Mosfellingur - 12.01.2012, Side 12

Mosfellingur - 12.01.2012, Side 12
 - Viðtal / Mosfellingurinn Erlendur Hólm Gylfason Erlendur Hólm eða Eddi eins og hann er ávallt kallaður er traustur og góður samstarfsfélagi og ég get sagt þér að hann er með lífsglaðari mönn- um sem ég hef hitt í gegnum tíðina enda er hann oft kallaður sjómaðurinn síkáti. Eddi er yfirleitt búinn að snúa öllu því sem hann segir og gerir upp í grín, og hlátur hans fer ekki framhjá neinum. Hjá hon- um eru ekki til vandamál, heldur lausnir og hann er svona maður sem kallar ekki allt ömmu sína, enda harður nagli,“ segir Ingólfur Arnarson skipsfélagi Erlends á Helgu Maríu AK 16 er ég bið hann um að lýsa félaga sínum í stuttu máli. „Ég fluttist vestur á Barðaströnd mánað- ar gamall og var alinn upp hjá ömmu minni og afa ásamt tveimur frænkum mínum. Amma og afi ráku lítið bú og voru bæði með beljur og kindur. Sumarið 1966 brann bærinn okkar til kaldra kola og það var talið kraftaverki líkast að við komumst af þessa nótt því húsið brann niður á örskammri stundu. Ég man ekki mikið eftir þessu en það var afi sem bjargaði mér úr brennandi húsinu.“ Á vergangi í nokkra mánuði „Við fjölskyldan vorum á vergangi næstu mánuði á eftir á nærliggjandi bæjum í sveitinni eða þar til amma og afi kaupa jörðina Hreggstaði sem er enn í eigu fjöl- skyldunnar. Jörðinni fylgdi selveiðiréttur og ég man hvað ég var glaður að fá að fara með afa að leggja sellagnirnar en þá var ég átta ára gamall. Þetta var okkar helsta fæða yfir hörðustu vetrarmánuðina en við seld- um síðan eitthvað af skinninu til að kaupa helstu nauðsynjar.“ Erlendur Hólm er fæddur á Akranesi 8. júlí 1961. Foreldrar hans eru þau Guðrún Gísladótt- ir sjúkraliði og Gylfi Axelsson sjómaður en hann er látinn. Stjúpfaðir Erlends er Ólafur Ólafsson gröfumaður. Erlendur á þrjú hálf- systkini, þau Þórð Grétar fæddan 1969, Ólaf Valberg fæddan 1977 og Mörtu Gíslrúnu fædda 1979. Sambýliskona Erlends er Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir leikskólastarfsmaður, börn þeirra eru þau Gylfi Hólm fæddur 2002 og Tanja Ýr fædd 2006. Frá fyrra sambandi á Erlendur dótturina Ástríði Rán fædda 1992 og hún á soninn Arngrím Hólm Arngrímsson. Keypti fimm tonna trillu „Ég byrjaði sjómennsku mína níu ára gamall en þá fór ég á grásleppu og skak með Alla Gísla móðurbróður mínum sem er frá Patreksfirði. Við Alli fiskuðum vel og þarna byrjaði ég að vinna mér inn pening. Ég stundaði sjóinn öll sumur með Alla til fjórtán ára aldurs en þá sótti ég um á togaranum Guðmundi í Tungu frá Patró og fór með honum tólf túra. Þegar ég var fimmtán ára fór ég á mína fyrstu vertíð á dag- róðrarbátinn Örvar. Við vorum á balalínu og um borð voru sex kátir karlar og þarna byrjaði sjómennskan fyrir alvöru“ segir Eddi og brosir. „Árið 1977 keypti ég fimm tonna trillu með Gísla frænda mínum og hélt áfram á grásleppu- veiðunum þrjú sumur.“ Svaf í blautum fötum „Ég réð mig á línu og netabátinn Garðar BA 64 sem háseti haustið 1978. Þessi bátur var smíðaður árið 1912 og var ekki mjög glæsilegur. Káetugólfið var yfirleitt gutl- andi í sjó sem náði upp á miðja ökla. Til að komast í koju þurfti ég að troða mér í lítið gat og þar var maður sæmilega skorðaður. Við þurftum iðulega að sofa í blautum og illa lyktandi fötum og það var ekki notaleg tilfinning,“ segir Eddi og grettir sig í framan við tilhugsunina. Skrikaði fótur á bryggjunni „Ég var á bátunum Maríu Júlíu BA og Þrym BA 7 til skiptis og bjó í verbúð á Patr- eksfirði. Það var oft ansi mikið fjör í ver- búðinni, mikið drukkið og djammað fram á nætur. Ég held ég gleymi seint þeirri stund er ég gekk hálfryðgaður niður að bryggju eftir eitt partýið, mér skrikaði fótur með þeim afleiðingum að ég féll í sjóinn og stórslasaðist á bak- inu eftir að hafa runnið niður bryggjustólpann sem var allur þakinn af hrúðurköllum. Þetta er blessunarlega í eina skiptið sem ég hef lent í óhappi á sjó.“ Ég spyr hann í framhaldinu hvort hann verði aldrei hrædd- ur um líf sitt út á sjó? „Nei, ég hef verið alveg laus við það og reyni að hugsa sem minnst um það.“ Á togara með ísmanninum „Ég og Dúddi bróðir létum smíða fyrir okkur 6 tonna bát sem við gerðum út saman. Við stunduðum grásleppuveiðar og skak í átta sumur og það var alveg hreint frábær tími. Árið 1989 réði ég mig svo á frystitogarann Arinbjörn RE, skipstjórinn þar var enginn annar en Sigurður Pétursson, þekktur sem ísmaðurinn mikli. Siggi P. er einn sá víga- legasti sem ég hef hitt á ævinni.“ Eins og ein stór fjölskylda „Á Tjaldinum frá Rifi stundaði ég sjó- mennsku í átta ár en í dag starfa ég á frystitogaranum Helgu Maríu AK 16. Skip- stjórinn þar, Eiríkur Ragnarsson, er mikill snillingur og ansi vel fiskinn. Helga María er mjög gott skip með 27 manna áhöfn og við erum úti 4-5 vikur í einu. Klefarnir sem við höfum til afnota eru til fyrirmyndar í alla staði. Unnið er á sex tíma vöktum allan sólarhringinn. Strákarnir sem vinna með mér um borð eru allt toppstrákar og ég lít á þá sem bræður mína. Við erum í raun eins og ein stór fjölskylda og þarna ríkir góður andi.“ Gott að búa í Mosfellsbæ „Að flytja í Mosfellsbæ árið 1990 er eitt af því besta sem ég hef gert um ævina. Hér er svo gott að búa og ala upp börn og vera í návist við náttúruna. Þetta er ekkert ósvipað og að búa úti á landi, ég kynntist strax mörgu fólki sem eru mjög góðir vinir mínir í dag. Við fjölskyldan höfum gaman af því að ferðast og reynum að komast erlendis ann- að hvert ár en ferðumst innanlands þess á milli því það er alveg hreint ómetanlegt að þekkja landið sitt vel.”Fjölskyldan: Erlendur, Ragnheiður Ásta, Gylfi Hólm og Tanja Ýr. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is 12 Myndir: Ingólfur Arnarson og úr einkasafni Sumarið 1966 brann bær- inn okkar til kaldra kola og það var talið kraftaverki líkast að við komumst af þessa nótt. Sjómennskan Fullt nafn: Erlendur Hólm Gylfason. Fjölskylduhagir: Þeir eru mjög góðir, bý með konunni minni og tveimur börnum okkar. Frá fyrra sambandi á ég átján ára dóttur Ástríði og hún á lítinn dreng, Arngrím Hólm. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Það er útsýnið frá Úlfarsfellinu. Hver myndi leika þig í bíómynd? Bruce Willis. Áttu þér óuppfylltan draum? Já, og alveg hreint helling af þeim. Uppáhaldsveitingastaður? Áslákur var í miklu uppáhaldi í gamla daga. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Reyni að láta sem minnst fara í taugarnar á mér, vil gera gott úr öllu. Hvert er þitt helsta takmark í lífinu? Halda áfram að vera ég sjálfur. HIN HLIÐIN Erlendur Hólm Gylfason sjómaður er hæstánægður með ævistarf sitt og segir það bæði litríkt og skemmtilegt er mér í blóð borin

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.