Mosfellingur - 12.01.2012, Side 6
Hér gætu komið
opnunartímar.
letur Footlight
Uppbyggjandi og
skemmtilegt starf
POWERtalk deildin Korpa var stofn-
uð 1986 og verður því 26 ára á þessu
starfsári. Meðlimir Korpu hittast
tvisvar sinnum í mánuði og æfa sig
í að standa upp og tala, flytja ýmis
verkefni, undirbúin og óundirbúin,
æfa sig í fundarsköpum, stjórnar-
setu, samvinnu, markmiðssetningu
og ýmsu fleiru. Öll kennsla og þjálf-
un fer fram af reyndari félögum en
mikill lærdómur er einnig fólginn í
því að miðla reynslu og leiðbeina.
Þann 18. janúar verður haldinn
opinn kynningarfundur þar sem
sérstök áhersla verður lögð á að gefa
góða innsýn í félagsstarfið. Með-
limir Korpu hvetja alla Mosfellinga
og nærsveitarmenn til að koma og
kynna sér starfið og fá sér hressingu
í leiðinni. Korpa fundar fyrsta og
þriðja miðvikudag í mánuði kl. 20
í safnaðarheimili Lágafellssóknar,
Þverholti 3, 3. hæð. Nánari upplýs-
ingar á www.powertalk.is.
Bjarki stendur fyrir
Laxdælunámskeiði
Um þessar mundir stendur yfir
Laxdælunámskeið á vegum eldri
borgara í Mosfellsbæ. Bjarki Bjarna-
son er kennari á námskeiðinu sem
er haldið í Brúarlandi. Laxdæla er
ein af þekktustu Íslendingasög-
unum og er rituð á 13. öld; þar er
meðal annars greint frá hinum
átakanlegu ástarmálum Guðrúnar
Ósvífursdóttur, Kjartans Ólafssonar
og Bolla Þorleikssonar. Stór hluti
sögunnar gerist í Dalasýslu og
þátttakendur í námskeiðinu hyggja
á ferð á söguslóðir þegar snjóa leysir
í vor.
Þegar Guðrún Ósvífursdóttir var spurð að því á gamalsaldri hvern hún hefði elskað mest svaraði hún:
„Þeim var ég verst er ég unni mest.“
Helga Dögg Reynisdóttir og Bryngeir Jónsson eignuðust dreng þann 2. janúar 2012
Fyrsti Mosfellingur ársins
Fjölskyldan í Rituhöfðanum.
Reynir Björn, Helga Dögg,
Bryngeir, Lilja Laufey og
nýfæddi drengurinn.
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
Hér gætu komið
opnunartímar.
letur Footlight
Laugardaginn 21. janúar verður þorrablót
Aftureldingar haldið í íþróttahúsinu að
Varmá. Þetta er í fimmta sinn sem blótið
er haldið í þessari mynd. Þorrablótið er
einn stærsti menningarviðburður af þessu
tagi sem haldinn er í Mosfellsbæ ár hvert.
Forsala miða er í Olís Langatanga og borða-
pantanir fara fram sunnudaginn 15. janúar
á milli 17-18 með sama hætti og undanfar-
in ár. Allur ágóði af þorrablótinu rennur til
barna- og unglingastarfs Aftureldingar.
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði,
en Vignir í Hlégarði sér um þorramatinn og
verður einnig með létta rétti fyrir þá sem
ekki treysta sér í þorrann. Leikarinn góð-
kunni, Halldór Gylfason, verður veislu-
stjóri og Ingó og veðurguðirnir leika svo
fyrir dansi. Metalrokkbandið Stormsveitin,
sem skipuð er fimm manns og 16 manna
karlakór, mun stíga á stokk en feðgarnir
Sigurður Hansson og Arnór Sigurðsson
eru upphafsmenn af því. „Mig hefur lengi
langaði að taka eitt metalrokklag og útsetja
það með karlakór. Í haust létum við Arnór,
sem er í Bob Gillan, verða að því og köll-
uðum saman hóp af mönnum. Hugmyndin
gekk upp og úr varð að við erum búnir að
æfa í allt haust og verðum með okkar fyrsta
„gigg“ á þorrablótinu. Útkoman er vægast
sagt spennandi og passar vel á svona sam-
komu.“
Það er orðin hefð hjá mörgum vinahóp-
um, vinnustöðum og félagasamtökum að
mæta saman á blótið og búist er við góðri
þátttöku í ár. Mosfellingar eru hvattir til að
mæta, skemmta sér með sveitungum sínum
og styrkja Aftureldingu um leið. aó
Metalrokkbandið Stormsveitin tekur lagið á þorrablóti Aftureldingar í íþróttahúsinu
Hitað upp fyrir þorrablótið
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
stífar æfingar
hjá stormsveitinni
Þann 2. janúar kl. 23.53 fæddist fyrsti Mos-
fellingur ársins 2012 á Landspítalanum.
Það var drengur sem mældist 18 merkur
og 54 cm. Foreldrar hans eru Helga Dögg
Reynisdóttir og Bryngeir Jónsson og búa
þau í Rituhöfðanum. Drengurinn er þriðja
barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Lilju
Laufeyju 5 ára og Reyni Björn 3 ára. „Hann
átti að koma í heiminn 29. desember, en
ákvað frekar að verða fyrsti Mosfellingur
ársins. Lilja Laufey, stóra systir hans, átti
líka að fæðast 29. desember en vildi það
ekki heldur en hún verður einmitt sex ára
þann 12. janúar,“ segir Helga.
Mosfellingur greindi frá því í haust að
Helga, sem er nýútskrifaður ljósmyndari,
gaf fæðingagangi Landspítalans sjö falleg-
ar myndir af ungbörnum sem prýða veggi
deildarinnar. „Það var mjög gaman og
öðruvísi að koma upp á fæðingargang eftir
að ég frískaði uppá veggina þar, gangurinn
var mun smekklegri í þetta skiptið,“ segir
Helga og hlær. Mosfellingur óskar fjöl-
skyldunni til hamingju með drenginn.
Eldri borgarar
Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814
Menningarkvöld FaMos
FaMos verður með menningarkvöld eða opið
hús mánudaginn 16. jan. kl 20 í Hlégarði.
ATHUGIÐ! Breyttur fundardagur
og fundarstaður.
Á dagskráin verður: Bæjarlistamaður Mosfells-
bæjar, Bergsteinn Björgúlfsson, segir frá sjálfum
sér og verkum sínum. Leikfélag Mosfellsbæjar
flytur dagskrána Mórar og meyjar. Kaffinefndin
býður upp margrómað kaffihlaðborð að venju.
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Leikfimi byrjar 19. jan. kl. 10.45. Kennari verður
Karin Mattson sjúraþjálfari. Tekið verður á móti
þátttökugjaldi, kr. 3.000, á skrifstofu félagsstarfsins
á Eirhömrum á milli kl. 13 og 16.
Tréskurðarnámskeið byrjar 12. jan. kl. 12.30.
Bókbandsnámskeið byrjar 24. jan. kl. 13.
Leirnámskeið byrjar 19. jan. kl. 10-12.
Skartgripagerð verður vikuna 23. – 27. jan.
Glerverkstæði er opið alla þriðjudaga kl. 10-12.
Leikhúsferð
Leikhúsferð verður farin, á vegum félags-
starfsins, föstudaginn 27. janúar, á leikritið
Hjónabandssælu sem sýnt er í Gamla bíói.
Þetta er gamanleikur með Ladda og Eddu
Björgvins, sem fara með aðalhlutverkin.
Miðasala er á skrifstofu félagsstarfsins og
er miðaverð kr. 3.655. Farið verður með
rútu frá Eirhömrum kl. 19.30.
HáHoLTI 13-15 - SíMI: 578 6699 - opIÐ ALLA vIrkA dAGA 10-18:30
Hér gætu komið
opnunartímar.
letur Footlight