Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 17.05.2018, Blaðsíða 36
Birna Kristín nýr for- maður Aftureldingar Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram í vallarhúsinu að Varmá 7. maí. Fundurinn var snarpur en góður því kosning í stjórn félagsins var eina mál á dagskrá. Birna Kristín Jónsdóttir var kjörin nýr formaður félags- ins. Hún tekur við formennsku af Dagnýju Kristinsdóttur sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2015. Birna þekkir félagið vel enda verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár. Aðalstjórn Aftur- eldingar 2018-2019 er eftirfarandi: Birna Kristín Jónsdóttir, formaður, Geirarður Long, Gunnar Skúli Guð- jónsson, Haukur Skúlason, Kristrún Kristjánsdóttir, Sigurður Rúnar Magnússon og Þórdís Sveinsdóttir. - Íþróttir36 SUMARNÁMSKEIÐ Aftureldingar Frjálsíþróttir Handbolti Knattspyrna KörFubolti sund Nánari upplýsingar á www.afturelding.is Lokahóf handknattleiks- deildar Aftureldingar var haldið laugardagskvöld- ið 12. maí. Hófið var hið glæsilegasta en að því stóðu meistaraflokkar karla og kvenna, ásamt barna- og unglingaráði. Valin voru efnilegustu og bestu leikmenn meistaraflokka fyrir tímabiiið 2017-2018. Besti leikmaður kvenna var kjörin Þóra María Sigurjónsdóttir og efnilegasti leikmaður var Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir. Besti leikmaður karla var Elvar Ásgeirsson og sá efnilegasti Gestur Ólafur Ingvason. Lokahóf handboLtans haraldur, Þóra maría, Brynja rögn og davíð einar andri, elvar og gestur ólafur Æfa með landsliðinu Nú á dögunum voru þrír iðkendur úr afrekshóp karatedeildar Aftureldingar valin til að æfa með landsliðinu í kata. Þetta eru þau Máni Hákonarson, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrýsson. Á myndinni má sjá þau ásamt Karin Hägglund, fyrrum landsliðsþjálfari Svía í kata, á æfingum sem karatesambandið stóð fyrir 20.-22. apríl. Helgina 27.-29. apríl sáu sensei Steven Morris, 7. dan, og sensei Paul Lapsley, 5. dan, ásamt Colin aðstoðarþjálfara um árlegar æfingabúðir og beltagráðun hjá karatedeildum Aftureldingar og Fjölnis. Helgin hófst á æfingabúðum í Egilshöll fyrir brún- og svartbeltara og hélt áfram laugardaginn 28. apríl opin öllum aldurshópum. Fyrri hluta dags var æft kata, bunkai og kumite og yngri iðkendur tóku beltapróf. Síðdegis hófst svo eiginleg beltagráðun brún- og svartbeltara sem stóð til kl. 18. Að þessu sinni tóku fjórir iðkendur 1. dan svart belti en einnig bættust þrír nýir svartbeltarar í hópinn sem fengu Shodan ho. Það var glatt á hjalla að Varmá þegar hvað fjölmennast var í húsinu á laug- ardagsmorgninu. Yngstu iðkendurnir gáfu ekkert eftir og fylgust vel með þótt þau hafi eflaust á fullt í fangi með skilja skoskuna. máni, oddný, Karin og Þórður Árlegar æfingabúðir með skoskum meisturum ungir KarateiðKendur Uppskeruhátíð Blaksambandsins Í uppskeruhófi Blaksambands Íslands sem var þann 11. maí var valið í lið ársins í Mizunodeild karla og kvenna ásamt því að veita einstaklingsverðlaun. Í liði ársins hjá konum átti Afturelding tvo fulltrúa en Kristina Apostolova var frelsingi (líberó) og Fjóla Rut Svavarsdóttir var valin sem önnur af miðjumönnum ársins. Fjóla fékk einnig viðurkenningu fyrir að vera stigahæsti leikmað- urinn í hávörn. Í vali á efnilegustu leikmönnum Mizuno- deildanna var Ólafur Örn Thoroddsen valin efnilegasti leikmaður karla en Ólafur Örn er 17 ára gamall og spilaði stöðu frelsingja í vetur. Keppnistímabilið hjá kvennaliði Aftureldingar lauk í enda apríl en liðið lék til úrslita um Íslands- meistaratitilinn við Þrótt frá Neskaupsstað. Þróttarar höfðu betur í einvíginu og stóð uppi sem sigurvegari en lið Aftureldingar varð í öðru sæti. Liðið varð einnig í öðru sæti í deildarkeppn- inni og féll út í undanúrslit- um Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands fyrir Þrótti Neskaupsstað. Uppskera liðsins eftir tímabilið er því 2 silfur og ljóst að liðið er ávallt að keppa til úrslita þó að herslumuninn hafi vantað uppá til að klára gullið þetta árið. Silfurlið Aftureldingar í Mizunodeild kvenna í blaki ólafur örnfjólaKristina Magnað Maraþon! 3. flokkur karla í knattspyrnudeildar Aftureldingar heldur í keppnisferð til Barselóna í sumar. Til að afla fjár til ferðarinnar tóku piltarnir sig til og spiluðu knattspyrnu sleitulaust í 12 klst, laugardaginn 12. maí. Vinum, vandamönnum og bæjarbúum gafst svo kostur á að heita á knattspyrnuhetjurnar. Áheitasöfunun gekk mjög vel en á aðra milljón króna söfunuðust. Þetta var langur, þreyttur en mjög skemmtilegur og eftirminnilegur dagur. Strákarnir vilja senda þakklætiskveðjur til styrktaraðila og bæjarbúa fyrir stuðninginn. Afturelding! Áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.