Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 4

Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið GOÐSÖGNIN ER MÆTT - FRUMSÝNUM NÝJAN JEEP® WRANGLER LAUGARDAGINN 2. MARS Á MILLI KL. 12 - 16 UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.is STJÓRNMÁL „Það er ekki verið að halda f lokksráðsfund að beiðni eða skipun Birgis Þórarinssonar, þetta er bara fundur sem alltaf stóð til að halda,“ segir Jón Péturs­ son, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðf lokksins, um fyrirhugaðan f lokksráðsfund Miðf lokksins. Í Fréttablaðinu í gær var vísað til beiðni Birgis Þórarinssonar um f lokksráðsfund vegna ákveðinnar uppstokkunar sem hann taldi þörf á í þingf lokknum í kjölfar Klaust­ urmálsins svokallaða og fundurinn hafi verið boðaður að hans beiðni. Jón segir að fundurinn sé ekki boð­ aður sérstaklega vegna Birgis. „Flokksráð hefur ekkert með störf í þingf lokknum að gera, það er þingf lokkurinn sem ákveður það,“ segir Jón og vísar til þess að reglum f lokksins samkvæmt fundi f lokksráðið tvisvar á ári og fyrirhugaður fundur sé ekki auka­ fundur. Hann segir menn vera eitt­ hvað að ruglast á hlutverki f lokks­ ráðsfundar og landsþingi þar sem kjör formanns og varaformanns fer fram. Á f lokksráðsfundi hittist trúnaðarmenn og f lokksráðsfull­ trúar. Jón segir dagsetningu f lokks­ ráðsfundar enn ekki fastráðna en hann fari fram  í kringum næstu mánaðamót, á höfuðborgarsvæð­ inu. Sér vitanlega hafi ekki verið rætt um óskir Birgis um uppstokk­ un á vettvangi þingflokksins. Hann lætur þess þó getið að staðan hafi breyst enda þingmannafjöldinn farinn úr sjö í níu. – aá Flokksráðsfundur Miðflokksins ekki að beiðni Birgis Flokksráðsfundur Miðflokksins er ekki til að stokka upp í þingflokknum. VIÐSKIPTI Stefán Sigurðs son, for ­ stjóri Sýnar, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem for stjóri fé­ lagsins. Frá þessu greinir fé lagið í til kynningu til Kaup hallar Ís lands í gærkvöldi. Ekki hefur verið tekin á kvörðun um ráðningu for stjóra í hans stað en ráðningar ferli er hafið. Stefán mun verða stjórninni innan handar þar til nýr for stjóri er ráðinn. Stjórn fé lagsins hefur falið Heið­ ari Guð jóns syni stjórnar for manni að annast í auknum mæli skipu lag fé lagsins og gæta þess að rekstur þess sé í réttu og góðu horfi fram að ráðningu nýs for stjóra. Árið 2018 reyndist fé laginu erfitt en það sendi frá sér tvær af komu­ við varanir í fyrra og hríð féll í verð­ mati, um 41 prósent á tímabilinu mars og þar til nú í janúar. Stefán lætur af störfum 1. júní næst komandi. – dfb Stefán lætur af störfum hjá Sýn Stefán varð forstjóri Sýnar 2014. KJARAMÁL „Við viljum auka gagnsæi í skattheimtunni og þekkinguna á því hvað fer til sveitarfélaganna og hvað fer til ríkisins. Það getur ekki annað en hjálpað umræðunni um skatta og gjöld,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins. Hún hyggst ásamt nok k r um samf lok k smönnum sínum leggja fram þingsályktunar­ tillögu um breytingar á framsetn­ ingu launaseðla ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því að til­ greint verði hvernig tekjuskattur einstaklinga skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Einnig verði tilgreind sú fjárhæð sem launagreiðandi greiðir í tryggingagjald og önnur launatengd gjöld. Áslaug Arna segir áhugavert að allir launamenn sem hafi undir 745 þúsund krónum í mánaðartekjur borgi stærri hluta tekjuskatts til sveitarfélaga en til ríkisins. „Á sama tíma og ríkið hefur verið að minnka skattbyrði, fækka skatt­ þrepum og lækka lægsta þrepið eru sveitarfélögin að hækka sitt útsvar,“ segir Áslaug Arna. Hún segir að þótt verkefni sveitar félaga séu ærin þurfi að vera krafa á þau að forgangsraða fjár­ munum í grunnverkefni. Þannig geti þau stefnt að því að lækka skatt­ byrði á vinnandi fólk sem gæti orðið innlegg í kjaramálin. „Það er mikilvægt að við komum öll að kjaramálunum. Við viljum öll gera betur við þá sem hafa lægstu launin. Við erum hér að leggja fram skattatillögur en það er ekki bara hægt að horfa á ríkið þegar kemur að því að bæta lífskjör fólks.“ Þar séu margir þættir sem snúi að sveitarfélögum, ekki síst húsnæðis­ málin og gjaldskrár sveitarfélaga. Samninganefnd Starfsgreina­ sambandsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarfélög að standa undir ábyrgð sinni þegar kemur að kjarasamn­ ingum. Þess er krafist að þau haldi aftur af kostnaðarhækkunum og er þar sérstaklega minnst á fasteigna­ skatta. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að eigi sveitar­ félögin að koma að lausn kjara­ samninga með skattalækkunum þurfi að svara því hvaða þjónusta verði skorin niður. „Það eru óveð­ ursský á lofti. Samkvæmt fjár­ hagsáætlun ársins munum við skila 500 milljóna afgangi af rúmlega 32 milljarða veltu. Það sýnir bara að sveitarfélögin eru aðþrengd. Við erum með fáa og takmarkaða tekju­ stofna. Sveitarfélögin þyrftu líka að fá hlutdeild í einhverjum af hinum fjölmörgu tekjustofnum sem ríkið hefur yfir að ráða.“ Þá bendir hann á að Kópavogur sé ekki með útsvarið í botni og að fasteignaskattar hafi verið lækkaðir sjöunda árið í röð. Ásthildur Sturludóttir, bæjar­ stjóri á Akureyri, tekur undir með Ármanni. „Það er alls staðar mjög lítið svigrúm. Sveitarfélögum er bara mjög þröngur stakkur snið­ inn.“ Kæmi til einhverra aðgerða í tengslum við kjarasamninga yrði það að vera hluti af sameiginlegu útspili sveitarfélaganna. „Við yrðum þá bara að endurskoða okkar verk­ efni en við erum að einblína á lög­ bundin verkefni. Útsvarið væri ekki í hámarki nema við þyrftum á því að halda.“ Fréttablaðið reyndi að fá við­ brögð Dags B . Eg ger t ssonar borgarstjóra en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. sighvatur@frettabladid.is Áslaug vill að sveitarfélögin hugi líka að skattalækkunum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið greini frá því á launaseðlum sínum hvernig tekjuskattur skiptist milli þess og sveitarfélaga. Þegar komi að skattatillögum í tengslum við kjarasamninga sé ekki bara hægt að horfa á ríkið. Bæjarstjórar Kópavogs og Akureyrar telja svigrúm sveitarfélaga lítið. Í Kópavogi er útsvarið ekki í botni. Það er hins vegar staðan í 55 sveitarfélögum af 72. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -A 8 5 8 2 2 7 3 -A 7 1 C 2 2 7 3 -A 5 E 0 2 2 7 3 -A 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.