Morgunblaðið - 12.09.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | s 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 laug.
Misty
BRJÓSTARHALDARAR
2.900kr. – 3.900kr. – 4.900kr.
ÚTSALA
NÆRBUXUR
1.000kr. – 1.500kr. – 2.000kr.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár,
sem Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, lagði fram á
Alþingi í gær, er gert ráð fyrir 29
milljarða króna afgangi af rekstri
ríkissjóðs árið 2019.
Alls aukast heildargjöld ríkissjóðs,
samkvæmt frumvarpinu, um 55
milljarða kr. á milli ára, eða um 7%
að nafnvirði. Heildartekjur ríkis-
sjóðs jukust um tæplega 52 milljarða
á sama tímabili og verða 892 millj-
arðar króna en gjöldin 863 millj-
arðar.
Framlög til heilbrigðismála aukast
um 12,6 milljarða að raunvirði frá
2018 og vegur bygging nýs Landspít-
ala þar þyngst. Í kynningu á fjár-
lagafrumvarpinu kemur m.a. fram að
framlög til heilsugæslunnar verði
aukin, geðheilbrigðisþjónusta efld
ásamt því að auka áherslu á upp-
byggingu og rekstur hjúkrunarheim-
ila.
Framlög til félags-, húsnæðis- og
tryggingamála aukast einnig veru-
lega en þar nemur heildarhækkunin
13,3 milljörðum króna að frátöldum
launa- og verðlagshækkunum. Út-
gjöld ríkisins til heilbrigðismála hafa
nú hækkað úr 153,8 milljörðum kr.
árið 2010 í 230,2 milljarða árið 2019.
Svipaða sögu er að segja um útgjöld í
félags-, húsnæðis- og trygginga-
málum, sem voru 134,6 milljarðar ár-
ið 2010 og eru fara í 216,7 milljarða
árið 2019.
Skuldaviðmiði náð árið 2019
Heildarskuldir ríkissjóðs hafa
lækkað um 658 milljarða króna á síð-
ustu sex árum. Frá miðju ári 2017 til
2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um
88 milljarða en einskiptis og tíma-
bundnar tekjur ríkissjóðs, eins og
arðgreiðslur og stöðugleikaframlög,
hafa verið nýttar til að lækka skuldir
og greiða inn á lífeyrisskuldbind-
ingar.
Hlutfall skulda af landsframleiðslu
hefur þannig lækkað úr 86% árið
2011 í 31% við lok árs. Útlit er því
fyrir að hrein vaxtagjöld verði um 26
milljörðum kr. lægri árið 2019 en ár-
ið 2011 en munu þó kosta ríkissjóð
um 40 milljarða króna á ári sam-
kvæmt fjárlögum.
„Það verður að segjast alveg eins
og er að þrátt fyrir þessa miklu nið-
urgreiðslu skulda eru vaxtagjöldin
há í alþjóðlegu samhengi. Sem sýnir
hversu miklu máli það skiptir að
halda áfram að lækka skuldir,“ sagði
Bjarni á kynningarfundi um fjár-
lagafrumvarpið í gærmorgun. Hins
vegar munu þessar aðgerðir valda
því að skuldir ríkissjóðs fara undir
viðmið fjármálareglna um opinber
fjármál í fyrsta sinn árið 2019.
Í máli Bjarna kom fram að verið
væri að ná því viðmiði á undan áætl-
un. „Nú náum við markmiðinu á
næsta ári sem er risastórt skref,“
sagði Bjarni við Morgunblaðið. „Þeg-
ar þetta viðmið var sett þótti mörg-
um að verið væri að spenna bogann
nokkuð hátt og setja sér mjög háleit
markmið en núna á árinu 2019 mun-
um við ná því markmiði.“
Í næsta mánuði mun ríkissjóður
síðan greiða upp síðustu afborganir
af skuldabréfaútgáfunni RIKH 18
sem var ætlað að fjármagna endur-
reisn fjármálakerfisins á sínum tíma.
„Í því felast mikil tímamót fyrir okk-
ur. Það má segja að við höfum náð
miklum áfanga þegar við gerðum
upp öll neyðarlánin á sínum tíma,
sem tengdust efnahagsáætlun Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Núna erum
við að ná nýjum áfanga þegar við
gerum upp öll lánin sem tengdust
fjármögnun bankakerfisins og á
næstu ári náum við síðan skulda-
viðmiðinu, sem er mjög stór áfangi.“
Launafólk og barnafjölskyldur
Lagt er til að persónuafsláttur
hækki á næsta ári um 1% umfram
lögbundna 12 mánaða hækkun vísi-
tölu neysluverðs á árinu 2019. Per-
sónuafslátturinn mun þannig hækka
um 4% á næsta ári. Skattleysismörk í
staðgreiðslu að teknu tilliti til 4%
skylduiðgjalds í lífeyrissjóð hækka
einnig og fara mörkin úr 151.978 kr. í
158.103 kr. Jafnframt gerir fjárlaga-
frumvarpið ráð fyrir að hækkun
þrepamarka efra skattþreps verði
miðuð við vísitölu neysluverðs. Verða
efri mörk skattþrepsins þannig fest
við vísitölu verðlags. Nettóáhrif
þessara breytinga verða að heild-
arráðstöfunartekjur einstaklinga
hækka um 1,7 milljarða kr. á næsta
ári.
Barnabætur verða samhliða þessu
hækkaðar um 1,6 milljarða frá fjár-
málaætlun sem felur í sér 16% hækk-
un milli áranna 2018 og 2019. Sem
dæmi má nefna að bætur til foreldra
í sambúð með 2 börn, annað yngra en
7 ára og samanlagðar mánaðartekjur
upp á 600.000 kr., hækka úr 482.500
krónum árið 2018 í 653.700 krónur
árið 2019 eða um 171.200 krónur.
Bætur til einstæðs foreldris með 2
börn, annað yngri en 7 ára, fara úr
817.100 krónum árið 2018 í 931.500
krónur árið 2019 og hækka þannig
um 114.400 kr. á milli ára.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Bjarni Benediktsson að með hækkun
á persónuafslættinum og barnabót-
um sé ríkisstjórnin að teygja sig sér-
staklega til barnafjölskyldna.
Tryggingagjaldið lækkað
Í tengslum við framlagningu fjár-
lagafrumvarpsins verður einnig lagt
til að tryggingagjaldið lækki um
0,25% í ársbyrjun 2019 og aftur um
0,25% í ársbyrjun 2020. Um er að
ræða 8 milljarða skattalækkun fyrir
atvinnulífið en tryggingagjaldið var
þriðji stærsti tekjuliður ríkissjóðs og
myndar um 11% af tekjum ríkisins,
alls 100,7 milljarða króna.
Auka útgjöld en skuldaviðmiði náð
Fjárlagafrumvarp lagt fram með 29 milljarða króna afgangi Heildarútgjöld aukast Barna-
bætur hækka um 16% Útgjöld til heilbrigðismála aukast Skuldaviðmið ríkissjóðs á undan áætlun
Gert er ráð fyrir að hagkerfið vaxi
um nærri 3% árið 2018 eftir 3,6%
vöxt árið 2017 og 7,5% árið 2016.
Efnahagsspár gera hins vegar ráð
fyrir rúmlega 2,5% hagvexti á ári
næstu árin, að því gefnu að engin
óvænt efnahagsáföll verði, sem er
talið vera nærri langtímavaxtar-
getu hagkerfisins.
Þetta kemur fram í athugasemd-
um við fjárlagafrumvarpinu fyrir
árið 2019. „Nú fer að hægja um og
ekki má gera ráð fyrir að ríkis-
sjóður geti staðið undir jafn mikl-
um útgjaldavexti,“ sagði Bjarni
Benediktsson, fjármálaráðherra, á
kynningarfundi um fjárlaga-
frumvarpið í gær. Hann benti þó á
að áfram væri svigrúm til út-
gjaldavaxtar ef gripið yrði til til-
tekinna ráðstafana m.a. með því að
losa um eignarhlut ríkisins í fjár-
málastofnunum.
Lánshæfiseinkunn í A-flokki
Í athugasemdum með frumvarp-
inu er þó áréttað að þrátt fyrir
hægari vöxt sé hann enn umtals-
verður og talsvert meiri en hjá
samanburðarlöndum í Evrópu.
Endurspeglast sterk staða Íslands í
lánhæfiseinkunn sem hefur hækk-
að jafnt og þétt síðustu ár og nú
metin í A-flokki hjá helstu lánshæf-
ismatsfyrirtækjum, A/A-1 og A hjá
S&P Global og Fitch með stöð-
ugum horfum en með stöðugum
horfum er átt við að einkunn Ís-
lands gæti hækkað eða lækkað.
Fitch telur þannig að áframhald-
andi lækkun skulda hins opinbera
og bati ytri stöðu þjóðarbúsins geti
leitt til hækkunar á lánshæfis-
einkunn landsins. Núverandi eink-
unn grundvallast á háum þjóðar-
tekjum, sterkum stofnunum,
góðum lífskjörum og viðskiptaum-
hverfi, segir í athugasemdum með
frumvarpinu.
Ofhitnun og verðbólguskot
Veikleikar Íslands felast í mögu-
leikanum á ofhitnun hagkerfisins í
formi víxlverkunar verðlags og
launa og mögulegs verðbólguskots
með tilheyrandi afleiðingum fyrir
efnhagsreikninga heimila og fyr-
irtækja. Slíkar aðstæður myndu
leiða til lægri lánshæfiseinkunnar
og verri fjármögnunarkjara fyrir
ríkissjóð. Eins gæti mikið útflæði
fjármagns leitt til ytra ójafnvægis
og þrýstings á gengi krónunnar.
mhj@mbl.is
Hagvöxtur í eðli-
legra horf næstu ár
Útgjaldavöxturinn ekki endalaus
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 2019 munu framlög
ríkisins til Ríkisútvarpsins
verða 4.645 milljónir króna á
árinu 2019, 535 milljónum meiri
en gert var ráð fyrir í fjárlögum
2018. Þá er gert ráð fyrir 5,5
milljarða kr. aukningu í sam-
göngumálum, vegna sérstaks
átaks á árunum 2019 til 2021.
Heildarútgjöld vegna rekstrar-
kostnaðar ríkisstjórnarinnar
hækka um 153 milljónir króna
vegna fjölgunar aðstoðarmanna
ráðherra.
Þá hækka útgöld velferðar-
ráðuneytisins vegna málefna
innflytjenda og flóttafólks um
216 milljónir kr. frá gildandi
fjárlögum.
Ýmis útgjöld
aukast að ári
FJÁRLÖG 2019
Morgunblaðið/Hari
Fjárlagafrumvarp 2019 Bjarni Benediktsson lagði fjárlagafrumvarp ríkissjórnarinnar fyrir Alþingi í gær.