Morgunblaðið - 12.09.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
• Betri endurheimt
vöðva eftir átök
• dregur úr þreytu
• gefur aukna orku
Recover
Nánari upplýsingar á www.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Vöðvar og taugar
Unnið úr 100% náttúrulegum
jarðhitakísil og magnesíum
í hreinu íslensku vatni.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Þau ríki Atlantshafsbandalagsins
(NATO) sem annast loftrýmisgæslu
hér á landi ákveða sjálf hvenær þau
hefja gæsluna innan þess tímabils
sem þeim er úthlutað. Þetta segir
utanríkisráðuneytið í skriflegu svari
við fyrirspurn Morgunblaðsins um
það af hverju flugsveit ítalska hers-
ins kemur hingað til lands svo
skömmu eftir að loftrýmisgæslu
Bandaríkjamanna lýkur. Yfirleitt
hefur liðið nokkur tími á milli þess
að flugsveitir NATO-ríkjanna komi
hingað.
„Loftrýmisgæsla Atlantshafs-
bandalagsins fer fram alla daga árs-
ins hjá öllum aðildarríkjum banda-
lagsins nema hér á landi en að
jafnaði koma erlendar flugsveitir
hingað til lands til loftrýmisgæslu
þrisvar til fjórum sinnum á ári.
Bækistöðvar flugsveitanna eru á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli
og dvelja þær yfirleitt í nokkrar vik-
ur í senn. Þjóðirnar sem hingað
koma fá úthlutað ákveðið tímabil yf-
ir árið og velja sjálfar hvenær þær
hefja loftrýmisgæslu innan þess
tímabils. Bandaríkjamenn fengu í
samráði við Landhelgisgæsluna og
utanríkisráðuneytið að ráða hvenær
þeir kæmu hingað til lands frá maí
til ágúst og völdu að hefja loftrým-
isgæslu í lok júlí. Ítalir fengu tíma-
bilið frá september til október út-
hlutað og völdu að áður höfðu
samráði að koma í upphafi síns
tímabils,“ segir í svari ráðuneytis-
ins.
Alls munu um 140 liðsmenn flug-
hersins taka þátt í loftrýmisgæsl-
unni að þessu sinni auk starfsmanna
frá stjórnstöð NATO í Uedem í
Þýskalandi, Í flugsveitinni eru fjór-
ar Eurofighter Typhoon F-2000 orr-
ustuþotur. Umfangið er minna en
hjá Bandaríkjamönnum þegar þeir
voru hér í ágúst. Alls tóku um 300
liðsmenn bandaríska flughersins
þátt í gæslunni þá og fimmtán F-15
orrustuþotur.
Ótengt hinni venjubundnu loft-
rýmisgæslu er áformað að hluti her-
æfingar NATO, Trident Juncture,
verði haldinn hér á landi sem und-
anfari aðalæfingarinnar sem hefst
25. október nk. í Noregi, stendur í
tvær vikur og verður stór í sniðum.
Er um að ræða stærstu heræfingu
NATO frá lokum kalda stríðsins. Í
æfingunni í Noregi taka þátt um 40
þúsund hermenn. Hafa undanfarna
daga staðið yfir miklir hergagna-
flutningar þangað frá öðrum
NATO-löndum. Er hermt að aldrei
hafi jafn mikið magn hergagna verið
flutt til landsins. Æfinguna mun
bera hæst 30. október á Byneset
fyrir utan Þrándheim. Þá verður
styrkleiki liðsaflans á sjó og landi
sýndur Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóra NATO, sendiherrum
frá NATO-löndunum og yfirmönn-
um herja landanna.
Þess má geta að ráðamenn í Rúss-
landi undirbúa einnig stærstu her-
æfingu sem haldin hefur verið þar í
landi frá því á dögum kalda stríðs-
ins. Verður æfingin í austurhluta
Síberíu og taka þátt í henni um
300.000 hermenn. Þá munu kínversk
stjórnvöld senda 3.200 hermenn,
brynvarða bíla og herflugvélar til að
taka þátt í æfingunni.
Talsverð spenna er á milli NATO-
ríkjanna og Rússa vegna þessara
heræfinga.
Velja sjálf gæslutímann á Íslandi
Varnir Íslands Ein ítölsku herþotanna sem nú sinna loftrýmisgæslu á veg-
um NATO á Íslandi. Allt eru 140 ítalskir hermenn á landinu þessa dagana.
Loftrýmisgæsla NATO hér 3-4 sinnum á ári Hluti stórrar heræfingar NATO á Íslandi síðar í haust
Framundan stærstu heræfingar NATO og Rússa frá lokum kalda stríðsins Spenna ríkjandi
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Það er farið að sjá mikið á þessari
leikmynd og í raun er þetta orðið að
hálfgerðu leiðindamáli – það eru liðin
níu ár og þeir eru ekki enn byrjaðir
að taka þessa mynd,“ segir Ómar
Antonsson, eigandi jarðarinnar
Horns í Hornafirði, í samtali við
Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til víkinga-
þorps sem frá árinu 2009 hefur stað-
ið við gamla íbúðarhúsið á Horni.
Þorp þetta er leikmynd sem reist var
fyrir fyrirhugaða víkingamynd sem
Baltasar Kormákur átti að leikstýra.
Til stóð að taka upp myndina að
stórum hluta hér á landi og áttu tök-
ur að hefjast 2010.
Greiða ekki lengur leigu
Að sögn Ómars eru tökur hins
vegar ekki enn hafnar. „Þeir segja
alltaf við mig að hlutir fari að gerast
á næsta ári og nú greiða þeir mér
ekki einu sinni leigu fyrir þetta leng-
ur,“ segir hann, en að sögn Ómars
hefur framleiðandi myndarinnar, 26
Film í Los Angeles í Bandaríkjun-
um, ekki greitt leigu fyrir afnot af
landinu í tvö ár. „Það gengur illa að
innheimta hana,“ segir hann.
Þorpið samanstendur af nokkrum
húsum og er víkingaskáli þeirra
stærstur, 38 metra langur og eru sjö
metrar upp í mæni hans. Önnur hús
eru t.a.m. hof, hesthús, smiðja,
brugghús og þrælageymsla. Þá eru
einnig nokkrir minni kofar í þorpinu.
Að sögn Ómars er byrjað að brotna
upp úr hluta leikmyndarinnar og tel-
ur hann slysahættu auðveldlega geta
skapast á svæðinu. „Ég er nú eigin-
lega hræddastur um það.“
Víkingaþorpið
staðið autt í níu ár
Ónýtt leikmynd á Horni illa farin
Loftmyndir/map.is
Loftmynd Víkingaþorpið á Horni er
nokkuð stórt og eru þar mörg hús.
urinn sé 10-20% eftir tegundum.
Aðrir garðyrkjubændur telja sig
verða fyrir enn meira fram-
leiðslutapi.
Kanna möguleika á stækkun
Gunnar skilur ekki af hverju ver-
ið er að flytja inn kolsýru sem
framleidd er með því að brenna
gasi eða olíu þegar nóg sé af henni í
borholum á Hæðarenda. Nær væri
að framleiða hana hér og flytja út.
Guðmundur Rafnsson segir að
kannaðar hafi verið borholur víða
um land en hvergi fundist kolsýra í
vinnanlegu magni. Hins vegar sé
verið að kanna möguleika á að nýta
eina holu til viðbótar á Hæðarenda
og byggja aðra verksmiðju þar. Þá
sé hugsanlegt að nýta útblástur frá
gufuaflsvirkjunum en hingað til hafi
hann ekki verið nógu hreinn til þess
að það borgaði sig.
Guðmundur tekur það fram að
ekki sé hægt að byggja upp fram-
leiðslu til útflutnings með góðu
móti. Ísland sé of langt frá aðal-
markaðssvæðinu og of mikil upp-
gufun verði við flutninginn.
verið að klárast, bæði hjá Ísaga og
notendum og orðið að skammta.
Hann nefnir að fyrirtæki sem rækti
þörunga hafi verið látin ganga fyrir
því lífverurnar drepist ef þær fá
ekki kolsýru. Þá stöðvist drykkjar-
vöruframleiðsla og ýmis mat-
vælaframleiðsla ef hún fær ekki
kolsýru. Þess vegna hafi verið farin
sú leið, eins og í Skandinavíu, að
hætta sölu til garðyrkjunnar. Plönt-
urnar drepist ekki þótt kolsýru
vanti.
Hann segir að kolsýrufram-
leiðslan sé komin á fullt skrið og
meira flutt inn en venjulega þannig
að allir eða langflestir notendur eigi
að hafa fengið kolsýru.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda, segir
að það sé mjög bagalegt fyrir garð-
yrkjubændur að fá ekki kolsýru í
langan tíma. Kolsýran er notuð við
ræktunina samhliða gróðurlýsingu
því plönturnar nýta ljósið betur
með hjálp hennar.
Það hafi slæm áhrif á ræktunina
að fá ekki kolsýru. Plönturnar vaxi
hægar og telur Gunnar að mun-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Garðyrkjubændur sem nota lýsingu
til að framleiða grænmeti og blóm
hafa orðið fyrir framleiðslutapi und-
anfarnar vikur vegna þess að þeir
hafa ekki fengið kolsýru til að bæta
andrúmsloftið í gróðurhúsunum á
meðan lýsingin er á. Ísaga sem
þjónar markaðnum hér vonast til að
erfiðleikar sumarsins séu að baki og
að hægt verði að útvega öllum not-
endum þá kolsýru sem þeir þurfa.
Ísaga framleiðir kolsýru í verk-
smiðju sinni á Hæðarenda í Gríms-
nesi. Hún dugar ekki fyrir mark-
aðinn hér og hefur verið flutt inn
viðbótarmagn.
Guðmundur K. Rafnsson, fram-
kvæmdastjóri Ísaga, segir að önnur
borholan sem notuð er til öflunar á
kolsýru hafi verið ónothæf í langan
tíma eftir hefðbundið viðhald í vor.
Á sama tíma hafi skrúfast fyrir inn-
flutning frá tveimur stórum verk-
smiðjum í Skandinavíu sem ekki
náðu að sinna eigin markaði.
Hann segir að birgðirnar hafi
Morgunblaðið/Hari
Rósir Kolsýra er notuð við ræktun grænmetis og blóma í gróðurhúsum til þess að plönturnr geti nýtt ljósið betur.
Hægir á vexti plantna
vegna skorts á kolsýru
Garðyrkjubændur fengu ekki kolsýru til ræktunar í sumar