þeim ætlað að sækja skóla í öðru hverfi sem þegar er yfirsetinn. Önnur hverfi eru einnig í byggingu þar sem upp- haflega var gert ráð fyrir 52 íbúðum en er samkvæmt deiliskipulagi er búið að hækka þá tölu í 212 íbúðir. Ekki er fyrirsjáanlegt í hvaða skóla börnin í því hverfi eiga að fara. Þessu hef ég áhyggjur af. Það sem heillaði okkur fjölskylduna við bæinn var hugmyndin um heilnæmt og heilsusamlegt samfélag fyrir fjölskyldu okk- ar. Nánd við náttúru, barnvænt umhverfi og ásýnd bæjarins hafði áhrif á val okkar. Nú viljum hvergi annars staðar búa en ég hef áhyggjur. Þörfin fyrir nýtt húsnæði má ekki ganga á gæði skólaumhverfisins og upplifun barna okkar. Við megum ekki gefa eftir í skipulags- og skólamálum þó að við séum undir pressu að fjölga íbúðum í Mosfellsbæ. Það eru blikur á lofti um að líðan barna og ungmenna fari versnandi og það sem kom okkur á óvart hvað einelti virðist vera algengt. Það er mikilvægt að við sýnum gott fordæmi og ráðumst saman í að vinna bug á þessum vanda fyrir börnin, unga fólkið og bæinn okkar. Hluti af þessu er að huga að samhliða uppbyggingu hverfa séu leikskólar og grunnskólar til staðar sem taki við nýjum nem- endum. Skólarnir þurfa að vera vel mannaðir og hver skóli að hafa íþrótta- og tónlistar- aðstöðu. Umfram allt verðum við að passa að börnunum okkar líði vel í skólanum sín- um og heildræn samvinna sé milli fagaðila í málefnum skólabarna. Mín framtíðarsýn fyrir bæinn er einföld. Ég vil heilnæmt og heilsusamlegt um- hverfi fyrir börnin og að Mosfellsbær verði skipulagður af sérfræðingum í samstarfi við bæjarbúa. Taka þarf tillit til allra þátta sem eru nauðsynlegir hverju samfélagi, eins og skóla í nýjum hverfum. Mosfellsbær á að vera með gagnsæja stjórnsýslu sem nýtir þátttöku bæjarbúa sem vegvísi til framtíðar. Með gegnsæi, fagmennsku og íbúaþátttöku að leiðarljósi verður bæjarfélagið okkar betra. Við sköpum vettvang fyrir einstaklinga og hópa til að taka þátt í umræðum um málefni Mosfellsbæjar. Við sýnum fordæmi hvernig við komum saman og leysum úr málum. Það væri gott veganesti fyrir unga fólkið okkar. Það væri mér heiður að fá að taka þátt í því starfi fyrir börnin okkar, nýja vini og nágranna. Framtíðin er í Mosfells- bæ. Friðfinnur Finnbjörnsson er í 3. sæti Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ. Framtíðin er í Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.