Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.02.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.02.2019, Qupperneq 8
BANDARÍKIN Donald Trump Banda- ríkjaforseti er kynþáttahatari, svikahrappur og svindlari. Þetta fullyrti Michael Cohen, áður lög- maður og „reddari“ forsetans, þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Cohen var í desember dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á lögum um fjármögnun kosninga veg na þög g u narg reiðslna t il meintra hjásvæfa forsetans. Síðan málaferlin hófust hefur hann snúið baki við forsetanum og rætt opin- berlega um meinta bresti hans. Þessar greiðslur voru einnig til umræðu í vitnisburði Cohens. Hann sagði Trump hafa skipað sér að nýta sitt eigið fé til að greiða klámmyndaleikkonunni Steph- anie Clifford og fékk svo endur- greiðslu úr persónulegum sjóðum Trumps sjálfs. Þá sagði hann einn- ig að Trump hafi vitað af meintum samskiptum ráðgjafans Rogers Stone við WikiLeaks, en Stone sætir ákæru fyrir meintar lygar um þau samskipti. Cohen ræddi um meintan ras- isma forsetans. Sagði frá því að Trump hefði spurt sig hvort hann gæti nefnt nokkurt ríki í heim- inum undir stjórn blökkumanns sem ekki væri skítapláss, að Trump hefði eitt sinn sagt við akstur í gegnum fátækt hverfi í Chicago að „einungis blökkumenn geti lifað á þennan hátt“ og að svart fólk myndi aldrei kjósa hann því það væri „of heimskt“. Þá sagði Cohen að Trump hefði ítrekað logið um fyrirhugað fast- eignaverkefni í Moskvu í aðdrag- anda forsetakosninganna, sagt að ekkert slíkt væri í gangi. „Hann laug af því hann bjóst aldrei við því að vinna,“ sagði Cohen. – þea Cohen sagði Trump rasista og svikahrapp Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps. NORDICPHOTOS/AFP PAKISTAN Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og hand- tekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorku- veldanna tveggja hefur aukist gríð- arlega frá því JeM-liði felldi fjöru- tíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starf- semi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitt- hvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Ind- verja ekki hafa fellt neina í þjálf- unarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfs- varnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggð- um að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upp- lýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pul- wama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttað- ist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mann- fall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herf lugmann- inn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðu- neytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsátt- málanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrr- verandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóða- lögum um stríðsfanga. En andstæð- ingar okkar fylgja Genfarsáttmál- anum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráð- herra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýska- land og f leiri hafa lýst y f ir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May. thorgnyr@frettabladid.is Herþotum grandað Pakistanski herinn birti þessa mynd af flugvél sem skotin var niður. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði. Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær ind- verskar herflugvélar. Indverjar segja flugvél- ina hafa verið eina. Ára- tugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. VÍETNAM Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. Eftir að hafa sest niður og flutt stuttar yfirlýsingar til fjölmiðla snæddu þeir saman á veitingastað með æðstu ráðgjöfum sínum. Þetta er annar fundur Trumps og Kim en þeir funduðu saman í Singapúr á síðasta ári. „Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér það hafa verið tími þar sem mikillar hugsunar, erfiðis og þraut- seigju var þörf. En þrátt fyrir hindr- anirnar hefur okkur tekist að mæla okkur mót hér á ný. Í þetta skiptið er ég sannfærður um að við munum ná frábærum árangri. Ég mun gera mitt allra besta,“ sagði einræðisherrann. Trump sagði það heiður að hitta Kim á ný og hamraði á því, sam- kvæmt Korea Herald, að fyrri fund- urinn hefði borið mikinn árangur. Því vonast hann til að þessi verði jafngóður eða betri. „Ég held að ríki þitt standi frammi fyrir miklum efnahagslegum tækifærum, ótrú- legum, takmarkalausum, og ég held að ríki þitt eigi góða framtíð og frá- bæran leiðtoga,“ sagði Trump. Vert er að nefna að í ríki Kim hafa almennir borgarar ekkert tjáning- arfrelsi, fjölmiðlafrelsi er ekkert og ítrekað berast fréttir af aftökum andstæðinga stjórnarinnar. Leiðtogarnir munu hittast aftur í dag og ræða einna helst um kjarn- orkuafvopnun Norður-Kóreu. – þea Sannfærður um árangur í Hanoi Donald Trump og Kim Jong-un í Víetnam í gær. NORDICPHOTOS/AFP Hittingur hjá Heldri Fáksfélögum, 60 ára og eldri, verður á morgun föstudaginn 1. mars klukkan 12.00 í salnum á efri hæð TM-Reiðhallarinnar. Á boðstólnum verður súpa, brauð og kaffi og er verðið 1.000.- krónur. Sérstakur gestur verður Þuríður Sigurðardóttir myndlistar- og söngkona. Hún mun syngja nokkrar af sínum þekktu perlum, segja sögur og leiða gesti um sýningu á nokkrum verka sinna sem munu prýða salinn. Hestamannafélagið Fákur www.fakur.is Augl_Frettabladid_FEB19.indd 1 26/02/2019 16:10:45 Aðalfundur Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík 2019 verður haldinn í Setri, Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, fimmtudaginn 7. mars kl. 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í stjórn og nefndir. 3. Önnur mál. 4. Kvöldverður. Mjög áríðandi að tilkynna þátttöku í síma 570 4000 eða með tölvupósti: audur@redcross.is í síðasta lagi 2 dögum fyrir fundardag. Stjórnin 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -C F D 8 2 2 7 3 -C E 9 C 2 2 7 3 -C D 6 0 2 2 7 3 -C C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.