Mosfellingur - 16.01.2009, Síða 6
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6
Hýsi og Iðnkúnst
reisa reiðhöllina
Hýsi ehf og Hestamannafélagið
Hörður í Mosfellsbæ hafa náð
samningum um að Hýsi sjái
um að útvega og reisa reiðhöll
á svæði Harðar á Varmárbökk-
um. Reiðhöllin er 30 x 81 m =
2430 m2 að stærð og vegghæð
4,2 m. Iðnkúnst ehf. sér um
að reisa húsið. Samningum
við fyrri verktaka var slitið í
lok nóvember síðasta árs en
bygging reiðhallarinnar hefur
dregist mjög. Fyrirtækin Hýsi
og Iðnkúnst eru bæði staðsett
í Mosfellsbæ og er áætlað að
reiðhöllin verði tilbúin 1. júní.
Glæsileg skreyting
í Álmholti 2
Orkuveita Reykjavíkur veitti á
dögunum sína árlegu viður-
kenningu fyrir fyrir glæsilegar
jólaskreytingar. Veitt eru
verðlaun fyrir skreytingu einnar
eignar í hverju sveitarfélagi þar
sem Orkuveitan sér um dreif-
ingu rafmangs. Í Mosfellsbæ
voru það hjónin Ólöf Jansen
og Kristján Jónsson í Álmholti
2 sem fegnu viðurkenninguna.
Í umsögn dómnefndar segir
að skreytingin sé smekkleg, vel
útfærð og aðkoman að húsinu sé
sérlega falleg.
ELDRI BORGARAR
5 2 2 • 2 2 2 2 U R Ð A R H O L T 2 2 7 0 M O S F E L L S B Æ E L D H U S I D . I S
Ferð í Kolaportið og Perluna, laugardaginn
24. janúar. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum.
Verð á akstri er kr. 1.000.
Skráning í síma 5868014 kl.13-16.
Handverksstofan á Hlaðhömrum
er opin alla virka daga kl. 13-16.
Tréskurðarnámskeið er á fimmtudögum kl. 12.30
Leikfimi er á mánudögum kl. 14.10
Bókbandsnámskeið er á þriðjudögum kl. 13.
Ganga frá Hlaðhömrum
er á þriðjudögum og föstudögum kl. 11.30
Kóræfing Vorboða er á miðvikudögum kl. 15.
Línudans byrjar mánudaginn 2. febrúar kl. 17.
Önnur námskeið verða tilkynnt á næstunni.
Félagsstarfið í Mosfellsbæ hvetur alla eldri
borgara til þess að taka þátt í skemmtilegum
félagsskap t.d. við söng, listsköpun, spil,
ferðir, göngu, leikfimi o.fl.
Mosfellsbær greiðir niður akstur með leigubíl fyrir
þá eldri borgara sem vilja taka þátt í félagsstarfinu
en hafa ekki eigið farattæki.
Uppl. á skrifstofu félagsstarfsins hjá
Svanhildi í síma 5868014 kl. 13-16.
Mosfellingarnir Kristján og Sigurður bjóða upp á ferskan fisk á góðu verði
Fiskbúðin Mos opnar í Háholti
Fiskbúðin Mos opnaði í vikunni í
Háholti 13 við hlið Krónunnar. Það
eru þeir Kristján Breiðfjörð Magn-
ússon og Sigurður Fjeldsted sem
ætla að bjóða Mosfellingum upp á
ferskan fisk og fiskrétti í þessari nýju
fiskbúð í Mosfellsbæ. Strákarnir
kunna vel til verka og eru vanir
menn úr geiranum.
„Það hefur lengi vantað fiskbúð í
Mosfellsbæ og eftirspurnin er mikil,
enda búum við í hátt í 9000 manna
bæjarfélagi,“ segja þeir félagarnir.
„Við ætlum okkur að bjóða upp á
sanngjarnt verð og gott úrval. Við
höfum fengið mjög góðar viðtökur
og vonumst til að eiga góð viðskipti
við bæjarbúa.“
Fiskbúðin er opin virka daga frá
kl. 10-19 og eru nýju fisksalarnir full-
ir bjartsýni og tilhlökkunar.
Stjáni og Siggi bjóða Mos-
fellingum upp á ferskan fisk
í nýrri fiskbúð á milli Krón-
unnar og Mosfellsbakarís.
Myndir/Matthías Þórarinsson
Mosfellingurinn Alli Rúts hlýtur
að þessu sinni nafnbótina Mosfell-
ingur ársins en hann opnaði á árinu
glæsilegt hótel að Ási. Hótel Laxnes
var á dögunum viðurkennt af
Ferðamálaráði Íslands sem þriggja
stjörnu hótel og er stefnt að því að
bæta þeirri fjórðu við í framtíðinni.
Hótelið er ein af glæsilegustu bygg-
ingum bæjarins. Alli var að vonum
ánægður og þakklátur fyrir viður-
kenninguna en fyrstu mánuðirnir
hafa farið vel af stað að hans sögn.
Hægt var að senda inn tillögur
að nafnbótinni til blaðsins og barst
fjöldi góðra ábendinga.
Alli Rúts tekur við nafnbótinni Mosfellingur ársins úr höndum Hilmars Gunnarssonar
ritstjóra Mosfellings. Mosfellingur afhenti Alla glæsilegt listaverk eftir leirlistakonuna
Þóru Sigurþórsdóttur auk blómaskreytingar frá Hlín Blómahús.
Albert Sigurður Rútsson
Mosfellingur
ársins 2008