Mosfellingur - 16.05.2013, Page 26

Mosfellingur - 16.05.2013, Page 26
 - Íþróttir3426 Þann 14. maí var undirritaður samstarfssamningur milli N1 og Ungmennafélagsins Aftureldingar. Samningurinn er til þriggja ára og inniheldur umfangsmikið samstarf beggja aðila. Á næstu þremur árum munu Íþróttamannvirkin að Varmá ganga undir nafni N1, þ.e. N1 völlurinn og N1 höllin. N1 leggur metnað sinn í að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf félagsins. Á mynd- inni eru Ívar Ragnarsson fyrir hönd N1 og Guðjón Helgason formaður Aftureldingar, við þjónustustöð N1 í Mosfellsbæ, að undirrita samning- inn. Á myndinni eru einnig nokkrir iðkendur félagsins. Samstarfssamningur undirritaður milli N1 og Aftureldingar • Íþróttamannvirkin að Varmá munu ganga undir nafni N1 N1 hölliN og N1 völluriNN Hér má sjá n1 völlinn og n1 Höllina samningurinn Handsalaður á n1 stöðinni í HáHolti byrjunarliðið gegn þrótti byrjunarliðið gegn njarðvík telma þrastardóttir er komin Heim elvar ingi vignisson sprækur með boltann M yn di r/ Ra gg iÓ la Boltinn byrjaður að rúlla • Stelpunum ekki spáð falli úr Pepsideild líkt og síðustu ár • Strákunum spáð upp í 1. deild Sigur í fyrstu heimaleikjum sumarsins Knattspyrnutímabilið er nú hafið af fullum krafti. Meistara- flokkur kvenna leikur sem fyrr í Pepsideildinni líkt og síð- ustu fimm ár og hefur leikið tvo leiki. Fyrsta leik sumarsins töpuðu þær gegn Val en á þriðjudaginn unnu þær sannfær- andi 2-0 heimasigur gegn Þrótti. Næsti leikur stelpnanna er á laugardaginn kl. 14 á Selfossvelli. Strákarnir leika í 2. deild líkt og undanfarin ár en sam- kvæmt spekingum er því spáð að breyting verði þar á. Fyrsti leikur sumrsins var háður á heimavelli gegn Njarðvík og endaði sá leikur með þægilegum 3-1 sigri. Strákarnir féllu þó úr leik í Borgunarbikarnum í vikunni þegar þeir töpuðu fyrir Þrótti 2-4. Næsti leikur er á laugardaginn þegar Höttur kemur í heimsókn og hefst leikurinn kl. 14. Mosfellingar eru kvattir til að mæta á völlinn í sumar og hvetja Aftureldingu til sigurs.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.