Mosfellingur - 16.05.2013, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 16.05.2013, Blaðsíða 18
 - Börnin í bænum18 VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Hreinsun á götum og gangstéttum Ágætu bæjarbúar. Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttar og götur bæj- arins. Til að það verði sem best gert þurfum við á ykkar aðstoð að halda. Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að leggja ekki ökutækj- um eða öðrum farartækjum á götunum eða gangstéttum meðan á hreinsun stendur. Ennfremur eru bæjarbúar hvattir til að hreinsa í kringum híbýli sín og fá aðstoð starfsmanna þjónustumiðstöðvar í síma 566 – 8450 til að fjarlægja bílhræ og stærri hluti. Eftirtalda daga munu starfsmenn þjónustumið- stöðvar sjá um þvott og hreinsun á götum og gangstéttum í hverfunum: 21. maí - Reykja og Krikahverfi 22. maí - Teiga- og Helgafellshverfi 23. maí - Holtahverfi 24. maí - Tangahverfi 27. maí - Hlíða- og Hlíðartúnshverfi 28. maí - Höfðahverfi 29. maí – Leirvogstunga Gleðilegt sumar Umhverfissvið Mosfellsbæjar Kyndill færir sKólabörnum gjöf Félagar úr björgunarsveitinni Kyndli heimsóttu á dögunum 1. bekk Krikaskóla og færðu öllum börnunum endurskins- vesti að gjöf. Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við góð fyrirtæki gefur þessi vesti til að nota í vettvangsferðum. Um 4500 börn eru í árganginum á landinu öllu. Þema verk- efnisins er „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim. Á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína. Á myndinni má sjá Adelu og Einar frá Kyndli ásamt krökkunum og Svövu Björk kennara. fjölskyldustemning að varmá arnór, fanney og svava svipmyndir úr lokatíma íþróttaskóla barnanna

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.