Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég bý norður á Ströndum rétt utanvið Hólmavík og titla mig sem yfir-náttúrubarn, því ég sé þar á sumrinum náttúrubarnaskóla. Í þann skóla
koma börn og læra um náttúruna úti í náttúr-
unni. Skólinn er staðsettur á Sauðfjársetrinu á
Ströndum og þar hef ég verið viðloðandi, ég
setti þar upp sýningu fyrir nokkrum árum um
álagabletti á Ströndum og þá kviknaði áhugi
minn fyrir samlífi manna og náttúru,“ segir
Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem
opnaði s.l. mánudag sýninguna, Skessur sem
éta karla, á bókasafninu í Spönginni í Reykja-
vík. Þau voru hæg heimatökin fyrir Dagrúnu,
því BA-ritgerð hennar í þjóðfræði fjallar um
mannát í íslenskum þjóðsögum.
„Mannát er langalgengast í tröllasögum,
en næstalgengast er það í útilegumannasögum.
Og til er ein saga sem ég flokka sem sjóræn-
ingjasögu, en þar segir af íslenskum manni sem
fer burt í víking og skipshöfnin öll er tekin til
fanga af fólki frá framandi landi. Þetta fólk
borðar skipverjana hvern af öðrum, en sögu-
hetjunni tekst að sleppa á síðustu stundu ásamt
skipstjóranum og þeir eru því til frásagnar um
mannátið, sem vissulega ber með sér ákveðna
fordóma um aðrar þjóðir.“
Mannshönd á diski eða í potti
Dagrún segir að mannátssögur byggist al-
mennt á skiptingu í „okkur“ og „hina“.
„Þar eru tröllin gerð dýrslegri en mann-
fólk og sögur af útilegumönnum sem stunda
mannát eru til að setja þá í flokk með villimönn-
um, gera þá ólíka „okkur hinum“ og sýna þá
hættulega. Í útilegumannasögum villist fólk oft
til útilegumanna og er þá gjarnan boðinn matur
þar sem liggur kannski mannshönd efst á diski
eða í potti.“
Aðeins í einu tilfelli fann Dagrún sögu þar
sem fórnarlambið í mannátinu var kvenkyns,
annars voru það alltaf karlar sem voru étnir. Í
þeim tilfellum þar sem tröllkarlar lögðu manna-
kjöt sér til munns, þá sóttu þeir það oftast ekki
sjálfir heldur sendu tröllskessur konur sínar út
á mannaveiðar. Þær voru því líka gerendur í
þeim sögum, þær útveguðu mannakjötið.“
Grýla er sennilega frægust allra trölla
þegar kemur að mannáti, hún borðar jú mann-
anna börn.
„Mér finnst mjög áhugavert að íslensk
tröll ólíkt erlendum tröllum, sjóða sitt manna-
kjöt áður en þau leggja það sér til munns. Þá er
ekki verið að taka alla leið þetta með að gera
tröll og útilegumenn dýrsleg, þau borða ekki
hrátt kjöt, eins og dýrin. Soðið mannakjöt er
líka einverskonar hátíðarmatur, því mest er um
mannakjötsát um jólin, Grýla gerir sér daga-
mun um hátíðirnar með því að sækja börn til að
setja í pott og sjóða til veislu. Tröllin virðast
gera vel við sig með þessum hætti, sem er líka
skrýtið í ljósi þess að tröll eru rammheiðin.“
Sýning Dagrúnar byggist á einum kafla
BA-ritgerðarinnar sem fjallar um tröllskessur
sem borða karla.
„Ég skoða þetta í samhengi við nútímann
og feminisma. Með því að taka eitthvað svona
gamalt eins og þjóðsögur og finna þar kynja-
halla, þá endurspegla þær hugmyndaheim
karla, því þarna er ákveðin birtingarmynd
kvenna sem karlar þess tíma skapa. Þjóðsög-
urnar eru jú flestar skrifaðar og sagðar af körl-
um og þeim var safnað af körlum. Í þessum
mannátssögum má lesa ýmislegt um samfélag
þess tíma, þarna birtast átök kynjanna. En
mannátið tekst yfirleitt ekki, körlunum sem
lenda í klóm tröllskessna tekst yfirleitt að leika
á þær og sleppa. En oftast eru skessurnar háls-
höggnar eða þær verða að steinum. Skilaboðin
eru að konur eigi ekki að reyna að brjótast
gegn því sem er samþykkt í menningunni, þær
eiga ekki að vilja neitt upp á dekk. Þessar
gömlu sögur sýna okkur hvað hugmyndir um
konur geta legið víða og eru rótgrónar í sam-
félaginu. Við eigum alltaf að vera vakandi fyrir
því, líka í nútímanum. Þetta sýnir okkur líka
ótta karla um að konur geti tekið af þeim völdin
og það feli í sér eyðingu þeirra, að þeir verði
gleyptir með húð og hári. Á sýningunni er ég
með vangaveltur um það að þessi ótti sé óþarf-
ur.“
Mannát táknar stundum kynlíf
Dagrún ætlar í tengslum við sýningu sína
um mannakjötsátið að flytja fyrirlestur undir
yfirskriftinni „Fáir hafa notið bónda síns betur
en ég“ og er það vísun í sögu af Maurhildi sem
var tröllskessa og mjög skæð mannæta. „Hún
giftist mennskum presti og segir þessa setn-
ingu þar sem hún situr á kletti og nagar haus-
kúpu eiginmannsins, klerksins. Þetta er mjög
tvíræð setning því kannski er hún ekki aðeins
að vísa til þess að kjötið af honum smakkist vel,
heldur gæti hún líka verið að vísa til þess að
hann hafi staðið sig vel í bólinu. Margar freud-
ískar kenningar eru til um að mannát tákni
kynlíf,“ segir Dagrún og bætir við að samband
manna og trölla sé mjög áhugavert því stund-
um sé erfitt að vita hvað er raunverulegt
mannát. „Stundum er aðeins sagt frá blóðslóð
sem liggur upp í fjall, en þá er mögulega verið
að geta í eyður með því að fullyrða að það sé
mannát. Stundum virðast tröll drepa fólk sér til
ánægju en stundum taka tröllskessur upp á því
að giftast mennskum mönnum, eins og í tilflelli
Maurhildar. Skessurnar reyna þá gjarnan að
teygja karlana í allar áttir til að reyna að
stækka þá, svo þeir henti betur sem eiginmenn,
í ljósi stærðar þeirra sjálfra.“ Í framhaldi af því
er vert að velta fyrir sér hversu mikil vinna það
hefur verið fyrir mennskan lítinn karl að full-
nægja tröllskessu.
Eldaði súpu úr blóði ömmunnar
Dagrún tekur fram að mannát birtist víðar
í menningunni, það þekkist t.d. í goðsögum, æv-
intýrum, þjóðsögum, fornritum, við helgiat-
hafnir, í dægurmenningunni, nútímaflökkusög-
um og auðvitað í raunveruleikanum. „Í eldri
útgáfum af sögunni um Rauðhettu eldar úlf-
urinn til dæmis súpu úr blóði ömmunar og gef-
ur Rauðhettu að borða. Í Eddukvæðunum
drepur Guðrún Gjúkadóttir syni þeirra Atla
Húnakonungs og gefur honum að borða í
hefndarskyni. Sagan segir líka að þegar móðir
fjöldamorðingjans Axlar-Bjarnar var ófrísk að
honum hafi hún fengið þráláta löngun í manna-
blóð á meðgöngunni og dreymt að hún æti
mannakjöt. Í nútímanum birtist mannátið svo í
flökkusögum af veitingahúsum sem er síðan
lokað vegna þess að það finnst mannakjöt í
ískápnum.“
Hefur mikinn áhuga á mannáti
Í nútímanum birtist mannát í
flökkusögum af veitingahúsum
sem er lokað vegna þess að
mannakjöt finnst í ísskáp. Dag-
rún Ósk hefur rannsakað mann-
át í íslenskum þjóðsögum þar
sem gerendur eru yfirleitt kven-
kyns en fórnarlömbin karlkyns.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útlagar Dagrún við styttu Einars Jónssonar af útlögum, sem stóðu utan við samfélag manna.
Skessur sem éta karla: Veggspjaldasýning
um mannát í íslenskum þjóðsögum, stendur
til 3. október í bókasafninu í Spönginni. Í
tengslum við sýninguna heldur Dagrún Ósk
fyrirlestur á sama stað undir yfirskriftinni
„Fáir hafa notið bónda síns betur en ég“,
mánudaginn 24. september kl. 17:15.
Gömul munnmæli
segja að til forna hafi
tröllkarlinn Þórir búið í
helli einum í kletta-
ásum sem kallaðir eru
Skersli. Skessa mikil
fylgdi Þóri en ekki er
getið um nafn hennar.
Þau lifðu mest á veiði
úr vatni skammt það-
an, en um hver jól
reyndu þau til hátíða-
brigða að seiða til sín
prest og tókst það oft.
Á jólanótt skiptu
þau með sér verkum.
Þórir fór að dorga sil-
ung í vatninu en skess-
an fór á Fornastaði að
reyna að taka bónda
sem þá var orðinn
einn, en aðrir höfðu
annaðhvort fallið í
hendur tröllanna eða
flúið. Þegar skessa
kom að bænum lagði
bóndi á flótta að
Kirkjubæ og skessan
elti, bóndi komst í
kirkju og var þá klukk-
unum hringt. Við það brá skessu svo að hún spyrnti stóru stykki úr kirkju-
garðsveggnum og sagði: „Og stattu aldrei, skítur minn.“
Hún sneri síðan að vatninu en Þórir hafði frosið þar fastur við ísinn og var
dauður. Lagði hún þá á vatnið að þar myndi aldrei veiðast silungur framar. Því
næst reif hún Þóri upp af svellinu, kastaði á bak sér og gekk upp á ásinn en
varaði sig ekki á því að þá rann upp dagur. Urðu þau því bæði að steinum. Heit-
ir efri steinninn Skessusteinn, en vatnið heitir síðan Þórisvatn og ásinn Þóris-
ás. Eftir þetta var aldrei aftur búið á Fornastöðum.
Þórir og skessa hans vildu mannakjöt á jólum
„Og stattu aldrei, skítur minn“
Gripinn Teikning Sunnevu Guðrúnar Þórðardóttur.