Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 6
Viðreisnarhornið er á jarðhæð í Kjarna. Opið virka daga kl. 16-18 og um helgar kl. 14-16 vidreisnmoso.is B R E Y T T V I N N U B R Ö G Ð 1. Valdimar Birgisson, 2. Lovísa Jónsdóttir, 3. Ölvir Karlsson, 4. Hildur Björg Bæringsdóttir, 5. Magnús Sverrir Ingibergsson, 6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 7. Karl Alex Árnason, 8. Elín Anna Gísladóttir, 9. Ari Páll Karlsson, 10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir, 11. Pétur Valdimarsson, 12. Erla Björk Gísladóttir, 13. Vladimír Rjaby, 14. Guðrún Þórarinsdóttir, 15. Jóhann Björnsson, 16. Sara Sigurvinsdóttir, 17. Sigurður Gunnarsson, 18. Hrafnhildur Jónsdóttir Umboðsmaður bæjarbúa Ópólitískur bæjarstjóri Opið bókhald og aðkoma íbúa að ákvörðunum Gagnsæir, einfaldir og skýrir ferlar í skipulagsmálum Framsækin skólastefna og bættur aðbúnaður kennara og nemenda Endurbættur Varmárskóli, nýr skóli í Leirvogstungu og sjálfstætt starfandi skólar Félagsaðstaða fyrir Aftureldingu og jöfn tækifæri fyrir börn óháð efnahag Fyrirmyndarsamfélag í okkun sorps og endurvinnslu Árangursmælikvarði á lífsgæði íbúa Við ætlum að hlusta á ykkur og saman gerum við Mosfellsbæ framúrskarandi Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFi Fundur með frambjóð- endum til bæjarstjórnar í mosfellsbæ 22. maí FaMos félag aldraðra í Mosfellsbæ heldur opinn fund að Eirhömrum þriðjudaginn 22. maí kl. 17:00. Til fundarins verður boðið fulltrúum frá framboðunum átta og eru eldri borgarar og allir Mosfellingar boðnir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fulltrúarnir munu svara nokkrum gefnum spurningum um hagsmunamál eldri borgara og síðan verða leyfðar spurn- ingar úr sal. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 19:00. Stjórn FaMos myndir frá hálendi íslands 23. maí Miðvikudaginn 23. maí ætlar Úrsúla Jünemann að vera með ljósmynda- sýningu á skyggnutjaldi í borðsal kl. 13:30. Sýndar verða fallegar myndir frá hálendi Íslands sem Úrsúla hefur tekið á ferðalögum sínum um landið. Allir velkomnir að koma og njóta. málað á steina Dagana 22., 23., 29. og 30. maí ætlum við í handverksstofunni að mála á steina hinar ýmsu myndir. Silla vinkona okkar leiðbeinir okkur hvernig við eigum að bera okkur að við málunina. Endilega vertu með, allt efni á staðnum og efniskostnaði er haldið í lág- marki. Skráning nauðsynleg á staðnum eða í síma 586-8014/698-0090. Kvennahlaup/ganga 31. maí Eins og undanfarin ár verður farin sérstök kvennahlaupsganga frá Eirhömrum fimmtudaginn 31. maí kl 14:00. Umsjón- armenn verða Alfa og Halla Karen. Bolirn- ir verða seldir á skrifstofu félagsstarfsins á Eirhömrum kl. 13-16 virka daga í sömu viku. Hvetjum sem flesta til að mæta, börn, barnabörn og fjölskyldur vel- komnar að labba með ömmu/mömmu. Heiðursmenn afhenda verðlaunapening og rós að loknu hlaupi/göngu. A.T.H Vegalengd verður miðuð við getu hvers þátttakanda Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs. sumarfrí félagsstarfsins og dagskrá sumarsins Í sumar verður ekki send út vikudagskrá enda engin sérstök námskeið í gangi. Gang- an er auðvitað allt árið þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 11 frá Eirhömrum. Vegna lokunar verður engin starfsemi í handavinnustofu 23. júlí - 7. ágúst. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Útdrætti lokið um lóðir í Leirvogstungu Mánudaginn 7. maí kl. 15.00 fór fram fundur á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, þar sem dregið var úr umsóknum um 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu. Framkvæmd útdráttar var í höndum fulltrúa sýslumanns og var fundur- inn opin öllum umsækjendum. Nú stendur yfir vinna við könnun á því hvort skilyrðum úthlutunar sé fullnægt varðandi þær umsóknir sem dregnar voru út. Að þeirri vinnu lokinni verður lóðunum úthlutað. Engir framboðslistar í Kjósarhreppi Engir framboðslistar bárust kjör- stjórn í Kjósarhreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí næstkomandi og verður því um persónukjör að ræða í sveitarfé- laginu. Nú er skorað á áhugasama kröftuga einstaklinga með lögheim- ili í Kjósarhreppi að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í sveitarfélaginu. Fyrir átta árum gáfu átta manns formlega kost á sér. Kjörsókn var 79,5%. Oddviti er Guðmundur H. Davíðsson og sveitarstjóri er Guðný H. Ívarsdóttir. Hún situr jafnframt í hreppsnefndinni. Í Kjósarhreppi bjuggu 221 þann 1. janúar 2018. Viðreisnarhornið er á jarðhæð í Kjarna. Opið virka daga kl. 16-18 og um helgar kl. 14-16 vidreisnmoso.is B R E Y T T V I N N U B R Ö G Ð 1. Valdimar Birgisson, 2. Lovísa Jónsdóttir, 3. Ölvir Karlsson, 4. Hildur Björg Bæringsdóttir, 5. Magnús Sverrir Ingibergsson, 6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 7. Karl Alex Árnason, 8. Elín Anna Gísladóttir, 9. Ari Páll Karlsson, 10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir, 11. Pétur Valdimarsson, 12. Erla Björk Gísladóttir, 13. Vladimír Rjaby, 14. Guðrún Þórarinsdóttir, 15. Jóhann Björnsson, 16. Sara Sigurvinsdóttir, 17. Sigurður Gunnarsson, 18. Hrafnhildur Jónsdóttir Umboðsmaður bæjarbúa Ópólitískur bæjarstjóri Opið bókhald og aðkoma íbúa að ákvörðunum Gagnsæir, einfaldir og skýrir ferlar í skipulagsmálum Framsækin skólastefna og bættur aðbúnaður kennara og nemenda Endurbættur Varmárskóli, nýr skóli í Leirvogstungu og sjálfstætt starfandi skólar Félagsaðstaða fyrir Aftureldingu og jöfn tækifæri fyrir börn óháð efnahag Fyrirmyndarsamfélag í okkun sorps og endurvinnslu Árangursmælikvarði á lífsgæði íbúa Við ætlum að hlusta á ykkur og saman gerum við Mosfellsbæ framúrskarandi Mosfellsbær fyrst sveitarfélaga • 23 starfsmenn útskrifaðir eftir 150 stunda þjálfun Útskrifa sérhæfða starfs- menn íþróttamannvirkja Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sér- hæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið. Námið var þróað og útfært í samstarfi við starfsmenn og forstöðumenn íþrótta- mannvirkja í Mosfellsbæ, en umsjón og framkvæmd verkefnisins var í höndum starfsþjálfunarfyrirtækisins Skref fyrir skref sem hefur sérhæft sig í fullorðinsfræðslu og starfsþróun. Mosfellsbær er fyrst sveitafélaga til þess að veita starfsmönnum aðgang að þessari tegund starfstengds náms en sérstaklega er kveðið á um það í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar. auka fagmennsku og vellíðan í starfi Í upphafi útskriftarinnar, sem haldin var í íþróttamiðstöðinni Kletti, bauð Haraldur Sverrisson gesti velkomna. Að því loknu sagði forstöðumaður íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, Sigurður Guðmundsson, frá markmiðum námsins. Meginmarkmið námsins er að auka fagmennsku og vellíðan í starfi og byggja upp traust, ábyrgð, samstarf og virkni á vinnustaðnum. Þá sagði Hansína B. Einars- dóttir hjá Skref fyrir skref frá uppbyggingu námsins. Loks afhenti Linda Udengaard fram- kvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs viðurkenningarskjöl til þátttakenda. grunnur að góðri þjónustu „Við hjá Mosfellsbæ viljum standa vel að þjálfun og starfsþróun okkar starfsmanna. Þetta nám er vel til þess fallið að styðja við starfsmenn íþróttamannvirkja um leið og við styrkjum þá þjónustu sem við veitum íbúum í íþróttahúsum og laugum Mosfells- bæjar. Vel þjálfaðir og ánægðir starfsmenn sem geta þróast í sínu starfi eru grunnur að góðri þjónustu og öryggi í okkar íþrótta- mannvirkjum. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og þetta nám styður við okkar vinnu í þeim efnum enda varðar það í senn þjónustu, öryggi og framþróun starfseminnar,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells- bæjar. Útskriftarhópnum afhentar viðurkenningar starfsmenn fagna áfanganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.