Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 27
um 200 manns eru í námi þar. „Þótt ég sé ekki stærðfræðingur að mennt var ég í mjög fræðilegri efnafræði þar sem stærðfræði er notuð mikið og ég er mikill áhugamaður um stærðfræði.“ Stærðfræðin er einmitt ástæðan fyrir því að margir flosna úr námi. „Þess vegna eru nemendur svo ánægðir þegar ég næ til þeirra og þeir fara að ráða við stærðfræðina sem þeir hafa aldrei haft trú á að geta. Þetta er spurning um að kynn- ast einstaklingnum því það þarf að beita misjöfnum aðferðum. Það sem nemendur eiga sameiginlegt er að allir geta lært stærðfræði, það tekur bara misjafnlega langan tíma.“ Gísil hefur náð miklum árangri í stærðfræðikennslunni enda var hann útnefndur Framúrskarandi kennari ársins af Menntasviði Há- skóla Íslands í júní síðastliðnum. Auk kennslunnar á Háskólabrú tekur Gísli þátt í tilraunaverkefni með raunfærnimat fyrir ríkisstarfs- menn sem vilja mennta sig frekar. „Það er í samstarfi við Starfsmennt og ég geri raunfærnimat í stærð- fræði.“ Gísli var þjálfari efnafræði- nema á fjórum ólympíumótum og voru þau haldin í Moskvu, Taívan, Ungverjalandi og Þýskalandi. Gísli tók að sér að stýra loftgæða- mælingum fyrir álverið í Helguvík. „Við erum óháðir aðilar og byrjuð- um fyrir tveimur árum og höfum aldrei mælt neitt sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af verksmiðj- unni. Sænsk rannsóknastofa gerði mistök vorið 2017 og tölurnar voru fimmfalt hærri en áttu að vera. Um var að ræða augljósa kerfisbundna villu og rannsóknastofan baðst af- sökunar en þá var þetta komið út um allt í fjölmiðlum.“ Áhugamál Gísla auk stærðfræð- innar eru skák og skrafl. „Ég keppi á Íslandsmóti skákfélaga og Ís- landsmótinu í skrafli, hef ekki enn náð á verðlaunapall í skraflinu en það er stefnan.“ Gísli ætlar að bíða með afmælis- veisluna þar til í október. „Við erum þrír vinir sem eigum allir 50 ára af- mæli á svipuðum tíma, einn átti af- mæli í ágúst og sá þriðji í október og ákváðum að halda sameiginlegt partí þá.“ Fjölskylda Börn Gísla og fyrrverandi eigin- konu hans, Sigurlaugar Sigurjóns- dóttur, f. 30.9. 1971, skrifstofustjóra Heilsugæslunnar í Salahverfi, eru 1) Dagmar Lárusdóttir, f. 13.7. 1988, tanntæknir, bús. í Reykjavík. Maki: Benedikt Björnsson. Barnabarn: Marinó Myrkvi Theódórsson; 2) Auður Gísladóttir, f. 26.1. 1997, nemi, bús. í Reykjanesbæ; 3) Goði Hólmar Gíslason, f. 6.10. 2000, veit- ingamaður, bús. í Reykjavík. Bróðir Gísla er Sigurpáll Hólmar Jóhannesson, f. 11.3. 1974, stáltækn- ir, bús. í Danmörku. Foreldrar Gísla eru Jóhannes Hólmar Jóhannesson, f. 5.10. 1951, húsasmíðameistari í Reykjanesbæ, og Auður Gísladóttir, f. 9.7. 1950, fyrrverandi bankastarfsmaður, bús. í Kópavogi. Þau eru skilin. Gísli Hólmar Jóhannesson Ágústa Jónsdóttir verkakona í Reykjavík Guðmundur Erlendsson verkamaður í Reykjavík Gísli Guðmundsson bryti í Reykjavík Dagmar Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík Auður Gísladóttir fv. bankastarfsmaður í Kópavogi Sigríður Gísladóttir verkakona í Reykjavík Guðmundur Bergþórsson verkamaður í Reykjavík ngibjörg Jóhannesdóttir bóndi á Syðsta-Ósi í Miðfirði IGuðmundurHólmarJónsson fv. Íslandsmeistari í spjótkasti Áslaug Gísladóttir ankastarfsmaður í Rvíkb Dj Margeir plötusnúður í Rvík Brjánn Ljótsson doktor í sálfræði í Svíþjóð Þórunn Jóhannesdóttir vinnur við umönnun á dvalarheimili í Svíþjóð Ófeigur Hólmar Jóhannesson afvirkjameistari áAkureyri r Helgi Hólmar Ófeigsson viðskipta- fræðingur í Noregi Guðmundur Hólmar Helgason landsliðsmaður í handbolta Björnónía Guðný Hallgrímsdóttir húsfreyja á Siglufirði Sigurður Jónsson hákarlaveiðimaður og bóndi á Siglufirði Jóhannes Kristinn Sigurðsson fiskimatsmaður á Siglufirði Laufey Sigurpálsdóttir húsmóðir á Siglufirði Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Svarfaðardal Sigurpáll Sigurðsson bóndi í Svarfaðardal Úr frændgarði Gísla Hólmar Jóhannessonar Jóhannes Hólmar Jóhannesson húsasmíðameistari í Reykjanesbæ Í Kreml Gísli á ólympíumótinu í efnafræði, hér staddur við stærstu fallbyssu heims. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 90 ára Ingibjörg Sveinbjarnardóttir 85 ára Ellen Þorkelsdóttir Ragnheiður Þorsteinsdóttir Svala Aðalsteinsdóttir Svava Sigurjónsdóttir 80 ára Birkir Skarphéðinsson Tryggvi Ísaksson 75 ára Gerður G. Óskarsdóttir Guðný Þorvaldsdóttir Hermann Jónsson Bragason Hróbjartur Vigfússon Jórunn Þorbjörg Jóhannesdóttir Lára Þorsteinsdóttir Ragnheiður Hjaltadóttir Valdís Þórðardóttir 70 ára Gísli J. Jónatansson Guðný R. Jónasdóttir Hannes Thorarensen Helga Haraldsdóttir Sigurður H. Helgason Sveinn Guðmundsson 60 ára Björk Bergþórsdóttir Friðjón Bjarnason Ilmur Árnadóttir Indriði Jóhannsson Karl Björgúlfur Björnsson Krzysztof Banas Ólafur Rögnvaldsson Sólveig Brynja Skúladóttir Þuríður Steinþórsdóttir 50 ára Elsa Sigrún Elísdóttir Gísli Hólmar Jóhannesson Haukur Antonsson Inga Dóra Halldórsdóttir Jenný Jóakimsdóttir Jón Sveinsson Magnús Friðrik Valgeirsson Margrét Kristjánsdóttir Níels Alvin Níelsson Úlfar Helgason Ægir Þórðarson Öystein Mathisen 40 ára Árný Þóra Ármannsdóttir Ása Arnfríður Kristjánsd. Eva Karen Þórðardóttir Guðmundur Þór Svanbergsson Jón Steindór Sveinsson Leifur Sædal Einarsson Piotr Robert Duda Ragna Pálsdóttir Ýr Gísladóttir Þórður Albert Guðmundsson 30 ára Agnieszka Iwona Gac Andri Már Maríuson Blazej Jan Arent Davíð Jónatansson Dustin Lee Post Grétar Guðbergur Guðbergsson Gunnur Lilja Júlíusdóttir Ívar Örn Smárason Jevgenijs Carjovs Jóhannes Nordal Jónas Ingi Jónasson Kamil Zawadzki Marcin Kielczykowski Marian-Alexandru Florea María Elínardóttir Michal Branski Sara Bjarney Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Guðmundur er úr Mosfellsbæ en býr í Kópa- vogi. Hann er viðskiptafr. og sérfræðingur hjá RSK. Maki: Hulda Guðrún Jón- asdóttir, f. 1983, rannsókn- armaður hjá Skattrann- sóknarstjóra. Börn: Jónas Breki, f. 2007, Bergur Hrafn, f. 2009, og Úlfur Örn, f. 2017. Foreldrar: Svanberg Guð- mundsson, f. 1949, og J. Eygló Benediktsdóttir, f. 1952, bús. í Kópavogi. Guðmundur Þór Svanbergsson 30 ára Ívar Örn er Reyk- víkingur og rekur sinn eig- in vörubíl undir heitinu Arnarfrakt. Systkini: Tvíburarnir Ragnar Smárason og Stefanía Smáradóttir, f. 1991. Foreldrar: Smári Ragn- arsson, f. 1960, d. 2013, múrarameistari, og Erla Helgadóttir, f. 1957, bók- ari á endurskoðenda- skrifstofunni Grant Thornton, bús. í Rvík. Ívar Örn Smárason 30 ára Sara er Reykvík- ingur og er grunnskóla- kennaranemi. Maki: John H. Limson, f. 1988, vinnur á Landsp. Hálfsystkini: Sigmar Freyr Jónsson, f. 1983, og Gísli, f. 1986, Ólafur Kári, f. 1998, og Ísold Anja, f. 2000, Ólafsbörn. Foreldrar: Ólafur Jóhann Högnason, f. 1960, smiður, og Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir, f. 1957, nemi í fjölskyldumeðferð við HÍ. Sara Bjarney Ólafsdóttir Agnieszka Popielec hefur varið dokt- orsritgerð sína í lyfjavísindum við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Áhrif sýklódextrína og sýklódextrín nanóagna á stöðug- leika ß-laktam lyfja. (The impact of cyclodextrins and cyclodextrin ba- sed nanoparticles on ß-lactam anti- biotic stability). Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Þorsteinn Loftsson, prófessor við Háskóla Íslands. Benzýlpenicillín og meropenem eru ß-laktam sýklalyf. Lyfin eru mjög óstöðug í vatnslausn og hafa lítið aðgengi frá meltingarvegi eftir inn- töku. Þau hafa einnig stuttan líf- fræðilegan helmingunartíma og eru skilin hratt úr líkamanum með virk- um útskilnaði um nýrun. Við niður- brot ß-laktam lyfja hverfa sýkladrep- andi áhrif þeirra og niðurbrotsefnin sem myndast geta valdið ofnæmis- viðbrögðum. Sýklódextrín eru sykrungar sem geta aukið stöðugleika lyfja í vatns- lausnum með myndun hýsilflétta. Litlar fitusæknar lyfjasameindir eða hlutar stærri lyfjasameinda geta sest í holrúm sýklódextrínsameind- anna sem þannig verja lyfjasameind- irnar gegn ýmsum ytri áhrifum. Einnig er hægt að láta hýsilflétt- urnar mynda nanóagnir sem verja enn frekar niðurbrot ß-laktam lyfja og auka frásog lyfjanna frá melt- ingarvegi. Í þessu verkefni voru sýklódextrín og nanóagnir byggðar á sýklódextr- ínum notaðar til að auka stöðugleika ß-laktam sýklalyfja. Niðurstöður verkefnisins sýna að hægt er að nota sýklódextrín og fjöl- liður þeirra til að auka stöðugleika og frásog ß-laktam lyfja. Niðurstöð- urnar geta aukið sýkladrepandi áhrif lyfjanna og komið í veg fyrir myndun ónæmra baktería. Agnieszka Popielec Agnieszka Popielec fæddist 1989 in Zamosc í Póllandi. Hún hóf nám við Maria Curie-Skłodowska-háskólann (UMCS) í Lúblin árið 2008 og útskrifaðist þaðan með BS-gráðu í efnafræði árið 2011 og BS-gráðu í umhverfisvernd og MS-gráðu í efnafræði árið 2013. Eiginmaður Agnieszku er Sebastian Popielec og dætur þeirra eru Joanna and Gabriela. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.