Mosfellingur - 16.05.2013, Qupperneq 22

Mosfellingur - 16.05.2013, Qupperneq 22
Þann 1. maí fóru Mosverjar í hreinsunarleiðangur og gengu meðfram Varmánni, tóku upp rusl og hreinsuðu ána sjálfa. Þessi vaska sveit fann meðal annars reiðhjól, hlaupa- hjól og hluta af sófasetti í ánni. Var þetta liður í fjáröflun en í sumar fara 13 vaskir skátar frá Mosverjum til Liechtenstein á skátamót. Einnig stendur til að ganga í hús og selja eitthvað góðgæti fyrir Eurovision og eru bæjarbúar hvattir til að taka vel á móti þeim. - Hvað er að frétta?22 Á 111 ára fæðingardegi Halldórs K. Laxness kepptu tólf nemendur í 6. bekk Lágafellsskóla til úrslita í upplestrar- keppni sem kennd er við nóbelsskáldið. Allir keppendur lásu texta og ljóð úr verkum Laxness sem þau völdu sjálf í samráði við umsjónarkennara sinn. Sigurvegarinn, Ástríður Magnúsdóttir úr 6-KI, fékk til eignar Laxnessbikarinn og bók eftir skáldið en allir fengu viðurkenn- ingarskjal og blóm fyrir þátttökuna. Mjög erfitt var fyrir dómarana að gera upp á milli keppenda. Á hópmyndinni eru frá vinstri: Birta, Rakel, Brynja, Andri, Eva, Ástríður, Fanney, Hlynur, Sólveig, Guðrún, Vigdís og Ólafur ásamt Jóhönnu skólastjóra. Vorboðar, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur starfað af krafti í vetur og komið fram við hin ýmsu tækifæri undir styrkri stjórn Páls Helgasonar sem var útnefndur bæjar- listamaður Mosfellsbæjar 2012. Vorboðar eru að sjálfsögðu stoltir af sínum ástsæla stjórnanda. Vorboðar verða með kóramót þann 26. maí að Gullhömrum í Grafarholti ásamt fjórum öðrum kórum. Hinir kórarnir eru Hljómur frá Akranesi, Eldey úr Reykja- nesbæ, Gaflarakórinn úr Hafnarfirði og Hörpukórinn frá Selfossi. Þessir fimm kórar skiptast á að halda kóramótið ár hvert. Vorboðar bjóða Mosfellingum og öðrum landsmönnum á tónleikana í Gullhömrum og hefjast þeir kl. 16 og aðgangur er ókeyp- is. Vorboðar vilja koma á framfæri þakklæti til Mosfellsbæjar, FaMos (Félag aldraðra í Mosfellsbæ) og allra þeirra fjölmörgu fyr- irtækja og einstaklinga fyrir ómetanlegan stuðning sem gerir Vorboðum kleift að halda þetta glæsilega kóramót. Prestar safnaðarins kalla öll verðandi fermingarbörn Lágafells- sóknar sem fermd verða vorið 2014 og foreldra/forráðamenn þeirra til kvöldguðsþjónustu í Lágafellsskóla sunnudaginn 2. júní kl. 20. Eftir guðsþjónustuna fer fram skráning fermingabarna ársins 2014 og „kirkjukaffi“. Það er orðin viss hefð í starfi okkar hér í söfnuðinum að við köllum fermingabörn næsta árs til skráninga á vorin. Þetta er góður tími fyrir okkur í kirkjunni, að hitta börn og foreldra, taka upp kynnin og eiga góða stund saman í guðsþjónustunni. Margir eru nú þegar farnir að spyrjast fyrir um hvort hægt sé að ákveða fermingardaginn og er gefinn kostur á því við skráningu. Fermingardagar vorsins 2014 verða: 23. og 30. mars 6. 13. og 17. apríl Kynningarbréf verður sent öllum foreldrum og forráðamönnum barna í Lágafellssókn þegar nær dregur 2. júní. Prestar Lágafellssóknar. Skráning fermingarbarna vorsins 2014 KvöLdguðsÞjónusta í LágaFELLssKóLaSkátarnir hreinsa Varmána LaxneSSinn 2013 Hópurinn sem keppti til úrslita Ástríður magnúsdóttir Vorboðar starfa af krafti vorboðinn syngur í kjarna fyrir kærleiksvini sína af skÁlatúni ...stútfullt af hrísgrjónum, steiktu grænmeti, kjúkling, salsa og osta- sósu og gratínerað í ofni. Borið fram með salati, nachos, guacamole, sýrðum rjóma og salsasósu. KjúKlinga-burrito HáHolt 13 - s. 5666-222 1.790 Kr. Grillum fisk í sumar

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.