Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Blaðsíða 22
22 18. janúar 2019AÐSEND GREIN
Umboðsaðilar: Húsgagnaval Höfn Bara snilld ehf. Egilsstöðum
Við þurfum áreiti
U
ndir vorið á árinu sem leið
gerði NATÓ árás á Sýrland.
Sú árás var gerð í okkar
nafni, í nafni Íslands. Þetta
var okkur sagt að væri hefnd fyrir
eiturefnaárás Sýrlandsstjórnar á
sína eigin þegna nokkrum dög-
um fyrr.
Síðar kom í ljós að ekki var fót-
ur fyrir þessum ásökunum, allt
upplogið. Mikið fór fyrir fréttum af
þessari uppdiktuðu eiturefnaárás
sýrlenskra stjórnvalda en minna
hefur farið fyrir eftirmálum í frétt-
um, þar á meðal vitnaleiðslum
þeirra sem ranglega voru bornir
þessum ásökunum.
Með öðrum orðum, þegar á
heildina er litið, hafa ósannindin
ekki þótt fréttaefni í aðildarríkj-
um NATÓ, hvað þá að stjórnmála-
menn hafi þurft að ræða ábyrgð
sína.
Sama var um Líbíu. Ósannindi
og lygar um Líbíu í aðdraganda
árása NATÓ á það land árið 2011
hafa ekki verið brotnar til mergj-
ar í ríkjum „vinaþjóða“ Íslands í
NATÓ.
Fjórða valdið, eins og megin-
straums fjölmiðlaheimurinn
stundum oflátungslega kall-
ar sig, fylgir ríkisvaldinu að
málum, eins fast á hæla þess
og rófan fylgir hundi sín-
um.
Beeley og Bartlett
Í mars í fyrra kom
hingað til lands bresk
fréttakona að nafni
Vanessa Beeley,
þaulkunnug mál-
efnum MiðAust-
urlanda frá barn-
æsku. Á tímum
Suez-stríðsins, á
sjötta áratug síð-
ustu aldar. Var fað-
ir hennar rómaður í
bresku utanríkisþjónustunni fyr-
ir sérþekkingu á málefnum Mið-
-Austurlanda og varð hann sendi-
herra Breta í Sádi- Arabíu og síðar
Egyptalandi og hefur Vanessa ver-
ið á þeim slóðum síðan. Ekki svo
að skilja að sú slóð vísi hinn eina
rétta veg, nálægðin getur meira að
segja þvert á móti verið varasöm
þegar hlutlægrar yfir sýnar er þörf.
Vanessu Beeley var almennt vel
tekið í Safnahúsinu í Reykja-
vík þegar hún
flutti fyrirlestur
sinn þar um
málefni Sýr-
lands en
afleitar
viðtökur
fékk hún
frá hendi
þeirra sem
matreiða fyr-
ir okkur fréttir
á stærri fjölmiðl-
um okkar, og vísa ég þar sérstak-
lega til Ríkisútvarpsins. Þar á bæ
virtust menn hafa „googlað“ fyr-
irlesarann og séð hve margir voru
tilbúnir að tala hann niður. Nær
hefði verið að takast á við inntak
þess sem Vanessa Beeley hafði
fram að færa varðandi stríð sem
svo augljóslega er tengt inn í
sjálfa mænu þeirra sem stýra
örlögum mannkynsins í krafti
auðs og valda. Þeir hinir sömu
víla ekki fyrir sér að sverta alla
þá sem tala á annan veg en
þann sem þeim þóknast. Þetta
skýrir „googlið“ um Beeley en
einnig um Bartlett!
Gagnrýnin á hina ógagnrýnu
Nú er nefnilega annar gagnrýninn
fyrirlesari kominn hingað til lands,
sem einnig mun kynna athugan-
ir sínar í Safnahúsinu í hádegis-
fyrirlestri. Það verður næstkom-
andi laugardag. Þetta er kanadíska
fréttakonan Eva Bartlett. Hún hef-
ur fylgst mjög náið með gangi
mála í Mið-Austurlöndum, sér-
staklega í Sýrlandi síðustu árin
en áður í Palestínu, en þar dvaldi
hún um alllangt skeið bæði á Vest-
urbakkanum og á Gazasvæðinu.
Bæði frá Palestínu og Sýrlandi hef-
ur verið stríður straumur frétta frá
Evu Bartlett í sjónvarpsstöðvum,
blöðum og tímaritum. Rússneska
sjónvarpið hefur birt fréttir frá
Evu í talsverðum mæli og þykir
það nóg ástæða fyrir fordæmingu.
Rússar beita sér fyrir hagsmunum
þvert á NATÓ og er vissulega mik-
ilvægt að hafa allt þetta í huga, en
þá með opin augu en ekki bund-
ið fyrir þau. Þannig er það stað-
reynd, sem sjaldan er hampað, að
NATÓ-ríki studdu ISIS-samtökin
og sambærileg hryðjuverkasam-
tök í Sýrlandi, þar til þau komust
yfir olíulindir í landamærahéruð-
um að Írak.
Fyrirlestur Evu Bartlett verður
athyglisverður, því þori ég að lofa,
en ekki kæmi mér á óvart að hann
verði jafnframt umdeildur því hún
talar tæpitungulaust og er gagn-
rýnin á hina ógagnrýnu!
Líbíu-lygar afhjúpaðar
Á fundinum verða einnig með
innlegg Berta Finnbogadóttir, sem
fylgst hefur náið með gangi mála
í Mið-Austrinu og fréttaflutningi
þaðan, svo og Jón Karl Stefánsson
fræðimaður sem hefur gert úttekt
á fréttaflutningi norskra fjölmiðla
á árásinni á Líbíu. Hann hefur
skoðað fréttaflutninginn annars
vegar og hins vegar atburðarásina
eftir að hamaganginum linnti og
hið sanna kom í ljós.
Ég er þeirrar skoðunar að við
þurfum meira áreiti inn í um-
fjöllun um erlend málefni. Ég
þykist greina að fréttastreyminu
frá átakasvæðum, þar sem miklir
hagsmunir stórvelda eru í húfi,
sé oftar en ekki handstýrt af hálfu
þessara sömu stórvelda. Og er þar
hvert sem annað.
Um allt þetta verða reidd fram
dæmi á fundinum.
Leitum óhrædd sannleikans
Að lokum um líkindareikning. Ríki
sem eiga mikið undir í stríðsátök-
um verja óheyrilegum upphæðum
fjár í kaup á sprengjum og vígtól-
um. Þau sem byggja á lýðræðis-
legum grunni þurfa að gæta þess
að hafa almannaviljann í löndum
sínum á bak við sig.
Þá er ekki úr vegi að spyrja
hvort ekki séu talsverðar líkur á
því að þau reyni að hafa áhrif á það
hvaða fréttir eru fluttar af vettvangi
og hvernig þær fréttir eru fluttar.
Þarna er hætt við að veruleikinn
verði afskræmdur enda er það tak-
markið.
Hve langt er gengið í afskræm-
ingu sannleikans hygg ég þó að
komi flestum þeim á óvart sem
leggja sig eftir því að grafast fyrir
um sannleikann. En það þurfum
við hins vegar að gera ef við viljum
standa vörð um upplýst og réttsýnt
samfélag. n
Ögmundur Jónasson, fyrrver-
andi þingmaður og ráðherra.
Eva Bartlett
Kanadísk fréttakona
sem hefur fylgst náið
með Mið-Austurlöndum.„Ég þykist greina að
fréttastreyminu frá
átakasvæðum, þar sem
miklir hagsmunir stórvelda
eru í húfi, sé oftar en ekki
handstýrt af hálfu þessara
sömu stórvelda.
Ögmundur Jónasson Þing-
maður frá 1995 til 2016.