Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 2. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 214. tölublað 106. árgangur
MANNÁTIÐ
Í ÞJÓÐ-
SÖGUNUM
VIÐAMIKIL
SÝNING VEKUR
ATHYGLI
KEPPNIN
UM GULLNA
LUNDANN
DANH VO 30 RIFF 31DAGRÚN ÓSK 12
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Forsvarsmenn WOW air eru von-
góðir um að geta tryggt félaginu
aukið fjármagn til rekstrarins.
Þetta herma heimildir Morgun-
blaðsins. Síðustu vikur hafa þeir í
samráði við fjármálafyrirtæki, inn-
lend og erlend, unnið að því að
tryggja félaginu að minnsta kosti
50 milljónir dollara með útgáfu
skuldabréfa.
Til stóð að niðurstaða væri kom-
in í málið í gær en ekki tókst að
ljúka fjármögnunarferlinu innan
þess tímaramma. Stjórn WOW air
sat langan stjórnarfund í gær en
ekki hafa fengist upplýsingar um
efni hans. Þá vildi upplýsinga-
fulltrúi félagsins ekki staðfesta að
fundurinn hefði farið fram. Ekki
náðist í Skúla Mogensen, forstjóra
félagsins, né Liv Bergþórsdóttur,
stjórnarformann þess, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að stjórnvöld fylgist grannt með
stöðu mála og að fundað hafi verið í
vikunni, líkt og um helgina, á þeim
vettvangi vegna stöðu félagsins.
Gengi íslensku krónunnar hefur
gefið eftir síðustu daga gagnvart
helstu viðskiptamyntum. Þannig
hefur gengi krónu gagnvart sterl-
ingspundi lækkað um 5,63% á einni
viku. Seðlabankinn staðfesti í sam-
skiptum við mbl.is í gærdag að
bankinn hefði gripið inn í á gjald-
eyrismarkaði í gær vegna lækk-
unar krónunnar.
Greiningaraðilar segja í samtali
við Morgunblaðið og mbl.is að lík-
lega megi rekja þá þróun til ótta
markaðarins við að ferðamönnum
muni fækka á komandi mánuðum.
Þar spili ekki síst inn í óljósar
fréttir af stöðu WOW air. Áhrif-
anna gætti einnig á hlutabréfa-
markaði í gær. Þannig hækkaði
gengi Icelandair Group um ríflega
9,7% í 513 milljóna króna viðskipt-
um. Öll önnur félög í Kauphöllinni,
að HB Granda undanskildum,
lækkuðu og sum þeirra verulega.
Mest lækkuðu olíufélögin Skeljung-
ur um 3% og N1 um 5,7%. Þá
lækkuðu fasteignafélögin Reginn
um 4%, Reitir um 1,8% og Eik um
4,8%.
Vongóðir um fjármögnun
Forsvarsmenn WOW air enn sagðir vongóðir um að geta tryggt fjármögnun
Krónan og kauphallarfélög lækka Staða WOW air sögð hluti skýringarinnar
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir fyrirhugaða lækk-
un tryggingagjalds í fjárlaga-
frumvarpi 2019 um átta milljarða á
næstu árum, jákvæða og skref í
rétta átt. Breytingar á tekjuskatts-
og bótakerfinu séu einnig jákvæðar
og beint innlegg í komandi kjara-
samninga á vinnumarkaði. Sólveig
Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar,
segir að fjárframlög til stuðnings
launafólki dugi ekki til að liðka fyrir
í komandi kjaraviðræðum.
Barnabætur munu hækka um 1,6
milljarða kr. á milli ára eða sem
nemur 16% hækkun. Persónu-
afsláttur hækkar síðan um 1% um-
fram lögbundna 12 mánaða hækkun
vísitölu neysluverðs á árinu 2019.
Hækkar persónuafslátturinn þannig
um 4% á næsta ári.
Heildarútgjöld ríkissjóðs munu
samkvæmt frumvarpinu aukast um
7% að nafnvirði og framlög til heil-
brigðismála um 12,6 milljarða kr. að
raunvirði frá árinu 2018, þar af 7,2
milljarða til byggingar nýs Land-
spítala. Framlög til félags-, hús-
næðis- og tryggingamála hækka um
13,3 milljarða kr. að raunvirði á
sama tímabili. »2, 10-11 & 16
Skiptar
skoðanir
um fjárlög
Morgunblaðið/Hari
Fjármálaráðherra Fjárlög rík-
isstjórnarinnar fyrir 2019 kynnt.
Ánægja með lækk-
un tryggingagjaldsins
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu tapaði öðrum
leik sínum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvell-
inum í gærkvöld, 0:3 fyrir Belgum, og beið þar
með sinn fyrsta ósigur í mótsleik á heimavelli í
rúm fimm ár. Íslenska liðið réð ekki við Romelu
Lukaku, leikmann Manchester United, sem krækti
í vítaspyrnu og skoraði síðan tvö mörk. Ísland er
því án stiga og hefur ekki skorað mark í fyrstu
tveimur leikjum sínum í keppninni. » Íþróttir
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta tapið í mótsleik
í Laugardal í fimm ár
Miðaeigandi í
milljónaveltu
Happdrættis Há-
skólans vann 70
milljónir í gær-
kvöldi og er vinn-
ingurinn sá hæsti
sem greiddur hef-
ur verið út í íslensku happdrætti á
árinu. Vinningshafinn var „ein-
staklega yfirvegaður“ og tók frétt-
unum með stóískri ró, að því er fram
kemur í tilkynningu frá Happdrætti
háskólans. Annar miðaeigandi fékk
25 milljónir í útdrættinum í gær-
kvöldi en heildarfjárhæð útgreiddra
vinninga var tæpar 196 milljónir.
70 milljónum ríkari
Tækifæri til útflutnings lamba-
kjöts til Kína eru miklu takmark-
aðri en kynnt var á dögunum.
Aðeins er leyfilegt að flytja út
lambakjöt frá einu sláturhúsi,
Fjallalambi á Kópaskeri sem er
með minnstu sláturhúsum lands-
ins, auk þess sem ekki er hægt að
flytja út innmat, hausa eða kjöt
af fullorðnu. Fjallalamb hefur
100-120 tonn af lambakjöti til að
flytja út á ári en heildarútflutn-
ingur á lambakjöti hefur verið
rúm 3.000 tonn. Forsvarsmaður
stórs sláturhúss líkir kvöðum
Kínverja við tæknilegar innflutn-
ingshindranir. Fjallalamb hyggur
á útflutning á sælkeramarkað á
næstu vikum og vonast eftir góðu
verði. »4
Kína ekki eins opið og rætt var um
Morgunblaðið/Golli
Lambasteik Aðeins brot af íslensku
framleiðslunni getur farið til Kína.
Aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins sem annast loftrým-
isgæslu við Ísland hafa sjálfdæmi
um hvenær á því tímabili sem
þeim er úthlutað þau inna skyldu
sína af hendi. Ítalski herinn er á
Íslandi um þessar mundir og valdi
að koma strax í upphafi síns tíma-
bils, sem var september-október.
Skammt er um liðið síðan Banda-
ríkjamenn voru við gæslu á Íslandi
og þá hér með um 300 manna lið
og fimmtán F-15 orrustuþotur.
Umfang gæslu Ítalanna er umtals-
vert minna eða 140 hermenn á
fjórum þotum auk þess sem starfs-
menn frá stjórnstöð NATO í Ue-
dem í Þýskalandi koma að málum
og leggja á ráðin um framkvæmd
gæslunnar. »6
Velja sér sjálfir tímabilin í loftrýmisgæslu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heræfing F-15 orrustuþota úr herliði
Nato í flugskýli á Keflavíkurflugvelli.