Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 52

Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 52
Vinnufrí Ég var norður á Ströndum í síðustu viku að hjálpa til að standsetja hús sem stórfjölskyldan á þar. Þetta var fjögurra daga ferð. Lífið var mjög einfalt. Við vöknuðum snemma. Unnum fram á kvöld. Tókum nokkrar matarpásur. Fórum í sund eða heitan pott eftir vinnu. Sofnuðum snemma. Það var ekkert sjónvarp í húsinu. Slökkt á útvarpinu. Ég ákvað að taka netfrí þessa daga og vissi því lítið hvað var að gerast í hinum stóra heimi utan Bjarnarfjarðar. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti á að halda. Hausinn fékk frí á meðan líkaminn vann. Góður félagskapur og vinnufélagar. Vinnan gekk vel en það var ekkert stress eða læti. Veðrið var notalegt. Það er mikil gróðursæld í firðinum og urmull af fuglum af ýmsu tagi að vinna í vorverkunum rétt fyrir utan húsið. Ég mæli virkilega með nokkra daga frívinnuferðum þar sem maður skiptir alveg um umhverfi og hvílir sig á því sem maður fæst við dags daglega. Það er gott fyrir líkamlega og andlega líðan og maður skilur eitthvað eftir sig í leiðinni. Það var líka gott að koma til baka. Sultuslakur og hlaðinn orku. Klár í að halda áfram með lífið heima og hlakka til alls þess sem á eftir að gerast í sumar. Þetta verður viðburðarríkt og skemmtilegt sumar. Á mörgum sviðum. Eitt sem ég hlakka mikið til er að fara á Guns N‘ Roses tónleikana á Laugardalsvelli í júlí. Mér finnst ég eiga tónleikana skilið eftir að hafa ferðast um Evrópu fyrir nokkrum árum með góðum félögum, haldandi á sístækkandi bunka af Guns N‘ Roses tólftommum (vínyllinn tekur vel í). Þeir hefðu alveg mátt koma fyrr blessaðir en betra er seint en aldrei og ég bíð spenntur eftir þeim. Er með hina hráu G N‘ R Lies plötu í eyrunum á meðan ég skrifa þessar pælingar. Stillt hátt! Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is - Heilsa og ferðalög52 Helgina 27-30. apríl fóru 19 hressar konur á vegum Kvennadeildar SVFR í laxveiði- ferð í River Dee í Skotlandi en áin er ein frægasta laxveiðiá Evrópu. Í þessum hópi voru 4 núverandi og fyrrverandi Mosfellingar, þær Anna Reynis sem er formaður Kvennadeildarinnar, Hjördís Bartmars, Anna Sigurveig (Veiga) Magnúsdóttir og Guðrún Z. Jónsdóttir. Laxveiðin byrjar í febrúar í Skotlandi en í júní á Íslandi og því var tilvalið að lengja veiðitímabilið enda margir laxveiðimenn orðnir spenntir fyrir veiðisumrinu. AnnA Sigurveig, HjördíS, guðrún og AnnA reyniS Laxveiðiferð til Skotlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.