Fréttablaðið - 28.02.2019, Page 40
Þessi fallegi erma-
lausi satínkjóll
kostar rétt rúmlega sex
þúsund evrur sem gera
um 800 þúsund krónur.
Mesta skvísa allra tíma.
Kvikmyndastjarnan og kyn-bomban Marilyn Monroe lumaði á mörgum fegrunar-
ráðum sem nútímakonur geta enn
tileinkað sér.
Hún skolaði hár sitt reglulega
upp úr bjór en í ölinu er bæði sykur
og B-vítamín sem gefa hárinu
aukna þykkt og gljáa.
Marilyn var þekkt fyrir fagran
stút á munni og málaði varir sínar
oft eldrauðar. Leyndarmál hennar
var þó að nota fleiri en einn litatón
og stundum samanstóð liturinn á
vörum hennar af fimm mismun-
andi varalitum og svo gljáandi
glossi til að gefa fagursköpuðum
vörunum enn meiri dýpt og fyll-
ingu.
Til að láta lokkandi augun líta
út fyrir að vera stór, áberandi og
vel vakandi notaði Marilyn hvítan
augnblýant á innri hvarmana, og
sú tækni blífur svo sannarlega enn
í dag.
Fegrunarráð
Marilyn Monroe
Svolítið Mary Poppins fatastíll í
vetrartísku Dior 2019-2020.
Tískusérfræðingar flykkjast nú til Parísar þar sem stærstu tískumerkin sýna
haust- og vetrartískuna 2019-2020.
Tískuvikan í París hefur mikið
aðdráttar afl fyrir þá sem vilja
fylgjast sem best með tískunni en
hún stendur til 5. mars. Veðrið í
borginni var óvenju gott miðað við
árstíma og vor í lofti. Meðal þeirra
sem sýndu á þriðjudag var Christ-
ian Dior en þar kenndi ýmissa
grasa. Stórar köflóttar kápur voru
áberandi en líka fallegir einlitir
jakkar eins og á myndinni. Hattar
eru ómissandi í vetrartískunni
næsta vetur ef marka má Dior.
Götutískan í kringum tísku-
vikuna þykir alltaf mjög spenn-
andi og ljósmyndarar flykkjast að
til að mynda fyrirsætur, bloggara
og aðra áhugasama um tísku. Þetta
fólk hefur heldur ekkert á móti
athyglinni og klæðir sig gjarnan
mjög áberandi.
Sýning Dior vakti mikla athygli
en flest stóru tískumerkin eru
meðal sýnenda. Einnig má sjá
sýningar minni þekktra hönnuða
og eru margir spenntir fyrir þeim.
Dior í París
Lady Gaga á Óskarnum í kjólnum
umtalaða. NORDICPHOTOS/GETTY
Lady Gaga sló í gegn á Óskarnum í kjól frá Brandon Maxwell. Gaga fór heim með
styttu fyrir besta lagið og f lutn-
ingur hennar og Bradleys Cooper
á verðlaunalaginu Shallow úr
myndinni A Star Is Born hefur
notið fádæma vinsælda. Kjóllinn
setti svo punktinn yfir i-ið.
Og nú er kjóllinn til sölu. Þessi
fallegi ermalausi satínkjóll kostar
rétt rúmlega sex þúsund evrur
sem gera um 800 þúsund krónur.
Hægt að kaupa kjól Gaga
Það þarf að borga helminginn
fyrir fram og svo afganginn þegar
hann er af hentur.
Maxwell vann lengi með Gaga
en sleit sig frá Haus of Gaga í
fyrra. Þá hafði hann verið í rúman
áratug á bak við útlit hennar.
Gaga telur hann einn af sínum
bestu vinum og fannst ekki nema
sjálfsagt að snúa sér til Maxwells
þegar kom að því að velja eitthvað
tímalaust fyrir hátíðina sam-
kvæmt Vogue.
ESTÉE LAUDER DAGAR Í SIGURBOGANUM
28. FEBRÚAR 4. MARS
20% afsláttur af öllum Estée Lauder vörum og þessi glæsilegi kaupauki
fylgir* ef keyptar eru Estée Lauder vörur fyrir 8900 kr eða meira.
Sérfræðingur frá Estée
Lauder verður í versluninni
og tekur vel á móti þér.
*á meðan birgðir endast
20%
AFSL
ÁTT
UR
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
3
-D
9
B
8
2
2
7
3
-D
8
7
C
2
2
7
3
-D
7
4
0
2
2
7
3
-D
6
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K