Mosfellingur - 12.01.2012, Síða 18
janúar
tilboð
Nýr framkvæmda
stjóri Aftureldingar
Jóhann Már Helgason hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Aftur-
eldingar og hefur tekið til starfa.
Jóhann Már er 26
ára gamall stjórn-
málafræðingur,
fæddur í Reykja-
vík en uppalinn í
Garðabæ. Hann
lauk stúdents-
prófi frá Fjöl-
brautaskólanum
í Garðabæ og útskrifaðist með BA
gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla
Íslands. Jóhann hefur starfað sem
framkvæmdastjóri Stúdentaráðs
Háskóla Íslands og undanfarin
tvö ár á fyrirtækjasviði Creditinfo.
Jóhann hefur verið mjög virkur í
félagsstörfum í gegnum tíðina og
var m.a. varaformaður Politica,
félags stjórnmálafræðinema og sat í
Stúdentaráði Háskóla Íslands.
Þorsteinn áfram
með Aftureldingu
Knattspyrnudeild Aftureldingar
hefur gengið frá samkomulagi við
Þorstein Magnússon um að sinna
áfram þjálfun meistarflokks karla
hjá félaginu.
Þorsteinn tók við
þjálfun liðsins á
miðju tímabili
2010 og hefur náð
góðum árangri
með liðið. Í fyrra
var liðið hárs-
breidd frá því að
fara upp um deild og í sumar á að
klára það verkefni. Þorsteinn er með
mikla reynslu af þjálfun, sérstaklega
markvarða. Það er því fengur fyrir
félag eins og Aftureldingu að hafa
Þorstein við stjórnvölinn.
Keppir í skíðagöngu
á Ólympíleikum
Afreksmaðurinn og Mosfellingurinn
Gunnar Birgisson var á dögunum
valinn af ÍSÍ til að taka þátt skíða-
göngu fyrir hönd Íslands á fyrstu
Ólympíuleikum ungmenna sem
haldnir eru í Innsbruck í Austurríki.
Á leikunum munu rúmlega 1.000
keppendur á aldrinum 14-18 ára
frá meira en 60 löndum keppa í 15
vetraríþróttum. Leikarnir hefjast
föstudaginn 13. janúar og þeim
lýkur sunnudaginn 22. janúar.
Ísland mun eiga tvo keppendur í
Alpagreinum skíðaíþrótta og einn
í skíðagöngu. Gunnar, sem er er
félagi í Skíðagöngufélaginu Ulli, er
Íslands- og bikarmeistari í flokki 17-
19 ára. Gunnar er í unglingalands-
liðinu og tók einnig þátt í Ólympíu-
leikum æskunnar 2011 sem fórum
fram í Tékklandi.
- Íþróttir18
Knattspyrnudeild Aftureldingar endurnýjaði nýlega samninga við
nokkra af sínum lykilleikmönnum í meistarflokki karla. „Mikill
uppgangur er nú hjá Aftureldingu sem ætlar sér stóra hluti á kom-
andi knattspyrnusumri. Liðið var hársbreidd frá því að fara aftur
upp í fyrstu deild í fyrra og nú á að stíga skrefið til fulls. Gaman er
að geta þess að allir leikmennirnir sem undirrituðu samninga að
þessu sinni eru uppaldir í Mosfellsbæ, utan Írans John Andrews
sem verið hefur með liðinu frá árinu 2008,“ segir Pétur Magnússon
nýr formaður meistaraflokksráðs karla.
Á næstunni mun knattspyrnudeildin svo ljúka við að semja við
fleiri leikmenn. Meðfylgjandi mynd er frá undirrituninni sem fram
fór á Hvíta Riddaranum.
Efri röð: Þorsteinn Magnússon þjálfari
og Pétur Magnússon formaður
meistaraflokksráðs karla. Neðri röð:
Arnór Snær Guðmundsson, Wentsel
Steinarr R. Kamban, Sigurbjartur Sigur
jónsson, Sævar Freyr Alexandersson,
Axel Lárusson og John H. Andrews.
Knattspyrnudeild Aftureldingar endurnýjar samninga við lykilmenn fyrir komandi tímabil
Samningar við lykilmenn
Nýjir tímar eru framundan í Taekwondodeild Aftureldingar
í vor. Gamli kennarinn hann Jón Levy er kominn aftur, og er
orðinn yfirkennari deildarinnar. Búið er að setja upp nýjan
nemendavef afturelding.tki.is fyrir nemendur og foreldra
þar sem allar æfingar sjást langt fram í tímann. Þar sést
heimavinna nemenda, æfingar ef nemendur hafa misst af
tíma eða vilja æfa sig heima á milli æfinga, öll mót og aðrir
viðburðir.
Sú nýjung verður að nokkrir kennarar munu koma að
kennslu sem eru allir sérfræðingar á sínu sviði í Taek-
wondo, sem styrkir deildina í heild sinni mjög mikið. Einn-
ig er búið að breyta yngsta hópnum þannig að æfingarnar
byggja mikið á þroskaleikjum sem eru bæði skemmtilegir
og líkamlega styrkjandi fyrir krakkana. En ekki má gleyma
því að íþróttin Taekwondo er alltaf skemmtileg jafnt fyrir
börn sem fullorðna, og er t.d. fullorðins hópurinn okkar
alltaf að stækka því fjörið smitar út frá sér.
Kynning laugardaginn 14. janúar
Fyrir þá sem langar að kynna sér íþróttina er um að gera
að kíkja á síðuna okkar og mæta á æfingu. Það þarf ekkert
annað en íþróttaföt og góða skapið. Styrkur, sjálfstraust,
liðleiki og mikið þrek fylgja svo á eftir. Tímarnir hjá okkur
eru á þessum dögum: Mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga í bardagalistasal Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni
að Varmá. Börn 6-8 ára kl: 14:30-15:15. Krakkar 9-12 ára kl:
16:30-17:30. Unglingar/fullorðnir 13-100 ára kl: 17:30-19:00.
Kynningar- og skráningarfundur hjá deildinni verður
laugardaginn 14. janúar kl: 11 niður í baradagalistasalnum í
íþróttahúsinu Varmá.
Jón Levy tekur við sem yfirkennari deildarinnar • Nýr nemendavefur í loftið fyrir iðkendur
Nýir tímar hjá Taekwondodeild
Fight Club í Mosó
Ný sex vikna hnefaleikanámskeið hefst 16. janúar
í líkamsræktarstöðinni Eldingu. Kennari er Árni
Sigurður Halldórsson. Kennt er á mánudögum og
miðvikudögum kl. 18.30. Verð er kr. 17.000 sem
gildir einnig sem kort í Eldingu. Frábær þjálfun
fyrir stelpur og stráka.