Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 54
Í ÞESSU LJÓÐI ER ÉG AÐ FJALLA UM HNATT- RÆNA HLÝNUN OG HNIGNUN JARÐARINNAR EN REYNI AÐ GERA ÞAÐ Á SKEMMTILEGAN MÁTA. www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Söngkonan Dísella Lárus­dót t ir kemu r f ram í Salnum í viðtalstónleika­röðinni Da Capo, laugar­daginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maður­ inn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella. Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Moz­ arts La Clemenza di Tito í Metro­ politan­óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitan­ óperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjöl­ mörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Cola­ santi sem f lutt verður á Spol eto Festival dei due Mondi tónlistar­ hátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guð­ rún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt Frábært tækifæri Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitan- óperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“ Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan­óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlut­ verk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tæki­ færi, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvem­ ber og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Met ro polit an­ óper u nni seg ir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strák­ ana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“ „Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdenta­ blaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóða­ samkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðra­ brigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“ Byrjaði að yrkja í leikskóla  Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öf lugt tímabil við lok grunnskóla og eitt­ hvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissu­ lega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóða­ bókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höf­ undar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera alls­ herjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir. kolbrunb@frettabladid.is Tvöfaldur ljóðaverðlaunahafi Ægir Þór Jahnke verðlaunaskáld er að undirbúa útgáfu á menningartímariti sem á að fá hið frumlega heiti Skandali. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Slabb 40 dagar og 40 nætur árabátar frá BSÍ á hálftíma fresti þú tekur kanó niður Njarðar- götu út á flugvöll þaðan gufuskip upp í Öskjuhlíð. Það styttir upp tímabundið í júlí en spáð er næturfrostum frá og með ágúst áætlað er að kaupa ísbora til að flýta fyrir byggingu borgarlínu. 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 3 -B C 1 8 2 2 7 3 -B A D C 2 2 7 3 -B 9 A 0 2 2 7 3 -B 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.