Mosfellingur - 16.01.2009, Qupperneq 8

Mosfellingur - 16.01.2009, Qupperneq 8
 - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8 Safnað fyrir Rebekku Allwood Í síðasta blaði sögðum við ykkur frá Rebekku Allwood, 19 ára stúlku sem lenti í hræðilegu slysi á Vesturlandsveginum fyrir sex árum. Rebekka er í dag fjölfötluð með ósjálfráðar hreyfingar og verður það líklega ævistarf hennar að vinna úr afleiðingum þessa slyss. Mos- fellingur stendur fyrir söfnun henni til handa en safnað er fyrir æfingarhjóli sem kæmi sér vel fyrir Rebekku við endurhæfingu hennar. Söfnunarreikningurinn er á nafni Rebekku er í Glitni Mosfellsbæ 0549-14-400541, kt: 020389-2499 og hvetjum við fyrirtæki og einstaklinga til að leggja söfnunni lið og munum að margt smátt gerir eitt stórt. Kyndill þakkar fyrir stuðninginn Björgunarsveit- in Kyndill vill koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem styrktu sveitina í flugeldasöl- unni. Einnig sérstakar þakk- ir til þeirra sem styrktu flugelda- sýninguna á gamlárskvöld en án styrktaraðila væri engin sýning. Aðalstyrktaraðilar voru: Októ í Ísbandi, Bjarni í Leirvogstungu, Bjarni Ásgeir, Einar Páll og fjöl- skylda og Skúli Karlsson í Stormi (Polaris). Þorrablót haldið í íþróttahúsinu Þorrablót Aftureldingar fer fram í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 24. janúar. Undirbúningur gengur vel og miðasalan hefur farið vel af stað, að sögn Rúnars B. Guð- laugssonar formanns þorra- blótsnefndar. Þorrablótið var endurvakið í fyrra og heppnaðist með eindæmum vel en þá mættu ríflega 1000 manns í mat og á dansleik. „Þetta er líklega stærsti viðburður sem fram fer innandyra í Mosfellsbæ og hvetjum við bæjarbúa til að fjöl- menna og skemmta sér saman. Ekki veitir af því að lyfta sér upp á þessum síðustu og verstu,“ segir Rúnar og hlakkar til. Eldhúsið-Pizzabakarí sér um forsölu aðgöngumiða. Hægt er að panta borð á sama stað þriðjudaginn 20. janúar kl. 20- 21. Nánari upplýsingar varðandi borðaskipun fást hjá Önnu Ólöfu í síma 692-4005. Allur ágóði Þorrablótsins rennur til barna- og unglingastarf Aftureldingar. Tillaga að byggðar- merki Kjósarhrepps Hreppsnefnd Kjósarhrepps efndi til hugmyndasamkeppni á dögunum um byggðarmerki. Ellefu tillögur bárust og hlutskörp- ust varð tillaga Arn- ars Viðars Erlends- sonar á Þórsstöðum við Lækjarbraut. Eining ríkti um niðurstöðuna en tillagan fer nú til frekari úrvinnslu. Á merkinu má sjá Laxána liðast niður í Laxvoginn með Reynivallaháls í bakgrunni og Botnssúlur í fjarska. Jólin kvödd með árlegri þrettándabrennu Nú er glatt hjá álfum öllum Fólk lét ekki votviðri á sig fá á síðasta degi jóla og mætti á árlega þrettándabrennu. Í Mosfellsbæ hefur ávallt verið mikið lagt upp með flottri umgjörð í kringum þrett- ándagleðina. Grýla og Leppalúði mættu með sitt hyski, álfakóngur og drottning sungu með Mosfellskórn- um og skólahljómsveitin lék undir. Leikfélagið mætti prúðbúið og björg- unarsveitin skaut upp flugeldum. Samræmd stefna um skólamötuneyti Mosfellsbær hefur samþykkt samræmda stefnu um skóla- mötuneyti leik- og grunnskóla í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar. Lögð er áhersla á að í skólamötuneyt- um bæjarins njóti skólabörn fjölbreyttrar fæðu í hæfilegu magni, að matvælin séu rík af næringarefnum, fersk og að þau séu í háum gæðaflokki. Lögð er áhersla á að farið sé eftir ráðlegg- ingum Lýðheilsustöðvar hvað varðar fæðuval, næringargildi og skammtastærðir. Leik- og grunnskólar hafa sömu samsetningu og sömu uppbygg- ingu matseðla til að einfalda fjölskyldum að samræma sínar máltíðir við máltíðir skólanna. Svæðameðferð fyrir konur og karla Vinnur á flestum verkjum Heilsustofan Gæska, Háholti 14 Upplýsingar í síma 8200878

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.