Morgunblaðið - 05.09.2018, Side 2
AFP
Kevin Hart Um þrjú þúsund manns
komu á uppistandið í gærkvöldi.
„Það var engum hent út. Núll, ég var
að fá það staðfest frá gæslunni,“ seg-
ir Ísleifur Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóri Senu, aðspurður
hvort einhverjum gestum hafi verið
hent út vegna símanotkunar á uppi-
standi bandaríska grínistans Kevins
Harts í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Öll símnotkun var harðbönnuð og Ís-
leifur þakkar mikilli umfjöllun í fjöl-
miðlum að gestir virtu það en skila-
boðum var líka komið til gesta fyrir
sýninguna, auk þess var gríðarleg
gæsla á sýningunni sjálfri.
Á sýningu Harts í London síðasta
sunnudag var m.a. mörgum gestum
hent út fyrir að nota símann. Ísleifur
segist vera afar kátur í alla staði
með hvernig til tókst með uppistand-
ið. Þegar blaðamaður sló á þráðinn
til Ísleifs um klukkan hálfellefu í
gærkvöldi var síðasti brandarinn í
gangi að hans sögn. Góð stemning
ríkti hjá þeim þrjú þúsund gestum
sem mættu í Laugardalshöll og ætl-
aði allt að tryllast þegar Hart steig á
svið, en á undan honum höfðu fjórir
uppistandarar komið fram til þess
að kitla hláturtaugarnar hjá gest-
unum. axel@mbl.is
Engum
var vikið út
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í gær var í Bolungarvík hugað að
bátnum Steinunni ÍS 46 sem þangað
var komið með eftir að hann sigldi
á fullu stími upp í fjöru í Stigahlíð,
sem er skammt utan við Víkina.
Báturinn er mikið skemmdur eftir
óhapp þetta sem varð um um kl. 15
á mánudag. Fóru björgunarsveit-
armenn þá þegar á vettvang. Kom-
ið var svo með bátinn á kajann í
Bolungarvík snemma aðfaranótt
þriðjudagsins. Skipstjórinn var
einn um borð og sakaði hann ekki
alvarlega, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Ísafirði sem vinn-
ur að rannsókn málsins.
Skipstjórinn var á heimstími eftir
langa veiðiferð þegar þetta gerðist.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var hann til upphitunar
með gasmiðstöð í gangi. Er talið
líklegt að gasið hafi eytt súrefninu
úr bátnum og skipstjórinn misst
meðvitund af þeim sökum. Hann
vildi ekki tjá sig um málavöxtu við
tíðindamann. sbs@mbl.is
Sigldi bátnum sofandi upp í Stigahlíð
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Búið er að loka yfirbyggðu svæði á
lóð leikskólans Fögrubrekku í
Kópavogi þar sem ungmenni hanga
gjarnan þegar leikskólinn er lok-
aður. Í fyrradag fann fimm ára
gamall drengur amfetamín á lóð
leikskólans og lagði sér til munns.
„Eftir þetta atvik í gær var manni
bara virkilega brugðið,“ segir Edda
Valsdóttir, leikskólastjóri í Fögru-
brekku, í samtali við mbl.is.
Edda segir að aldrei hafi fundist
eiturlyf á leikskólalóðinni sem
starfsmenn skólans yfirfara á hverj-
um morgni. Þó hafa fundist þar
áhöld til neyslu kannabisefna, svo-
kallaðar beyglur, auk síga-rettu-
stubba. Auk þess að loka yfirbyggða
svæðinu stendur nú til að festa nið-
ur trébekki sem eru á leikskólalóð-
inni.
Edda segir alla hafa brugðist rétt
við því atviki sem kom upp í vikunni
og hrósar starfsmönnum og drengn-
um sjálfum fyrir góð viðbrögð.
Barn komst í am-
fetamín á leikskóla-
lóð í Kópavogi
Unnið var að því í gær að rífa niður byggingu við
Nýbýlaveg í Kópavogi, þar sem áður var sölu-
skálinn Kópavogsnesti. Breytir bær um svip en
langt er þó síðan skálinn var upp á sitt besta og
hefur ýmis önnur starfsemi verið í húsinu síðast-
liðin ár, eins og til dæmis bílaréttingaverkstæði.
Eftir lifa þó minningar meðal fólks um skyndi-
bita í búðinni þar sem samloka með skinku og
káli þótti með því besta sem bauðst.
Húsið rifið en minningar um samlokurnar lifa
Morgunblaðið/Hari
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kjarasamningar eru lausir um ára-
mótin sem mun vafalítið lita mjög um-
ræður á Alþingi næstu vikurnar.
Efnahagsmálin og fjárlagafrumvarp-
ið verða ef að líkum lætur mikið rædd
í samhengi við kjaramálin,“ segir
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins.
Alþingi verður sett á þriðjudag í
næstu viku, 11. september og stefnu-
ræða forsætisráðherra og umræður
um hana verða svo næsta dag, það er
að kvöldi miðvikudagsins 12. septem-
ber. Fyrsta umræða um
fjárlagafrumvarp fyrir
næsta ár verður 13. septem-
ber og haldið áfram næsta
dag. Stefnt er að 2. umræðu
um fjárlagafrumvarpið 13.
nóvember og þeirri þriðju,
það er lokaumræðu, 22. nóv-
ember.
Standast fyrirheit?
„Þingveturinn getur orð-
ið átakamikill,“ segir Þorsteinn Víg-
lundsson, þingmaður Viðreisnar.
„Bæði skortir talsvert á samstöðu
meðal stjórnarflokkanna sem sömu-
leiðis hafa gefið út ýmsar yfirlýsingar
um aukin útgjöld til dæmis í heil-
brigðismálin, sem eru kannski ekki
raunhæf nú þegar er að kólna í hag-
kerfinu, eins og hvarvetna
sjást merki um. Þá hefur rík-
isstjórnin sömuleiðis heitið
ýmsu varðandi aðsteðjandi
kjaraviðræður og spurning
hvort þau fyrirheit stand-
ast.“
Logi Einarsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir að
mörg spjót muni standa á
ríkisstjórninni á næstunni.
„Þetta eru hvikulir tímar,
núna þegar við erum á leið niður
brekkuna eftir fordæmalaust vaxtar-
skeið. Við þær aðstæður reynir meðal
annars á Vinstri græna um að koma
með einhverjar jöfnunaraðgerðir í
þágu þeirra sem verst standa. Fyrsta
prófið verður auðvitað fjárlagafrum-
varpið þar sem við í Samfylkingu
munum gagnrýna málefnalega.“
Þrýst á úr öllum landshlutum
Silja Dögg Gunnarsdóttir segir að
samgönguáætlun verði í deiglunni á
Alþingi á næstunni. Áætlunin er til 15
ára og verður lögð fram á næstu dög-
um. Í þeim málaflokki komi þrýsting-
ur um framkvæmdir úr öllum lands-
hlutum og því þurfi að rökræða málin
með tilliti til fjármuna og forgangs-
röðunar.
Kjaramálin munu lita þingstörf
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Logi Már
Einarsson
Þorsteinn
Víglundsson
Alþingi verður sett næsta þriðjudag Skortir á samstöðuna „Við erum á leið niður brekkuna“