Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.02.2019, Qupperneq 6
Það er ekki verið að taka neina áhættu eða tefla neinu í tvísýnu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Ég segi sem Svarf- dælingur, ég vil að okkar svarfdælski ráðherra standi í báðar sínar svarf- dælsku lappir í þessu máli. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð LANDBÚNAÐARMÁL Mikil óánægja er í grasrót Framsóknar með vænt- anlegt frumvarp landbúnaðarráð- herra sem heimilar innf lutning á hráu kjöti og eggjum til landsins. Viðmælendur blaðsins í grasrót Framsóknar telja óhugsandi að frumvarpsdrögin verði samþykkt í núverandi mynd og hafa f lokks- menn litla trú á aðgerðaáætlun stjórnvalda sem ætlað er að tryggja vernd búfjárstofna. Kristján Þór Júlíusson landbún- aðarráðherra hefur sagt að í ljósi dóma Hæstaréttar og EFTA-dóm- stólsins séu ekki aðrir kostir í stöð- unni. Drög frumvarpsins eru nú í samráðsgátt stjórnvalda og stendur ráðherra fyrir opnum fundum um málið víða um land fram í næstu viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarf lokksins og samgönguráðherra, hefur gefið það út að of snemmt sé að segja til um afstöðu flokksins til frumvarpsins. Hann segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að andstaða Fram- sóknar við óheftan innf lutning á hráu kjöti hafi lengi verið ljós. Afstaða f lokksins byggi á vísind- um og skynsemi. „Fundur sá sem Framsókn hélt í síðustu viku eftir langan undirbúning sýnir glöggt hver stefna okkar er. Við viljum opna augu fólks fyrir þeirri ein- stöku aðstöðu sem Ísland býr við og standa vörð um heilnæma mat- vælaframleiðslu á landinu.“ Heimildir blaðsins herma að málið gæti reynst Sigurði Inga erfitt í ljósi þess að í tíð sinni sem land- búnaðarráðherra skrifaði hann undir samning við ESB um lækkun tolla á búvörur og aukna innflutn- ingskvóta. Sagði hann á sínum tíma að aukinn útflutningur þýddi kröfu um aukinn innflutning. Þingmenn Miðf lokksins lögðu fram þings- ályktunartillögu í fyrra um að segja upp samningnum. Þeir Framsók nar menn sem Fréttablaðið ræddi við voru sam- mála um að frumvarpsdrögin gengju of langt, ótækt væri að leyfa innflutning á hráu kjöti og að f lokksforystan hlyti að koma í veg fyrir það. „Við erum nokkuð sam- stíga í því að það þarf að gera betur en þetta framvarp,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður flokksins. „Ég vitna í samþykkt frá síðasta f lokksþingi þar sem Fram- sóknarflokkurinn leggst gegn inn- flutningi á þessum vörum.“ Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður Sambands ungra Fram- sóknarmanna, segir að hún skynji hræðslu. „Þetta frumvarp hræðir fólk einfaldlega. Fólk vill ekki trúa því að þetta sé að gerast. Það hefur bara sýnt sig að oft þegar það kemur einhver nýr sjúkdómur þá fer hann með hraði yfir landið.“ Katrín Sigurjónsdóttir, sveitar- stjóri í Dalvíkurbyggð, segir hrein- leika landbúnaðarins skipta meira máli en að opna landið fyrir erlend- um mörkuðum. Vildi hún svo koma eftirfarandi skilaboðum til Krist- jáns Þórs: „Ég segi sem Svarfdæl- ingur, ég vil að okkar svarfdælski ráðherra standi í báðar sínar svarf- dælsku lappir í þessu máli.“ arib@frettabladid.is Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um inn- flutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. For- maður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. Frumvarp um innflutning á hráu kjöti er allt hið óþægilegasta fyrir flokksforystu Framsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR H E I LB R I G Ð I S M Á L St ar fsmaðu r Klettaskóla greindist með berkla. Á morgun er áætlað að allir nemendur og starfslið skólans fari í berklapróf til að kanna hvort þeir hafi smitast. Klettaskóli er sérskóli fyrir nem- endur með þroskahömlun og við- bótarfatlanir. Árni Einarsson skólastjóri segir að þegar svona mál komi upp fari í gang ferli í samstarfi við sóttvarna- lækni. „Allir starfsmenn eru með í þessu og sérstaða nemendanna er augljós,“ segir Árni. „Það er enginn ánægður með svona fréttir, en það er ekki talin mikil hætta á smiti í skólanum.“ Starfsmaðurinn sem um ræðir er nú í veikindaleyfi, upp komst um smitið í lok síðustu viku og voru skólastjórnendur látnir vita á þriðjudag. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir allt gert samkvæmt bókinni. „Ég skil það vel að fólk vilji vita þetta strax og vilji drífa í þessu, en það er ekki verið að missa af neinu. Það er ekki verið að taka neina áhættu eða tefla neinu í tvísýnu.“ Þórólfur segir berkla aðeins smitandi á meðan einstaklingurinn sé veikur og þá í gegnum hósta og hnerra. Smit eru greind með húð- prófum sem tekur nokkra daga að fá niðurstöður úr. Smitaðir ein- staklingar eru meðhöndlaðir með þremur lyfjum í einu sem drepa bakteríuna. Sú meðferð tekur rúm- lega hálft ár, viðkomandi smitar ekki á meðan. Tíðni berkla er mjög lág á Íslandi, rúmlega 10 manns greinast hér á landi á ári. – ab Nemendur og starfslið í berklapróf 1/2 FUNDARBOÐ Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2019, kl. 16:30, á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, í fundarsölum 2 og 3. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi liðir: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. 3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 5. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 6. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins. 7. Tillaga um að stjórn verði falið að greina kosti og galla skipunar tilnefningarnefndar. 8. Kosning endurskoðenda félagsins. 9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar. 10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl. 11. Önnur mál. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum: Meirihluti tillagna stjórnar um breytingar á samþykktum er til kominn vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Tilkynnt hefur verið að stjórn félagsins stefni á skráningu þess á Aðalmarkaðinn fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019 og eru lagðar til breytingar á ákvæðum samþykkta til að endurspegla ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995 sem eiga við um félög skráð á skipulegan verðbréfamarkað, einkum 31. gr. (viðmiðunartími arðsréttar), 1. mgr. 80. gr. a (bréfleg eða rafræn atkvæðagreiðsla), 2. mgr. 86. gr. (réttur til að fá mál tekið til meðferðar á hluthafafundi), 1. og 2. mgr. 88. gr. a (fundarboð, tímafrestir), 88. gr. c (fundarboð, efni) og 88. gr. d (upplýsingar fyrir hluthafafund). Jafnframt er lagt til að felld verði út heimild til að gefa út hlutabréf á pappírsformi til hluthafa en hlutir félagsins eru rafrænt skráðir. Þá leggur stjórn til breytingu á ákvæði síðari málsgreinar gr. 6.1. í samþykktum um skipunartíma endurskoðanda til að endurspegla breytingu á 2. mgr. 90. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sem tók gildi þann 21. febrúar 2019. Stjórn leggur einnig til breytingar á bráðabirgðaákvæðum samþykkta um heimild stjórnar til útgáfu og sölu áskriftarréttinda og niðurfellingu eldri heimildar til kaupa á eigin hlutum. Lagt er til að heimild stjórnar í bráðabirgðaákvæði II, til kaupa á eigin hlutum, verði felld út og stjórn verði, með nýju bráðabirgðaákvæði II, veitt heimild til aðalfundar félagsins árið 2020 til útgáfu og sölu áskriftarréttinda að 100.000.000 nýjum hlutum í félaginu. Lagt er til að heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár til að mæta útgefnum áskriftarréttindum í þessum flokki gildi til 14. mars 2024. Jafnframt er lagt til að heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár vegna áskriftarréttinda sem gefin hafa verið út á grundvelli A og B liðar bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum, sem gildir til 14. júlí 2022, verði framlengd til loka árs 2022. Er það til að endurspegla nýtingartíma þegar útgefinna áskriftarréttinda að fullu. Loks er lagt til að hámark útgefinna en ónýttra áskriftarréttinda af heildarhlutafé félagsins, sem kveðið er á um í C lið bráðabirgðaákvæðis IV, verði lækkað úr 33,3% í 30,0%. *** FUNDARBOÐ Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2019, kl. 16:30, á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, í fundarsölum 2 og 3. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi liðir: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. 3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 5. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 6. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins. 7. Tillaga um að stjórn verði falið að greina kosti og galla skipunar tilnefning rnefndar. 8. Kosning endurskoðenda félagsins. 9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar. 10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl. 11. Önnur mál. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum: Meirihluti tillagna stjórnar um breytingar á samþykktum er til kominn vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Tilkynnt hefur verið að stjórn félagsins stefni á skráningu þess á Aðalmarkaðinn fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019 og eru lagðar til breytingar á ákvæðum samþykkta til að endurspegla ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995 sem eiga við um félög skráð á skipulegan verðbréfamarkað, einkum 31. gr. (viðmiðunartími arðsréttar), 1. mgr. 80. gr. a (bréfleg eða rafræn atkvæðagreiðsla), 2. mgr. 86. gr. (réttur til að fá mál tekið til meðferðar á hluthafafundi), 1. og 2. mgr. 88. gr. a (fundarboð, tímafrestir), 88. gr. c (fundarboð, efni) og 88. gr. d (upplýsingar fyrir hluthafafund). Jafnframt er l gt til að felld verði út heimild til að gefa út hlutabréf á pappírsformi til hluthafa en hlutir félagsins eru rafrænt skráðir. Þá leggur stjórn til breytingu á ákvæði síðari málsg einar g . 6.1. í samþykktum um skipunar- tíma endurskoðanda til að endurspegla breytingu á 2. mgr. 90. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sem tók gildi þann 21. febrúar 2019. Stjórn leggur einnig til breytingar á bráðabirgðaákvæðum samþykkta um heimild stjórnar til útgáfu og sölu áskriftarréttinda og niðurfellingu eldri heimildar til kaupa á eigin hlutum. Lagt er til að heimild stjórnar í bráðabirgðaákvæði II, til kaupa á eigin hlutum, verði felld út og stjórn verði, með nýju bráðabirgðaákvæði II, veitt heimild til aðalfundar félagsins árið 2020 til útgáfu og sölu áskriftarréttinda að 100.000.000 nýjum hlutum í félaginu. Lagt er til að heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár til að mæta útgefnum áskriftarréttindum í þessum flokki gildi til 14. mars 2024. Jafnframt er lagt til að heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár vegna áskriftarréttinda sem gefin hafa verið út á grundvelli A og B liðar bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum, sem gildir til 14. júlí 2022, verði framlengd til loka árs 2022. Er það til að endurspegla nýtingartíma þegar útgefinna áskriftarréttinda að fullu. Loks er lagt til að hámark útgefi na en ónýttra áskriftarréttinda af heildarhlutafé félagsins, sem kveðið er um í C lið bráðabirgðaákvæðis IV, verði lækkað úr 33,3% í 30,0%. Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru jafnframt á íslensku utan þess að árs- reikningur er á ensku. Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna þ ð skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 9. mars 2019. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum), hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal einnig upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, að Borgartúni 25, 105 Reykjavík, sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 14 dögum fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is. Hluthöfum er heimilt að senda umboðsmann sinn á hluthafafundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á skrifstofu bankans fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundar- stað. Stjórn Kviku banka hf. Aðalfundarboð Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) verður haldinn að Hótel Sögu fundarsal Kötlu II, þann 14. mars og hefst klukkan 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Málþing hefst að aðalfundi loknum, um kl. 15:00 Efni: Hver á Ísland? Frummælendur á málþingi: l Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytis. l Sigurður Jónsson, hrl. stjórnarmaður í LLÍ. l Magnús Leópoldsson, fasteignasali Fundurinn er öllum opinn og bæði félagar í LLÍ og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrir hönd stjórnar LLÍ Óskar Magnússon 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -B C 1 8 2 2 7 3 -B A D C 2 2 7 3 -B 9 A 0 2 2 7 3 -B 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.