Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 20

Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 20
Vöknum Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinn- um verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafn- skjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kann- anir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóða- vettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrotta- lega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efna- hagslega sjálf bærar og í raun til- gangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýr- ing jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiski- stofna. Hugmyndir um að hval- veiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjár- magns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgun- ljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskipta- jöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Amer- íkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum. „.. ástin grær rís roði eða er það kannski saltur morgunblær blámi syngur með rámri rödd og minnir okkur á að við erum illa stödd kannski af því að í okkur búa vondar kenndir svartar taktfastar hugans myndir..“ högni Högni Egilsson listamaður og tónskáld 21 árs afmæli 25.02 – 03.03 70% afsláttur allt að KITCHENAID CLASSIC HRÆRIVÉL • 240W vél með 10 hraðaþrep • 4,3L skál úr ryðfríu stáli 5K45SSEWH AÐEINS 20 STK. EÐA 4.702 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. KORTALÁN. ALLS: 56.425 KR. ÁHK 23,83% 49.995 sjáðu verðið: EÐA 12.465 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. KORTALÁN - ALLS 149.575 KR. - ÁHK 12,31% 139.995 áður: 189.995 5.395 áður: 8.990 EÐA 4.659 KR. Á MÁNUÐI M.V. 12 MÁN. KORTALÁN - ALLS 55.908 KR. - ÁHK 24,01% 49.496 áður: 54.995 -26% AÐEINS 15 STK. SONY PLAYSTATION 4 SLIM - 1TB OG RED DEAD REDEMPTION II • Dual-Shock 4 stýripinni • 1 TB harður diskur • HDMI snúra fylgir PS41TBRDR2 -10% AÐEINS 100 STK. ORAL B PRO 750 RAFMAGNSTANNBURSTI • Rafmagnstannbursti með 3D tækni • Fjarlægir meira en venjulegur tannbursti • Með tímamæli og ferðaboxi PRO750BLACK PRO750PINK LG 49” SUHD SNJALLSJÓNVARP • SUHD HDR 3840x2160 • WebOS 4.0, Netflix • 40W hátalarar 49SK8500 burstaðu betur elko mælir með -40% AÐEINS 50 STK. Sjáðu allt úrvalið á elko.is 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -B 2 3 8 2 2 7 3 -B 0 F C 2 2 7 3 -A F C 0 2 2 7 3 -A E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.