Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Page 8
8 FÓKUS - VIÐTAL 18. janúar 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is A lltaf þegar að ég sé hana gráta, þá er ég viss um að hún veit hvar hú er og að við höfum sett hana inn á þessa stofnun í geymslu. Þetta er nefnilega lítið annað en geymsla fyrir fólk sem getur ekki verið með okkur hinum í daglegu lífi og fá úr- ræði eru fyrir,“ segir Áslaug Dröfn Sigurðardóttir sem hefur undan- farin ár horft upp á móður sína hverfa inn í eigin skel vegna fram- heilabilunar. Í samtali við DV segist Áslaug upplifa mikið þekkingar- og reynsluleysi þegar kemur að um- önnun heilabilaðra hér á landi. Á dögunum ritaði Áslaug færslu á Facebook í tilefni af 70 ára afmælisdegi móður sinnar. Líkt og hún bendir á í færslunni varð móðir hennar sjötug án þess að hafa hugmynd um það. Dagarnir hennar fara í að labba ganginn sinn fram og til- baka þangað til að hún er orðin kengbogin og st rf maður leiðir hana inn í rúm til að hvíla sig, Svo er hádegismatur. Eftir hádegismat er hún leidd fram í Lazyboy og situr þar góða stund með hinum vistmönnunum að horfa á sjón- varpið. Svo er kvöldmatur. Áslaug bendir á að það þurfi að skilja heilabilun til að geta með- höndlað hana rétt og vel. Móðir hennar verði oft hrædd og reið án þess nokkur viti eða skilji hvers vegna. Engu að síður séu til að- ferðir til að gera aðhlynningu hennar bærilega. Ég skil ekki afhverju þetta er svona. Afhverju er ekki til meiri peningur til að setja í þjálfun og laun fyrir fólkið sem sér um eldri kynslóðina þegar að við getum ekki eða viljum ekki lengur gera það? Eiga ekki flestir eldri ættingja sem þeim er annt um og vilja að klári sína tilvist í góðu umhverfi? Ég hata þessa sjúkdóma, þeir stálu af mér mömmu minni og ömmu barnanna minna. Yngsti sonur minn mun aldrei kynnast „ömmu klikk“ einsog ég held að hún hefði verið elskulega kölluð. Flippkindin hún amma Anna. Mig langar að vaða inn á skrifstofu hjá fólki sem að sér um þessi mál og öskra og garga og grenja framan í þau. Mig langar að gera einsog í bíómyndunum og láta þau finna sorgina og reiðina sem að blossar upp þegar að ég sé mömmu mína gráta án þess að geta nokkuð gert. Mig langar að láta þau finna mín- ar tilfinningar. Þá hljóta þau að gera eitthvað í þessu er það ekki? Lúmsk einkenni í byrjun Móðir Áslaugar var alla tíð fíl- hraust; vinmörg og ævintýragjörn. Þriggja barna móðir sem starfaði sem leikskólastjóri og hafði gaman af lífinu. „Mamma var alltaf algjör sígauni. Hún var svona „grab life by the horns“-týpa, vog, það var alltaf stuð og gaman í kringum hana. Hún var svona flippkind og alltaf „Stundum horfir hún í augun á mér og grætur og ég veit ð hún vill deyja Móðir Áslaugar er langt leidd af framheilabi un „Við notum húmorinn til að gera þetta bærilegt. Annars er þetta allt svo vonlaust og sárt.“ MYND: HANNA/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.