Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
STUTT
● Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands
lækkaði um 0,62% í viðskiptum gær-
dagsins þar sem öll félög lækkuðu að
Icelandair og HB Granda undanskildum.
Mest áhrif til lækkunar höfðu viðskipti
með bréf N1. Lækkuðu bréf félagsins
um 5,7% í tæplega 508 milljóna við-
skiptum. Það sem af er ári hefur vísital-
an lækkað um 2,33%. Á síðustu tólf
mánuðum hefur hún lækkað um 4,95%.
Úrvalsvísitalan gaf eftir
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Flugfélagið Primera Air, sem er að
fullu í eigu Andra Más Ingólfs-
sonar, er nú að klára langtíma-
fjármögnun í skuldabréfaútboði að
upphæð 40 milljónir evra, jafnvirði
um 5,3 milljarða íslenskra króna.
Andri segir að þátttakendur í út-
boðinu séu evrópskar fjármála-
stofnanir. Hann segir í samtali við
Morgunblaðið að fjármögnuninni
sé ætlað að styðja þann vöxt sem
verður á næsta ári hjá félaginu. Að
hans sögn verður þá um mestu
aukningu að ræða í sögu félagsins,
en undirbúningur nýs viðskiptalík-
ans hefur tekið meira en þrjú ár.
Líkanið gengur út á bein flug yfir
Atlantshafið frá nokkrum lykilflug-
völlum á meginlandi Evrópu, á
nýjum sérhönnuðum flugvélum.
Tjón vegna afhendingar
Félagið varð fyrir 1,5 milljarða
króna tjóni fyrr á þessu ári þegar
það þurfti að leigja dýrar Boeing
757 og 767 vélar, eftir að afhending
á fimm nýjum og mun hagkvæmari
Airbus vélum félagsins tafðist.
Fyrrnefnd fjármögnun er að sögn
Andra að hluta til komin til vegna
þessa tjóns. „Fjármögnunin er á
móti söluhagnaði af sölu tíu Max9-
ER flugvéla sem félagið fékk á ein-
stökum kjörum frá Boeing, og
verða afhentar næsta vor. Það er
litið á þetta sem brúarfjármögnun
þar til sá hagnaður verður inn-
leystur í maí nk. Þá er einnig verið
að klára fjármögnun vegna þessa
frá viðskiptabanka félagsins,“ seg-
ir Andri og kveðst aðspurður
bjartsýnn á að ná að sigla
skuldabréfaútboðinu í höfn innan
skamms.
Primera Air fékk Airbus flugvél-
arnar fyrrnefndu afhentar í sumar,
Airbus321NEO, en þær hafa að
sögn Andra þá flugdrægni að geta
flogið yfir Atlantshafið beint án
millilendingar, á hagkvæmari hátt
en áður hefur þekkst. Vélarnar eru
nú allar í verkefnum frá París og
London, að sögn Andra, og hafa að
hans sögn reynst frábærlega frá
fyrsta degi.
Max9-ER Boeing vélarnar munu
fljúga frá Brussel, Berlín, Frank-
furt og Madrid, til New York, Tor-
onto, Boston og Washington frá og
með næsta vori, og er sala hafin á
þeim leiðum. Verður félagið fyrsta
félag í heiminum til að nota þessa
vélartegund í flugi yfir Atlantshaf-
ið, eins og ViðskiptaMogginn hefur
áður greint frá.
Stefnir á 2,5 milljónir farþega
Primera Air flytur um 1,5 millj-
ónir farþega á þessu ári, og stefnir
á 2,5 milljónir farþega á næsta ári.
Velta félagsins á síðasta ári var
24 milljarðar króna og stefnir í 32
milljarða á þessu ári. Hagnaður fé-
lagsins fyrir skatta var 166 millj-
ónir króna á síðasta ári.
Drægni Verið er að ljúka við nýjar langdrægar MAX vélar Primera Air í Boeing verksmiðjunum í Bandaríkjunum.
5 milljarðar í lánsfé
Skuldabréfaútboð Primera Air til þess gert að bregðast við
tapi og byggja undir aukinn vöxt félagsins á komandi ári
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
„Það sem er jákvætt í frumvarpinu
er lækkun tryggingagjaldsins, enda
höfum við talað mikið fyrir efndum á
því loforði yfirvalda,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, í samtali við Morgunblaðið, innt-
ur eftir viðbrögðum við
fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar
sem lagt var fram í gær.
„Þarna er verið að lækka trygg-
ingagjaldið um átta milljarða á
tveimur árum, 0,25 prósentustig í
ársbyrjun 2019 og aftur í ársbyrjun
2020. Það telur mikið fyrir atvinnu-
rekendur, enda eru tryggingagjöld
að skila 100 milljörðum króna í rík-
iskassann á árinu 2018,“ segir Hall-
dór.
Á vef Fjármálaráðuneytisins segir
að samanlagt þýði þetta um 9,3%
lækkun á tryggingagjaldinu. Er að-
gerðinni sagt ætlað að stuðla að jafn-
vægi á vinnumarkaði og því að launa-
hækkanir á næsta ári leiði síður til
verðbólgu.
Halldór segir aðspurður að lækk-
un tryggingagjaldsins gangi
skemmra en SA hafi kallað eftir, en
um mikilvægt skref í rétta átt sé að
ræða. „Svo eru skuldir ríkissjóðs að
lækka áfram og við fögnum því. Í
fljótu bragði sýnist mér að vaxta-
gjöldin á næsta ári verði 26 milljörð-
um minni en árið 2011, sem er ótrú-
lega mikið og mjög glæsilegt.“
Halldór nefnir einnig jákvæðar
breytingar á tekjuskatts- og bóta-
kerfinu, sem séu beint innlegg í kom-
andi kjarasamninga á vinnumarkaði.
SA fagni þessum breytingum.
Í frumvarpinu er lagt til að per-
sónuafsláttur hækki um eitt pró-
sentustig umfram lögbundna 12
mánaða hækkun vísitölu neysluverðs
á árinu 2019. Jafnframt er gert ráð
fyrir því að hækkun þrepamarka
efra skattþreps verði miðuð við vísi-
tölu neysluverðs.
Þá verða barnabætur hækkaðar
um sem svarar 1,6 milljörðum króna
frá gildandi fjárlögum, sem er 16%
hækkun milli áranna 2018 og 2019.
Vaxtabætur hækka einnig um sem
nemur 13% frá áætlaðri útkomu
2018.
Sannkölluð þenslufjárlög
Spurður hvað hann sjái neikvætt í
frumvarpinu segir Halldór að frum-
varpið feli í sér botnlausa útgjalda-
aukningu, eins og hann orðar það.
„Útgjöldin vaxa um 7% að nafnverði
og 4% að raunverði.“
Gagnrýna má harðlega, að sögn
Halldórs, að siglt sé inn í mikinn út-
gjaldavöxt, nú þegar toppi hagsveifl-
unnar sé náð. „Það er enginn að
hugsa um hvernig eigi að búa í hag-
inn til mögru áranna. Þetta eru
sannkölluð þenslufjárlög og atvinnu-
lífið kallar eftir meiri ráðdeild í rík-
isrekstri.“
Halldór segir að staða ríkissjóðs
sé óneitanlega sterk og fjárlögin beri
þess merki. „Það má ekki gleyma því
að sú staða byggir á því að skattpró-
sentur og skattstofnar eru fullnýttir.
Treyst er á áframhaldandi hagvöxt,
og ég held að sviptingar í hagkerfinu
sýni að sú sviðsmynd geti hæglega
breyst, og forsendur fjárlaga brostið
mjög hratt.“
Lækkun tryggingagjaldsins
er jákvæð og skiptir miklu
Framkvæmdastjóri SA gagnrýnir harðlega útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflu
Atvinnulíf Lækkun tryggingagjalds er sögð mikilvægt skref í rétta átt.
Morgunblaðið/Ómar
12. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 111.6 112.14 111.87
Sterlingspund 144.28 144.98 144.63
Kanadadalur 84.55 85.05 84.8
Dönsk króna 17.314 17.416 17.365
Norsk króna 13.312 13.39 13.351
Sænsk króna 12.333 12.405 12.369
Svissn. franki 114.61 115.25 114.93
Japanskt jen 1.0036 1.0094 1.0065
SDR 155.78 156.7 156.24
Evra 129.14 129.86 129.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 153.8908
Hrávöruverð
Gull 1195.8 ($/únsa)
Ál 2028.0 ($/tonn) LME
Hráolía 77.08 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á