Mosfellingur - 16.05.2013, Side 4

Mosfellingur - 16.05.2013, Side 4
www.lagafellskirkja.is Sunnudagur 19. maí Lágafellskirkja kl.11.00 Hvítasunnudagur Sr. Skírnir Garðarsson Sunnudagur 26. maí Mosfellskirkja kl.14.00 Kirkjudagur Hestamanna- félagsins Harðar. Hópreið hestamanna til kirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Sunnudagur 2. júní Lágafellsskóli kl. 20.00 Skráning fermingarbarna Sr. Ragnheiður Jónsdóttir kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelgiHald næStu vikna w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s Vættir og væntum­ þykjufólk í Listasal Steinunn Marteinsdóttir hefur opn- að sýningu sína Vættir og væntum- þykjufólk í Listasal Mosfellsbæjar. Í verkunum hefur Steinunn gjarnan horft til fjalla og fugla, mýra og móa en inn í söng og rúnir náttúrunnar hefur hún gjarn- an ofið óræðu lífi vætta sem eru ef til vill ættaðar úr þjóðtrú og þjóð- ararfi. Í nýjustu verkunum gætir persónulegri stefja en áður. Þar vilja nú fá að birtast endurminningar sem bregða á sig blæ fjarlægðar og erfitt er að höndla, minningar um staði og stundir æskunnar, um kært fólk úr fortíð og nútíð. Eða eins og segir í kvæði Gríms Thomsens : „Svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg“. Steinunn var var valin bæjarlistamaður Mosfells- bæjar árið 2003 en hún hefur búið og starfað að list sinni á Hulduhól- um síðustu áratugina. Sýningin í Listasalnum stendur til 7. júní og er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins. Eurovision dansleikur á laugardagskvöldið Hið eina sanna Euroband heldur stórdansleik í Hlégarði að loknu úr- slitakvöldi Eurovision laugardaginn 18. maí. Friðrik Ómar og Regína Ósk ásamt hljómsveit munu þar flytja 60 bestu Eurovision lögin á balli. Sér- stakur gestur er Selma Björnsdóttir. Húsið opnar kl. 23 og mun dj Early þeyta réttu skífunum til að hita upp mannskapinn. Miðaverð er 2.500 kr. og eru miðar seldir við innganginn. „Eina alvöru Eurovisionballið,“ segir í tilkynningu þar sem lofað er einstökum viðburði. Það hefur borið á því að undanförnu að unglingar hafi verið að stelast í sundlaug- ina við Gljúfrastein í Mosfellsdal á kvöldin eða á nóttunni. „Það er algörlega bannað að nota sund- laugina í þessum tilgangi en hún er hluti af safninu á Gljúfrasteini. Við viljum gjarnan geta sýnt hana eins og hún var en hún vekur jafnan athygli meðal gesta sem heimsækja safnið. Við förum þess á leit við fólk að það virði þetta bann,“ segir Guðný Dóra Gests- dóttir forstöðumaður Gljúfrasteins. „Búið er að koma upp eftirlitsmyndavél við Gljúfrastein til að vakta húsið og sund- laugina, ég hef áhyggjur af því að þarna geti orðið slys, sérstaklega þegar áfengi er haft um hönd. Í samráði við lögregluna er vakin athygli á þessu í þeirri von að fólk virði þetta bann og að foreldrar séu vakandi fyrir þessu og hvetji börn og unglinga til að fara að settum reglum,“ segir Guðný Dóra og bætir við að mikil umferð göngufólks sé um svæðið í kringum Gljúfrastein á þessum árstíma. „Ekkert hefur verið amast við því enda sjálfsagt að fólk gangi hér um sér til skemmtunar og heilsubótar. En þessar sundlaugarferðir ungs fólk eru vanda- mál. Við hikum ekki við að tilkynna það til lögreglu ef við verðum vör við slíkar heimsóknir að kvöldi eða næturlagi,“ segir Guðný Dóra að lokum. Ólöglegar sundlaugaferðir á Gljúfrasteini tilkynntar lögreglu fólk virði lög og reglur Mosfellsbær og Landsbankinn hafa gert með sér samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu í Helgafellslandi en Landsbankinn hefur nýverið eignast lóðir og lendur í hverfinu vegna uppgjörs við Helgafellsbyggingar hf. Þar með lýkur nokkurra ára stöðnun og óvissu um uppbyggingu í hverfinu. Samkvæmt samkomulaginu mun Mosfellsbær meðal annars annast gatnaframkvæmdir, gerð göngustíga og frágang á svæðinu. Mosfellsbær mun einnig koma upp grunnþjónustu en þess má geta að fræðslunefnd hefur nýverið samþykkt að undirbúningur skuli hafin á skólabyggingu á svæðinu en þar er bæði gert ráð fyrir leik- og grunnskóla. Landsbankinn lætur Mosfellsbæ í té óskipulagt land í Helgafelli og stendur straum af gatnagerðargjöldum. 1000 íbúða blönduð byggð fjölbýlis- og sérbýlishúsa Í Helgafellslandi er gert ráð fyrir um 1000 íbúða blandaðri byggð fjölbýlis- og sérbýlishúsa. Hverfið er staðsett á einum fallegasta stað í Mosfellsbæ, við rætur Helgafells, og er án efa eitt glæsilegasta byggingarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Því er það fagnaðarefni fyrir íbúa Mosfellsbæjar að skriður skuli komast á uppbyggingu í hverfinu á ný. „Það er mikið fagnaðarefni að óvissu sé eytt um Helgafellshverfið og við hjá Mosfellsbæ munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að liðka til fyrir áframhaldandi uppbyggingu þar,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Búist við að framkvæmdir hefjist fljótlega Eftirspurn eftir íbúðum í Mosfellsbæ hefur verið töluverð að undanförnu og því má búast við að byggingarframkvæmdir hefj- ist þar fljótlega. Gera má ráð fyrir að í hverfinu verði eitthvað um minni íbúðir sem henta vel fyrir ungar fjölskyldur. Bærinn mun nú á næstunni ráðast í framkvæmdir í hverfinu sem verða til góðs fyrir þá sem þar búa nú sem og þá sem þangað munu flytja í fram- tíðinni. Friðrik S. Halldórsson framkvæmdastjóri Hamla, dótturfélags Landsbankans, segir að bankinn fagni samkomulaginu við Mos- fellsbæ. Með því sé mikilsverðum áfanga náð. ,,Það er ánægjulegt fyrir Landsbankann að geta með þessum hætti tekið þátt í upp- byggingu í Mosfellsbæ og við teljum að með þessu samkomulagi sé málið allt komið á góðan rekspöl.“ Áframhaldandi uppbygging • Mosfellsbær og Landsbankinn gera með sér samkomulag Óvissu eytt um Helgafellsland skriður er kominn á uppbygg- ingu við rætur helgafells

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.