Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 52
BÍLAR Lúxusbílaframleiðandinn Mini, sem er í eigu BMW, mun framleiða sinn alöflugasta bíl í formi bíls sem bera mun nafnið Mini John Cooper Works GT og verður hann vopn- aður 300 hestafla vél. Aðeins verða framleidd 3.000 eintök af bílnum. Bíllinn verður fyrst sýndur á bíla- sýningunni New York Auto Show í apríl. Þessi hestaflatala setur bílinn á par við kraftatröll eins og Honda Civic Type R með sín 306 hestöfl en á þó nokkuð land með að ná Ford Focus RS sem er 350 hestöfl. En Mini John Cooper Works GT er þó minni bíll en þessir báðir og ætti því að geta veitt þeim keppni í snerpu og hraða. Vélin í Mini-bílnum verður fjögurra strokka og 2,0 lítra með öflugri forþjöppu. 300 hestafla Mini Cooper Eftir að Bentley jók afl 12 strokka Bentayga-jeppans úr 600 í 626 hest- öfl lék þeim hjá Bentley forvitni á að vita hvort hann væri með því ekki orðinn hraðskreiðasti fjöldafram- leiddi jeppi heims og það reyndist hann einmitt vera. Hann náði 306 kílómetra hraða, en Lamborghini Urus jeppinn hefur verið mældur með hámarkshraðann 305 km/ klst. Hins vegar er Lamborghini Urus sneggri á sprettinum og kemst á 100 km hraða á 3,6 sekúndum, en það tekur Bentley Bentayga 3,9 sek- úndur, enda er hann þyngri. Þessi af laukning vélar Bent- ayga hefur gert hann 0,2 sekúnd- um sneggri og með 5 km meiri hámarkshraða. Þessi aflmeiri gerð Bentayga fær nafnið Speed í endann og er enn dýrari en sú hefðbundna. Það þýðir 28,2 milljónir í stað 25,2 milljóna í Bretlandi, en hann væri reyndar mun dýrari hingað kominn enda færi hann í hæsta vörugjalda- flokk. Heimsins fljótasti jeppi Varar við 10% hækkun vegna Brexit-útgöngunnar Þriðja árið í röð létu yfir 40.000 manns lífið í bílslysum í Bandaríkj- unum á nýliðnu ári. Góðu fréttirnar eru þó þær að dauðaslysum fækkaði um 1% frá árinu 2017, en slæmu frétt- irnar eru þær að 17% fleiri dauðaslys urðu í fyrra en fyrir fjórum árum. Það er sannarlega umhugsunar- efni að með sífellt betri öryggis- búnaði nýrra bíla hafi dauðaslysum í umferðinni fjölgað talsvert frá árinu 2011. Rannsóknir sýna þó að öryggisbúnaður eins og sjálfvirk hemlun kemur í veg fyrir mörg slys, en það er greinilega eitthvað annað sem kemur á móti. Farsímanotkun aukið slysin aftur Aukin umferð í Bandaríkjunum og mikil sala bíla á vafalaust hlut í því en líka farsímanotkun ökumanna sem oftsinnis veldur alvarlegum slysum. Þá er einnig bent á að sífellt betri af þreyingarkerfi bíla með teng- ingu við síma taki oft athygli öku- mannanna. Þá hefur dauðaslysum á gangandi vegfarendum fjölgað og í mörgum tilvikum er um að ræða fólk á kafi í símanum. Einn- ig er bent á fjölgun slysa í ríkjum þar sem maríjúanareykingar eru leyfðar með lögum. Flest dauðaslys árið 1972 Forvitnilegt er að skoða fjölda dauða- slysa í umferðinni í Bandaríkjunum frá upphafi bílaumferðar þar í landi. Fyrstu dauðaslysin voru skráð árið 1899 en þá voru þau 26 en voru orðin 567 strax aldamótaárið 1900, þ.e. árið eftir. Flest dauðaslys í umferðinni voru árið 1972 en þá voru þau 54.589 en fækkaði síðan stöðugt allt til ársins 2011 er þau voru komin niður í 32.479. Síðan þá fjölgaði þeim aftur til ársins 2016 er þau voru skráð yfir 40.000. Örlítil fækkun hefur orðið á bana- slysum síðustu tvö ár og vonandi helst sú þróun áfram. Þýski sportbílafram-leiðandinn Porsche hefur varað breska kaupendur Porsche bíla við því að bílar þeirra gætu hækkað í verði um 10% við Brexit útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Allir þeir kaupendur í Bretlandi sem pantað hafa Porsche bíla eftir 18. janúar síðastliðinn hafa fengið bréf frá Porsche þess efnis að ofan á áður tilgreint verð gæti bæst við 10% tollur. Þetta gildir þó ekki um þá sem pantað hafa Porsche bíla sína fyrir 18. janúar. Þessi tilkynning Porsche er langt frá því gleðiefni að sögn forsvars- manna Porsche en þeir hafi engu að síður neyðst til að tilkynna þetta til þess að kaupendum sé kunnugt um þessa mögulegu hækkun. Gæti minnkað mikið sölu Leiða má getum að því að þetta muni ekki örva söluna á Porsche bílum í Bretlandi, að minnsta kosti þangað til tilkynnt hefur verið um einhvern útgöngusamning sem kveður á um annað og það vonandi tollaleysi til einhvers tíma. Porsche er fyrsti bílaframleið- andinn sem tilkynnir kaupendum sínum um hvað er í húfi og hvað enginn Brexit samningur gæti þýtt. Búast má við því að aðrir bílafram- leiðendur fylgi í kjölfarið og heyrst hafa raddir um það að Volvo muni brátt birta verð á 2020 árgerðum af bílum sínum með 10% hækkun. Allir þeir kaup- endur í Bretlandi sem pantað hafa Porsche-bíla eftir 18. janúar síðastlið- inn hafa fengið bréf frá Porsche þess efnis að ofan á áður tilgreint verð gæti lagst 10% tollur. LEIÐA MÁ GETUM AÐ ÞVÍ AÐ ÞETTA MUNI EKKI ÖRVA SÖLUNA Á PORSCHE- BÍLUM Í BRETLANDI, AÐ MINNSTA KOSTI ÞANGAÐ TIL TILKYNNT HEFUR VERIÐ UM EINHVERN ÚTGÖNGUSAMNING. Það mun muna mikið um 10% hækkun á verði Porsche 911. Yfir 40.000 dóu í bílslysum í Bandaríkjunum í fyrra Mini John Cooper Works GT. Fyrsta dauðaslysið í umferðinni í Bandaríkjunum var skráð árið 1899. Bentley Bentayga. 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 3 -A 8 5 8 2 2 7 3 -A 7 1 C 2 2 7 3 -A 5 E 0 2 2 7 3 -A 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.