Mosfellingur - 16.05.2013, Page 6

Mosfellingur - 16.05.2013, Page 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Salome Þorkelsdóttir 1979-1995 (Sjálfstæðisflokkur) Sigríður Anna Þórðardóttir 1991-2007 (Sjálfstæðisflokkur) Valdimar Leó Friðriksson 2005-2007 (Samf., Ufl., Frjálsl.) Ragnheiður Ríkharðsdóttir 2007-? (Sjálfstæðisflokkur) Aðeins fjórir Mosfellingar á þingi síðustu þrjá áratugina Ragnheiður áfram á þingi Stálu risa krókódíl úr áhaldahúsinu Útskornum krókódíl úr timbri var stolið frá læstu geymslusvæði við áhaldahúsið á dögunum. Um er að ræða útskorinn timbur krókódíl sem er leiktæki fyrir yngri kynslóðina og setja átti í Ævintýragarðinn til að gleðja börnin. Hann er ansi stór og þungur þannig að það ætti ekki að fara milli mála ef hann hefur endað einhvers staðar utandyra. Eftir talsverða leit og hjálp sam- borgara fannst krókódíllinn á miðju stofugólfi í heimahúsi. Hann er því kominn aftur í geymslu þar til hann fær að njóta sín í Ævintýragarðinum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir verður áfram eini Mosfellingurinn á Alþingi Íslendinga á næsta kjörtímabili. Ragnheiður skipaði 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi. Hér fyrir neðan má sjá þá Mosfellinga sem starfað hafa á Alþingi síðustu árin. Alþingiskosningar fóru fram laugardag- inn 27. apríl og var kjörfundur í Lágafells- skóla. Kosningaþátttaka var dræm til að byrja með en jókst eftir því sem leið á dag- inn. Kjörsókn í heild var 83,12% sem er rétt yfir meðaltalinu í Suðvesturkjördæmi en er þó lægra en í síðustu Alþingiskosningum. Í tilefni af 70 ára afmæli Félags íslenskra sjúkraþjálfara fyrir þremur árum fóru sjúkraþjálfarar í hinum ýmsu sveitarfé- lögum af stað með samfélagsverkefni, sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning. Eitt þeirra var verkefnið „Að brúka bekki”, framkvæmt í samvinnu við Félög eldri borgara og hefur það nú skilað sér í Mosfellsbæinn. Verkefn- ið er því samstarfsverkefni Félags íslenskra sjúkraþjálfara, Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ. Hreyfing til heilsubótar „Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að eldra fólk stundi hæfilega hreyfingu sér til heilsubótar. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að með því að stunda reglubundna hreyfingu helst eldra fólk hressara og heilbrigðara lengur, er lengur sjálfbjarga og getur dvalið lengur heima. Það er því allt til þess vinnandi að hvetja eldra fólk til að hreyfa sig reglulega, m.a. með því að ganga. Tvær nýjar íslenskar rannsóknir, báðar framkvæmdar af meist- aranemum í heilbrigðisvísindum við Há- skólann á Akureyri, hafa leitt í ljós að eitt það helsta sem hindrar eldra fólk til göngu sér til heilsubótar er skortur á bekkjum. Hálka er önnur títtnefnd hindrun,“ segir Steinunn A. Ólafsdóttir sjúkraþjálfari. Gönguleiðir í nágrenni Eirhamra Nokkrir sjúkraþjálfarar í Mosfellsbæ, ásamt Félagi eldri borgara í Mosfellsbæ (FaMos), leituðu til bæjarfélagsins í átaki til að fjölga bekkjum í bænum. Hugmyndin var að kortleggja nokkrar stuttar gönguleið- ir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs. „Skemmst er frá að segja að fulltrúar Mosfellsbæjar tóku þessari umleitan okkar afar vel og hafa séð um að útvega og setja bekkina upp. Settir hafa verið upp bekkir á tveimur gönguleiðum, 800 og 1100 m., sem liggja í nágrenni við Eirhamra. Gönguleið- irnar voru formlega vígðar þann 18. apríl s.l. Þessar gönguleiðir munu fá sérstaka at- hygli þegar kemur að snjóruðningi, hálku- vörnum og lýsingu,“ segir Steinunn. Mosfellsbær hefur staðið að útgáfu korts af leiðunum sem finna má í miðopnu blaðsins í dag og á vef Mosfellsbæjar. Sjúkraþjálfarar bæjarins vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út. Það er stutt í næsta bekk! Í miðopnu blaðsins að þessu sinni má finna kort af gönguleiðum sem liggja í nágrenni við Eirhamra. Mosfelling- ar eru hvattir til að geyma kortið og nýta sér gönguleiðirnar og bekkina óspart. KoRt í miðopnu bLAðSinS Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013 VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2013. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mos- fellsbæ, sem til greina koma sem bæjarlistamaður ársins 2013. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ, og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu, koma til greina. Þá set- ur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni. Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mos- fellsbæjar í síðasta lagi 1. júní 2013. Ábendingar skulu berast rafrænt í gegnum heimasíðu bæjarins. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar Bekkjum fjölgað í nágrenni Eirhamra og gönguleiðir kortlagðar • Kort í miðopnu blaðsins Hvetja fólk til að brúka bekki nýir bekkir hafa verið settir upp í grennd við eirhamra Rekstraryfirlit að- gengilegt fyrir íbúa Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins verður kynnt í bæjarráði á fimmtudag og síðan gert aðgengilegt fyrir íbúa á heimasíðu Mosfellsbæjar í fyrsta skipti. Markmið með birtingunni er aukið upplýsingastreymi til íbúa og er í takti við lýðræðisstefnu bæjarins.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.