Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Helgi Bjarnason
Axel Helgi Ívarsson
„Okkur ber skylda til að hafa eftirlit
með stjórnkerfi borgarinnar. Þau
þrjú mál sem birtust eftir kosningar
eru áfellisdómur yfir stjórnkerfi
Reykjavíkurborgar. Ef ráðuneyti
hefði fengið slíkan áfellisdóm hefði
örugglega verið kallað eftir afsögn
ráðherra,“ segir Vigdís Hauksdóttir,
borgarfulltrúi Miðflokksins.
Hún flutti tillögu á fundi borgar-
stjórnar í gær um að gerð verði óháð
úttekt á starfsemi æðstu stjórnar
Reykjavíkur. Farið verði yfir allan
kostnað, verkaskiptingu og skil-
virkni í ört vaxandi kostnaði, tíð mis-
tök, dóma, kvartanir og aðrar at-
hugasemdir gagnvart borginni sem
komið hafa upp undanfarna mánuði.
Vigdís nefnir sérstaklega þrjár
ástæður fyrir tillöguflutningnum, úr-
skurð jafnréttisráðs vegna ráðning-
ar borgarlögmanns, skýrslu umboðs-
manns Alþingis um þjónustu við
heimilislausa og dóm héraðsdóms
um slæma framkomu skrifstofu-
stjóra skrifstofu borgarstjóra og
borgarritara gagnvart samstarfs-
manni.
Borgin játaði sig sigraða
Spurð sérstaklega um síðast-
nefnda málið segir hún að eftir að
dómur féll og borgin játaði sig sigr-
aða með því að áfrýja ekki dómnum
til æðra dómstigs og greiddi starfs-
manninum miskabætur þá hafi verið
sett af stað nýtt mál, rannsóknar-
réttur, til að neyða starfsmanninn til
að taka þátt í eineltisrannsókn.
„Ég á ekki nógu sterk orð til að
lýsa því að eftir það sem á undan er
gengið skuli yfirmenn borgarinnar
halda áfram að elta manninn með
þessum hætti. Það er algerlega for-
dæmalaust,“ segir Vigdís.
Ekki ráð að gera nýja úttekt
Eftir mikla umræðu um tillögu
borgarfulltrúa Miðflokksins um
óháða úttekt á starfsemi æðstu
stjórnar Reykjavíkur þar sem fjöldi
borgarfulltrúa steig upp í ræðustól
var tillagan felld með tólf atkvæðum.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti
Viðreisnar í Reykjavík, sagði að ekki
væri nauðsyn á slíkri úttekt að svo
stöddu. Þórdís sagði það vera m.a.
skýrt í meirihlutasáttmálanum
hvernig mætti m.a. einfalda og bæta
stjórnsýslu borgarinnar.
Í andsvari sínu til Þórdísar sagði
Vigdís Hauksdóttir að síðasta úttekt
um stjórnkerfi og stjórnsýslu borg-
arinnar hefði komið út fyrir fimm ár-
um en í tillögunni er bent á atriði frá
síðustu þremur til fjórum árum.
„Hefði eitthvað af þessum málum
komið fram á sjónarsviðið fyrir kosn-
ingar þá er ég ansi hrædd um lands-
lagið væri öðruvísi í stjórnmálum
Reykjavíkur,“ sagði Vigdís enn
fremur í andsvari sínu.
Miklar umbætur verið gerðar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
sagði að í skýrslunni frá 2013 kæmi
fram að stjórnsýsla borgarinnar
væri með ásættanlegum hætti. Þó
hefðu margar ábendingar verið lagð-
ar fram og mikið verið unnið úr þeim.
„Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar er í
fararbroddi hér á landi í fagmennsku
og vinnubrögðum og hefur verið
lengi. Úttektin var gerð til að bæta
þar enn um betur. Við notum hverja
einustu ábendingu til að gera betur í
hverju máli,“ sagði Dagur.
Stjórnkerfi verði rannsakað
Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða úttekt á starfsemi æðstu stjórnar
Reykjavíkur Meirihlutinn felldi tillöguna eftir umræðu á fundi borgarstjórnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fulltrúar Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí var langur og stóð ennþá yfir á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Lögmaður fjármálastjóra ráðhúss
hefur formlega óskað eftir því við
mannauðsstjóra skóla- og frí-
stundasviðs borgarinnar að
Reykjavíkurborg felli niður stjórn-
sýslumál vegna eineltis gagnvart
fjármálastjóranum. Fram kemur
það álit að umræddur starfsmaður
geti ekki verið aðili að málinu þar
sem hann hafi aldrei lagt fram
neinar kvartanir um að hann hafi
verið lagður í einelti. Engar for-
sendur séu fyrir rannsókninni.
Stjórnsýslumálið er grundvallað
á erindi Helgu Bjargar Ragnars-
dóttur, skrifstofustjóra skrifstofu
borgarstjóra og borgarritara, til
borgarritara þar sem fram kemur
að fjármálastjórinn hafi lagt fram
kvartanir um að hann hafi verið
lagður í einelti af hennar hálfu.
Lögmaðurinn bendir á að þarna sé
rangt farið með. Hann hafi aldrei
lagt fram eineltiskvörtun í þessa
veru. Einnig er vísað til yfirlýsingar
Reykjavíkurborgar í þá átt, í dóms-
málinu þegar Reykjavíkurborg var
dæmd til að greiða fjármálastjór-
anum skaðabætur vegna slæmrar
framkomu skrifstofustjórans í
hans garð og skrifleg áminning
hans gerð ógild.
Í bréfi lögmannsins er einnig
sett fram hörð gagnrýni vegna
vinnubragða borgarinnar í stjórn-
sýslumálinu. Starfsmaðurinn hafi
sjálfur þurft að eiga frumkvæðið
að því að afla sér gagna málsins
og honum hafi ekki verið veittur
andmælaréttur vegna beiðna
skrifstofustjórans um eineltis-
rannsókn. „Stjórnsýsla Reykjavík-
urborgar í þessu máli öll er því í
hreinu skötulíki,“ segir þar á öðr-
um stað þegar athugsemdirnar
eru dregnar saman.
Rannsókn verði hætt
ANDMÆLI STARFSMANNS VEGNA „EINELTISMÁLSINS“
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Afrísk svínapest heldur áfram að
breiðast út í Evrópu. Hún finnst
nú í Búlgaríu, Eistlandi, Lettlandi,
Litháen, Póllandi, Tékklandi,
Rúmeníu, Ítalíu og í Ungverja-
landi, samkvæmt upplýsingum á
síðu dönsku matvælastofnunar-
innar. Svo virðist sem veikin
breiðist vestur eftir Evrópu. Pest-
in leggst jafnt á villisvín og alisvín
og er bráðdrepandi. Fólki stafar
ekki hætta af veirunni sem veldur
veikinni.
Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina-
dýralæknir hjá Matvælastofnun,
sagði að vel væri fylgst með þró-
uninni og nýjum tilfellum sem
kæmu upp í Evrópu. „Svínabænd-
ur eru mjög meðvitaðir um þetta
og smitvarnir á svínabúum eru
mjög strangar. Fólki er ekki
hleypt þar inn hafi það verið ný-
lega í snertingu við útlend svín.
Það verða að líða að minnsta kosti
48 klukkustundir frá því að verið
var á svínabúi erlendis þar til fæst
leyfi til að fara inn á svínabú hér.
Auk þess eru viðhafðar ýmsar var-
úðarráðstafanir, höfð fataskipti og
farið í sturtu og fleira,“ sagði Vig-
dís. Hún sagði að útbreiðsla afr-
ísku svínapestarinnar væri mikið
rædd í Evrópu og mikið áhyggju-
efni. Við njótum þess að það þurfi
að fara yfir haf til að komast hing-
að. Helsta uppspretta faraldursins
í Evrópu er í villisvínum og þaðan
smitast veikin í alisvín. Villisvín
eru ekki til hér á landi. Vigdís
sagði að líklegasta mögulega smit-
leið afrískrar svínapestar í íslensk
svín væri ef flutt væri inn ólöglegt
og smitað kjöt sem svo kæmist í
snertingu við svín. Takmarkanir á
innflutningi á kjöti væru því mik-
ilvæg forvörn í þessu sambandi.
„Það er mikilvægt að brýna fyr-
ir þeim sem halda gælusvín,
stunda það sem við köllum grísa-
hald í garðinum, að fóðra ekki
svínin með matarleifum sem inni-
halda kjötafurðir. Svínabændur
gefa sínum svínum ekki matar-
leifar, nema þá brauð sem er í
lagi,“ sagði Vigdís. Hún sagði að
það leyndi sér ekki ef afrísk svína-
pest kæmi upp á svínabúi. Lang-
flest svínin sem smituðust dræp-
ust á örfáum dögum.
Afrísk svínapest breiðist
út á meginlandi Evrópu
Bráðdrepandi pest Ýmsar varnir vernda íslensk svín
Morgunblaðið/Eggert
Grís Þeir sem halda svín eiga alls
ekki að gefa þeim kjötafurðir.
Morgunblaðið/Ernir
Dómsalur Lögmenn þurfa að gæta
að háttsemi ella sæta kvörtunum.
Það sem af er þessu ári hafa fimm
lögmenn verið áminntir fyrir störf
sín af Úrskurðarnefnd lögmanna.
Það er sami fjöldi og hlaut áminn-
ingu allt árið í fyrra.
Úrskurðarnefnd lögmanna fjallar
annars vegar um ágreining sem
kann að koma upp milli lögmanna og
umbjóðenda hans um þóknun lög-
manna og hins vegar um kvartanir
sem koma fram vegna háttsemi lög-
manna, háttsemi sem kann að stríða
gegn lögum eða siðareglum.
Samkvæmt upplýsingum frá úr-
skurðarnefndinni komu 39 mál inn á
borð nefndarinnar árið 2017 og á því
ári voru 29 úrskurðir kveðnir upp.
Fundið var að störfum lögmanna í
sjö úrskurðum og fimm lögmenn
voru áminntir vegna framgöngu
sinnar í starfi.
Það sem af er þessu ári hafa verið
kveðnir upp 20 úrskurðir hjá úr-
skurðarnefndinni. Í þeim hefur verið
fundið að störfum lögmanna í fjórum
tilvikum en áminnt hefur verið í
fimm tilvikum.
Einar Gautur Steingrímsson,
hæstaréttarlögmaður og formaður
úrskurðarnefndarinnar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að nefndin
fundaði að jafnaði einu sinni í mán-
uði.
„Ef ekki er ástæða til að áminna er
veitt aðfinnsla. Áminning er svo eins
og gula spjaldið. Rauða spjaldið er
þegar við leggjum til sviptingu. Ef
brot eru mjög stór eða ítrekuð getur
nefndin lagt til sviptingu lögmanns-
réttinda, annaðhvort varanlega eða
tímabundið,“ segir Einar Gautur.
hdm@mbl.is
Fimm lögmenn
áminntir í ár
Sami fjöldi í ár og allt árið í fyrra
Nærri öll borgarstjórn sameinaðist
um á fundi sínum í gær að Lauga-
vegur, Bankastræti og valdar götur
í Kvos verði gerðar að göngugötum
allt árið. Borgarstjórn samþykkti
mótatkvæðalaust að fela umhverf-
is- og skipulagssviði að gera tillögu
að útfærslu Laugavegar og Banka-
strætis sem göngugötur allt árið
ásamt þeim götum í Kvosinni sem
koma til greina sem göngugötur.
Jafnframt verði sviðinu falið að út-
færa endurhönnun umræddra
göngusvæða með tilliti til öryggis
og vellíðunar gangandi vegfarenda
og vandaðrar borgarhönnunar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
sagði á Facebook-síðu sinni að
ákvörðunin væri „ánægjuleg tíma-
mót“. Hildur Björnsdóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fagn-
aði einnig samþykktinni.
Laugavegur
að göngu-
götu allt árið
Breytt Samstaða var um tillöguna.
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokks um að svifryk fari ekki yfir
heilsuverndarmörk og tillaga borg-
arfulltrúa Samfylkingarinnar, Við-
reisnar, Pírata og Vinstri grænna
um viðbragðsáætlun um loftgæði
voru sameinaðar í eina tillögu eftir
umræðu á borgarstjórnarfundi í
gær. Var hin breytta tillaga svo
samþykkt af öllum fulltrúum. Í
hinni breyttu tillögu segir m.a. að
borgarstjórn samþykki að fela um-
hverfis- og skipulagssviði í samráði
við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
að endurskoða viðbragðsáætlun um
loftgæði. Þá verður sérstök áhersla
lögð á að leita nýrra leiða til að
draga úr uppsprettu svifryks.
Saman um tillögu
um loftgæði