Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Grúska Babúska gaf út EP-plötuna Tor á laugardag, 1. september, og heldur tónleika á Húrra í kvöld kl. 21 þar sem eflaust munu hljóma nokkur, ef ekki öll, lög plötunnar. Auk Grúsku Bab- úsku koma fram á tónleikunum sveitirnar Rex Pistols og Skaði. Grúska Babúska hefur gengið til liðs við tónlistarútgáfufyrirtækið Möller Records og er Tor fyrsta plata sveitar- innar sem gefin er út af fyrir- tækinu. Grúska Bab- úska hefur verið breytileg að stærð allt frá því hún var stofnuð árið 2010 af þremur ungum tónlist- arkonum: Arndísi A. K. Gunnars- dóttur, Guðrúnu Birnu Le Sage de Fontanay og Hörpu Fönn Sigur- jónsdóttur, en ári síðar bættist Dísa Hreiðarsdóttir í hópinn. Nú hafa fjórar konur tekið við kjarnanum, þær Harpa Fönn, Dísa, Íris Hrund Þórarinsdóttir og Erla Stefáns- dóttir, og leika þær á hin ýmsu hljóðfæri, m.a. hljóðgervla, meló- díku, klukkuspil, hörpu og spiladós. Fyrsta plata sveitarinnar kom út árið 2013 og það í heldur óvenju- legu formi, á USB-minniskubbi sem var inni í babúsku. Síðar sama ár kom út platan B-sides Grúska Bab- úska og árið 2015 gaf sveitin út fimm myndbandsverk og var þeim öllum leikstýrt af sjónlistakonum. Tor er því fjórða verkið sem Grúska Babúska gefur út og voru lögin á plötunni að mestu samin í vinnubúðum sveitarinnar í mið- aldabænum Glastonbury á Eng- landi fyrir tveimur árum. Krúttlegur bær Harpa segir Glastonbury þekkt- an fyrir hin ýmsu kennimerki frá miðöldum. „Það er m.a. talið að gröf Arthúrs konungs sé í Glaston- bury,“ segir hún, „þetta er talinn mjög heilagur staður. Glastonbury Tor er einhvers konar hlið þar og við erum í raun með titlinum að vísa í þennan bæ.“ Harpa segir Grúsku Babúsku hafa farið í tónleikaferð til Bret- lands árið 2015 og komið þá við í Glastonbury og spilað þar, þ.e.a.s. í bænum en ekki á tónlistarhátíðinni sem við hann er kennd. „Það hafa allir heyrt um Glastonbury-hátíðina en bærinn sem er nokkrum kíló- metrum frá hátíðarsvæðinu er rosa- lega sjarmerandi. Ég held að skráð- ir íbúar séu 5.000 og þetta er mjög krúttlegur bær, fullur af búðum sem selja kristalla, nornavendi, -hatta og -kústa, mjög skemmtilegt. Við spiluðum þarna við mjög góðar undirtektir og var boðið að koma þangað aftur, í listamannadvöl og semja nýju plötuna okkar. Við þáð- um það og létum verða af því, feng- um styrk frá Tónlistarsjóði Íslands til að fara út og vorum í tíu daga. Við unnum þessa plötu þar og klár- uðum hana hérna á Íslandi. Barn- eignir og fleira komu þar inn í en þetta hafðist,“ segir Harpa kímin. Alltaf verið tilraunagjarnar –Í tilkynningu segir um plötuna að tónlist og hljóðmynd hennar spretti upp úr dulrænum hljóðheimi hins andlega, allt frá dreymandi möntrum yfir í þunga syntha, trommur og takta. Passar þetta? „Þetta passar, ég myndi segja það,“ svarar Harpa og er í fram- haldi spurð að því hvort breyting hafi orðið á tónlist Grúsku Bab- úsku? „Tónlistin hefur nú alltaf verið dálítið tilraunakennd, við höfum alltaf leyft okkur að prófa eitthvað nýtt, notað skrítin hljóðfæri og ég man að á fyrstu plötunni notuðum við til dæmis ljósakrónu, snakkpoka og steina. En þessi plata er aðeins þyngri að því leyti að hún fer svolít- ið inn á við og það er ekki alltaf „happy go lucky“ þar í fólki. Ég myndi segja að hún væri persónu- legri og tilfinningaþrungnari en við tökum þó alltaf lífinu létt, tökum okkur ekki of alvarlega. Við erum að gera þessa tónlist fyrir okkur og engan annan, erum ekki að reyna að koma þessu í spilun á Bylgj- unni,“ segir Harpa og hlær við, „með fullri virðingu fyrir Bylgj- unni.“ Miklar breytingar –Hvað textagerðina varðar stend- ur m.a. í sömu tilkynningu að text- arnir fjalli um þá list að tileinka sér festu og núvitund. Eruð þið búnar að vera í einhvers konar núvitundarátaki? „Við höfum nú alltaf litið á okkur sem rokkhljómsveit inn við beinið en upp á síðkastið höfum við verið að drekka meira grænt te. Við er- um allar mjög ólíkir persónuleikar sem gerir tónlistina okkar svo skemmtilega en allar höfum við verið að leita svolítið inn á við, í nú- vitund, jóga og fleira. Þess vegna spretta textarnir dálítið upp úr þessari leit. Það hafa orðið miklar breytingar hjá okkur, bæði er hljómsveitin alltaf að breytast og við sem leiðum hana, ég og Íris Hrund, erum báðar nýbúnar að eignast okkar fyrstu börn. Við eig- um báðar stráka rétt tæplega eins árs og það fær mann til að horfa á lífið upp á nýtt,“ segir Harpa kímin. Gaurarnir með í hljóðveri „Þetta er búið að vera yndislegt og við höfum bara tekið gaurana okkar með í stúdíó og þeir hafa líka verið á mörgum tónleikum með okkur, í bumbunni.“ Harpa er að lokum spurð að því hvers vegna hljómsveitin hafi samið við Möller Records. „Við höfum verið að sækja í okkur veðrið í raf- tónlistarstefnunni og Möller eru þar algjörir kóngar eða drottn- ingar. Þeir vildu gefa okkur út og spurðu hvort við vildum ekki sam- einast þeirra fjölskyldu. Og við er- um rosalega spenntar fyrir því.“ Tor kemur út rafrænt til að byrja með að sögn Hörpu og má m.a. finna hana á Spotify. Frekari upp- lýsingar um hljómsveitina má finna á gruskababuska.com og Facebook. Ljósmynd/Laufey Elíasdóttir Leitandi Harpa Fönn, Dísa Hreiðarsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir skipa Grúsku Babúsku ásamt Erlu Stefánsdóttur sem vantar á myndina sem tekin var áður en hún gekk til liðs við hljómsveitina. Grúska Babúska leitar inn á við  Tor, fjórða plata Grúsku Babúsku, kom út 1. september  „Ég myndi segja að hún væri persónu- legri og tilfinningaþrungnari,“ segir Harpa Fönn um plötuna  Tónleikar á Húrra í kvöld Listasafni Reykjavíkur hafa borist umsóknir frá yfir 130 listamönnum um þátttöku í D-salar sýningaröð Hafnarhússins á næsta ári og eru þær bæði frá íslenskum og erlend- um listamönnum. Þessi fjöldi er langt umfram væntingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá safn- inu, og er haft eftir Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur safnstjóra að þessi mikli fjöldi umsókna sýni fram á hve verkefnið sé þakklátt og hve mikil gróska sé í myndlistinni. Tilkynnt verður um val á lista- mönnum við opnun næstu sýningar í D-sal, 13. október, og verður hún sú 34. í röðinni. Sýningin verður með verkum listakonunnar Maríu Dalberg. Ráðgerðar eru fjórar sýningar í D-sal á næsta ári og dómnefndar bíður því erfitt starf að velja úr hinum mikla fjölda umsókna. Aug- lýst var eftir umsóknum um miðjan júlí á þessu ári og rann frestur út 31. ágúst. Er það nýtt fyrirkomulag á vali á listamönnum í sýningaröð- ina skv. tilkynningu þar sem segir að markmiðið með röðinni sé að gefa listamönnum með skamman feril að baki tækifæri til að beina athygli að listsköpun sinni. Sýningaröðin í D-sal Hafnarhúss- ins hóf göngu sína árið 2007 og hafa rúmlega þrjátíu listamenn sýnt verk sín í henni, listamenn sem hafa sterka og persónulega listræna sýn en hafa ekki áður haldið einkasýningu í opinberu safni. Morgunblaðið/Einar Falur Í D-sal Páll Haukur Björnsson sýndi í D-sal Hafnarhússins í byrjun þessa árs. Yfir 130 sóttu um að sýna í D-sal VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.