Morgunblaðið - 12.09.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
a Auðveldara að þrífa penslana
aGufar ekki upp
aMá margnota sama löginn
aNotendur anda ekki að sér eiturefnum
a Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum
aUNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn
Hágæða umhverfisvæn hreinsivara
Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Samþykkt var á fundi skóla- og frí-
stundaráðs Reykjavíkurborgar að
gera breytingar á rekstrarformi leik-
skólans Sunnufoldar í Grafarvogi í
Reykjavík, en þeim er ætlað að
minnka stjórnunarumfang leikskól-
ans. Sunnufold er starfrækt í þremur
starfsstöðvum í Foldahverfi og sam-
einuðust þær undir einn hatt árið
2011. Samtals eru nú yfir 130 börn á
sjö deildum í skólanum.
Skúli Helgason, formaður ráðsins,
segir búið að vinna skýrslu með
úttekt á reynslu sameininga á sínum
tíma. „Almenna niðurstaðan er sú að
sameining tveggja starfsstöðva hefur
gengið miklu betur en þegar þrjár
starfsstöðvar sameinast, sérstaklega
þegar einhver fjarlægð er á milli
þeirra,“ segir Skúli í samtali við
Morgunblaðið, en starfsstöðvar leik-
skólans Sunnufoldar standa við
Logafold, Funafold og Frostafold.
„Þessi leikskóli er dæmi um það þeg-
ar þrjár starfsstöðvar sameinast und-
ir eina yfirstjórn og það er talsverð
fjarlægð á milli þeirra,“ segir Skúli.
Hópur skili af sér tillögum
Ákveðið hefur verið að setja á stofn
starfshóp með þátttöku stjórnenda
leikskólans, starfsfólks og foreldra
þar sem lagt verði mat á mismunandi
leiðir. Er t.a.m. til skoðunar að kanna
þann möguleika að færa starfsemina í
tvær starfsstöðvar, stækka starfsein-
ingar auk þess sem aðrar skipulags-
breytingar eru einnig til skoðunar.
„Við erum tilbúin til að skoða betri
og skilvirkari leiðir, þær liggja auð-
vitað ekki fyrir núna en starfshóp-
urinn á að skila af sér niðurstöðu
seinna í haust,“ segir Skúli.
Vilja breytingar á Sunnufold
Reynslan af sameiningu þriggja starfsstöðva er ekki góð
Morgunblaðið/Eva Björk
Krakkar Það getur oft verið gaman
í leikskólanum. Myndin er úr safni.
Blíðuveður var á höfuðborgarsvæðinu í gær og
vel viðraði til útivinnu, sem margir þurftu að setja
í bið í rigningum sumarsins. Þessi maður greip í
viðgerðir á þaki húss í miðborginni í gær og varð
mikið úr verki. Getur meira að segja komist
lengra, því veðurspá fyrir næstu daga er góð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Málarinn á þakinu
í miðborginni
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Ef þetta er hugsað sem innlegg í
kjaraviðræðurnar, þessi skref sem
eru stigin, þá duga þau ekki til,“ segir
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, innt eftir viðbrögðum við
helstu aðgerðum fjárlagafrumvarps-
ins til stuðnings við launafólk.
Í frumvarpinu er m.a. ráðgerð
hækkun barnabóta um 1,6 milljarða
og að fjármagn til húsnæðisstuðn-
ings, s.s. í formi húsnæðisbóta, vaxta-
bóta og stofnframlaga til byggingar
almennra íbúða, aukist um ríflega 900
milljónir króna.
„Það er ekkert þarna sem ég er í
skýjunum yfir. Ef ætlunin var að liðka
til, þá hefði þurft að gera miklu meira.
Ef við horfum á húsnæðisstuðninginn
til dæmis, þá dugir sú hækkun sem
fram kemur um vaxtabætur ekki einu
sinni til að vega upp þá lækkun sem
varð milli síðustu tveggja ára.
Þessi hækkun er svo smávægileg
að hún er bókstaflega einskis virði
þegar við horfum á þær rosalegu
hækkanir sem hér hafa orðið á hús-
næðismarkaði, þ.e. íbúðaverði og leig-
unni,“ segir Sólveig Anna og nefnir að
sömu sögu sé að segja af barnabóta-
kerfinu, þar sem framlög hækka um
16% milli ára samkvæmt frumvarp-
inu. Þær séu ekki nærri nógu miklar
og að hækkun persónuafsláttar muni
lítil áhrif hafa.
„Þarna er ekkert gert til að bæta
þá rýrnun sem varð í kjölfar síðustu
kjarasamninga árið 2015. Þá náðust
fram hækkanir til lágtekjuhópanna
en gögnuðust fólki síðan ekki því það
hvarf allt í ríkishítina ef svo má
segja,“ segir hún.
Leiðrétti ekki kjör öryrkja
„Við sjáum að það er eitthvað verið
að bæta í, en það dugar ekki til að laga
stöðu okkar hóps, öryrkja. Við eigum
eftir að setjast betur yfir þetta, en
auðvitað er frumvarpið vonbrigði,“
segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalags Íslands.
„Við getum verið ánægð með að 900
milljónir séu veittar í heilbrigðishlut-
ann og þar af 500 milljónir til að leið-
rétta tannlæknaþjónustuna.“
Spurð um 4 milljarða króna inn-
spýtingu vegna fyrirhugaðra kerfis-
breytinga í almannatryggingum, seg-
ir hún að ekki liggi fyrir hvað
fjármunirnir verði nákvæmlega not-
aðir í. „Við erum ekki alveg farin að
sjá hvað þetta raunverulega þýðir.
Við vonuðumst til þess að „krónu á
móti krónu“-skerðingin yrði tekin út
og höfum lengi talað um það, sérstak-
lega eftir að ellilífeyrisþegar fengu
sína leiðréttingu og þetta var afnumið
hjá þeim. Við sjáum ekki í þessu
frumvarpi að þeir ætli sér að afnema
þetta hjá okkur,“ segir hún.
Aukin framlög dugi ekki
Meira þurfi til svo liðka megi fyrir í kjaraviðræðum Frumvarpið vonbrigði að
sögn formanns ÖBÍ Ánægja með aukin fjárframlög til heilbrigðismála öryrkja
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
Samkeppniseftirlitið gaf í gær grænt
ljós á kaup Haga hf. á Olíuverzlun Ís-
lands hf. (Olís) og fasteignafélaginu
DGV hf. Samruna fyrirtækjanna eru
þó ýmis skilyrði sett, meðal annars
að Hagar selja frá sér Bónus við
Hallveigarstíg og Faxafen í Reykja-
vík og Smiðjuveg í Kópavogi og
nokkrar eldsneytisstöðvar, það er
þjónustustöðvarnar við Háaleitis-
braut í Reykjavík og á Kjalarnesi og
þrjár sjálfsafgreiðslustöðvar í aust-
urborginni. Einnig verður Olísstöðin
í Stykkishólmi seld.
Hagar verða, samkvæmt sam-
komulagi, að selja nýjum endurselj-
endum sem eftir því leita allar teg-
undir eldsneytis í heildsölu.
Til viðbótar þessu hefur Sam-
keppniseftirlitið gert sátt við FISK-
Seafood ehf. og móðurfélag þess
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) um að
fyrirtækin selji eignarhlut sinn í
sameinuðu félagi niður undir ákveðið
mark í kjölfar samrunans.
Ráðgjafar kaupanda, Arctica Fin-
ance og Landslög, gera ráð fyrir að
samlegðarhrifin verði um 3% af sam-
anlögðum rekstrarkostnaði samein-
aðra félaga, eða um 600 milljónir
króna á ári. Heildarkaupverð við-
skiptanna nemur 10,6 milljörðum
króna. sbs@mbl.is
Sameining
Haga og
Olís heimil
Tekjur af út-
varpsgjaldi
munu hækka um
8,7%, úr um 4,2
milljörðum í 4,6
milljarða kr.,
skv. fjárlaga-
frumvarpinu.
Lilja Alfreðs-
dóttir, mennta-
og menningar-
málaráðherra,
segir að hækkunin skýrist af fjölg-
un greiðenda enda muni gjaldið
sjálft ekki hækka umfram 2,5%, þ.e.
hækkun samkvæmt þróun vísitölu
neysluverðs, og verður því 17.528
krónur í stað 17.100 króna.
Fjárframlög til Ríkisútvarpsins
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
verða alls um 4,7 milljarðar og þar
af eru 175 milljónir vegna samnings
frá síðasta ári sem gerður var við
Ríkisútvarpið vegna sjóðs sem ætl-
aður er til kaupa á efni frá sjálf-
stæðum framleiðendum hérlendis.
Tekjuhækk-
un um 8,7%
Lilja
Alfreðsdóttir