Morgunblaðið - 12.09.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
HerafliRússlandshóf í gær
stærstu heræfingu
í sögu sinni, en hún
verður haldin í
austurhluta Rúss-
lands næstu daga.
Að sögn rússneskra hermála-
yfirvalda munu um 300.000
rússneskir hermenn, 36.000
skriðdrekar og um 1.000 flug-
vélar verða hluti af æfingunni.
Fyrir utan þetta mikla umfang
hefur það vakið athygli að her-
sveitir frá kínverska hernum
munu taka þátt í æfingunum
við hlið Rússa.
Þessi þróun ætti svo sem
ekki koma á óvart. Teikn hafa
verið á lofti síðustu árin um að
Kínverjar og Rússar hafi í sí-
fellt meiri mæli snúið saman
bökum í öryggis- og varnar-
málum sínum, og jafnvel byrj-
að að samþætta ýmsa hluti svo
sem vopnakerfi og boðleiðir
innan hersins. Hefur það raun-
ar gengið svo langt, að sumir
fræðimenn hafa haldið því
fram að herir ríkjanna tveggja
þyrftu ekki að gera miklar
málamiðlanir til þess að geta
myndað með sér formlegt
varnarbandalag.
Skilaboðin til Vesturveld-
anna með heræfingunni verða
að teljast nokkuð skýr. Bæði
ríki hafa á síðustu árum verið
óánægð með núverandi skipan
mála í alþjóðamálum, sem þau
telja bæði að hygli Bandaríkj-
unum og öðrum vestrænum
lýðræðisríkjum um of. Ríkin
tvö hafa á síðustu árum stór-
aukið samvinnu sína í efna-
hagsmálum og með því að
hefja nánara samstarf í varn-
armálum eru bæði
Rússar og Kínverj-
ar að tilkynna
Bandaríkjamönn-
um að þeir muni
ekki sætta sig við
að verða til lengd-
ar eftirbátar á al-
þjóðavettvangi.
Viðskiptasamband ríkjanna
tveggja gefur hið sama til
kynna. Gert er ráð fyrir að
verðmæti viðskipta þeirra
verði á þessu ári meira en sem
nemur um eitt hundrað millj-
örðum bandaríkjadala, en þau
voru um 84 milljarðar í fyrra.
Ekkert bendir til annars en að
ríkin muni leitast við að auka
þau tengsl enn frekar á næstu
árum, sér í lagi þar sem Rúss-
ar búa við viðskiptaþvinganir
af hálfu Bandaríkjanna og Kín-
verjar horfa fram á tollahækk-
anir úr sömu átt.
Í þessu samhengi er einnig
athyglisvert að Vladimír Pútín
Rússlandsforseti lýsti því yfir í
gær, á sameiginlegum blaða-
mannafundi sínum og Xis Jinp-
ing, forseta Kína, að Rússar og
Kínverjar væru að skoða leiðir
til þess að nota sína eigin
gjaldmiðla í viðskiptum sín á
milli frekar en bandaríkjadali.
Full ástæða er fyrir vestræn
lýðræðisríki að huga vel að því
hvaða afleiðingar það hefur til
lengri tíma ef Rússar og Kín-
verjar fara að snúa saman bök-
um í sífellt meiri mæli. Og þar
sem bæði ríki eru ósátt við
stöðu sína innan alþjóða-
samfélagsins og hafa hvort
með sínum hætti látið reyna á
stoðir þess er ástæða fyrir
vestræn lýðræðisríki til að
vera við öllu búin.
Rússar og Kínverjar
senda skilaboð til
Vesturveldanna með
sameiginlegum
heræfingum}
Bökum snúið saman
Ríkisstjórninkynnti á
mánudag aðgerða-
áætlun í loftslags-
málum. Þar sagði
að stefnt væri að
því að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda af manna-
völdum og ýmsar aðgerðir
nefndar í því sambandi.
Eitt af því sem kynnt var
vakti sérstaka athygli og þá
sennilega helst af þeirri
ástæðu að sú hugmynd virðist
fremur borin fram af bjart-
sýni en raunsæi. Þar er um að
ræða yfirlýsingu um að ný-
skráningar bensín- og dís-
elbifreiða verði óheimilar árið
2030, með undantekningum
þó.
Nú er ekki útilokað að
tækniframfarir verði með
þeim hætti á allra næstu árum
að hægt verði að
hrinda slíkum
áformum í fram-
kvæmd. Þó verður
að segja að þrátt
fyrir hugvitssemi
mannsins og hraðar framfarir
á liðnum árum í þróun bíla og
orkugjafa, þá er fátt sem
bendir til að unnt verði að
banna nýskráningar bensín-
og díselbifreiða eftir rúman
áratug.
Og það segir raunar sitt að
umhverfisráðherra sagði að-
spurður að ekki yrði farið út í
lagabreytingar á komandi
þingi til að lögfesta bannið. En
þá má líka velta því fyrir sér
hvers vegna slíkar hugmyndir
eru bornar fram. Það er ekki
endilega til þess fallið að auka
trúverðugleika annars sem
finna má í aðgerðaáætluninni.
Orkuskipti gerast
ekki hraðar en
tæknin leyfir}
Aðgerðaáætlun um loftslag
Í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er
fjallað um traust á stjórnmálum. Sett
var á laggirnar prýðileg nefnd sem
skilaði af sér verki í liðinni viku og
áfram höldum við.
Í gærmorgun ræddust við í morgunútvarpi
Rásar eitt þingmenn tveggja flokka, þær
Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, og Bjark-
ey Olsen Gunnarsdóttir, VG. Þær ræddu meðal
annars traust á stjórnmálum og þar vatt Bjark-
ey sér að fjölmiðlum. Sagði hún fjölmiðla eiga
sinn þátt í að rýra traust almennings á stjórn-
málum og að sér þætti það miður. Sagði hún
orðrétt „við þekkjum það í störfum þingsins, þá
eru kamerurnar komnar, þá skiptir máli að ein-
hver sé með söluvænlega setningu til að kom-
ast í fjölmiðlana“. Því næst sagði hún „fjöl-
miðlar eru ekki endilega að velta fyrir sér
innihaldi þess sem sagt er, heldur; þetta selur, þetta er
sniðugt, þetta klikkar á vefinn“. Þáttastjórnendur bentu
réttilega á að þingmenn væru með orðið og fjölmiðlanna
væri að endurvarpa því til almennings en ekki ritskoða
það sem þingmenn segðu. Því miður var ekki hægt að
halda áfram með þessa nauðsynlegu umræðu, því fátt er
einmitt mikilvægara lýðræðinu en öflugir fjölmiðlar.
En hvað ætlum við að gera til að treysta rekstur fjöl-
miðla? Í stjórnarsáttmálanum er talað um að ríkisstjórnin
muni bæta starfsumhverfi fjölmiðla, t.d. með endurskoðun
á skattalegu umhverfi þeirra, en nú, þegar önnur fjárlög
þessarar ríkisstjórnar hafa birst okkur má sjá að litlar
efndir standa á bakvið holan hljóminn. Ríkis-
útvarpið, sem gegnir gríðarlegu menningar-
legu hlutverki, er áfram eini fjölmiðillinn sem
nýtur beinna ríkisstyrkja á fjárlögum. Vissu-
lega má segja að Bændablaðið sem og fleiri
hagsmunarit njóti óbeinna styrkja en frjálsir
fjölmiðlar eru alfarið undanskildir stuðningi.
Íslendingar sem iðulega telja sig með siðuðum
Norðurlandaþjóðum mættu líta þangað og
læra hvernig gert er þar. Í Danmörku eru
heildarstyrkir til fjölmiðla, að undanskildum
ríkisfjölmiðlinum DR, 363,5 m. d.kr. sem eru
tæplega 6,5 ma. í.kr. Fær Information t.d. 25,5
m. d.kr. eða 450 m. í.kr. og Politiken, Extra
bladet og Berlingske fá hvert um sig 17,5 m.
d.kr. eða 308 m. í.kr.
Sænsk stjórnvöld kynntu metnaðarfulla
áætlun sína um stuðning við fjölmiðla í mars sl.
Á næsta ári munu þau styrkja frjálsa fjölmiðla um 622 m.
SEK og hækka stuðninginn í 677 m. SEK ári síðar eða
tæplega 8,5 ma. í.kr.
Í lýðræðisríkjum eru frjálsir fjölmiðlar lykillinn að upp-
lýstri samfélagsumræðu og eflingu lýðræðis. Við verðum
að sýna íslenskum frjálsum fjölmiðlum, sem allir vita að
berjast í bökkum, að minnsta kosti smá viðleitni. Það að
enn ein fjárlögin séu nú komin fram án nokkurs stuðnings
veldur miklum vonbrigðum því við verðum að gera betur.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Slökkvið á myndavélunum
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Hlutfall fólks sem er hvorkií vinnu né í skóla eðastarfsþjálfun er lágt í öll-um aldurshópum hér á
landi. Stendur Ísland að því leyti
best að vígi í samanburði við önnur
OECD-lönd. Aftur á móti eru fleiri
karlar hér án framhaldsskólamennt-
unar á aldrinum 25-34 ára en í flest-
um öðrum vestrænum ríkjum. Þetta
er meðal þess sem fram kemur í ný-
útkominni ársskýrslu OECD um
menntatölfræði, Education at a
Glance 2018. Í skýrslunni er að finna
margvíslegar upplýsingar um stöðu
íslenska skólakerfisins, mennt-
unarstig þjóðarinnar, fjármögnun
skóla og skipulag skólastarfs.
Skýrsluna á ensku og íslenska sam-
antekt hennar má nálgast á vef
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins.
Félagsleg áhrif sterk
Þema skýrslunnar að þessu sinni
er tækifæri til náms þar sem sér-
staklega er tekið mið af heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna um
menntun. Helstu niðurstöður skýrsl-
unnar eru meðal annars að fé-
lagslegur bakgrunnur fólks hefur
meiri áhrif á menntun þess eftir því
sem líður á skólagönguna og starfs-
ævina, að kynjamunur er konum í
hag í menntakerfinu en körlum í hag
í atvinnulífinu, og að borgarar af er-
lendum uppruna eru líklegri til að
hverfa frá námi og eiga erfiðara upp-
dráttar í atvinnulífinu.
Meðal þess sem fram kemur um
íslenskt menntakerfi er að á ára-
bilinu frá 2010 til 2015 hefur aukn-
ingin á útgjöldum á hvern nemanda
til grunnskóla og framhaldsskóla
verið um 14 prósentustig og á há-
skólastigi hefur aukningin verið um
27 prósentustig þegar tekið er mið
af fjölda nemenda. Aukningin er
talsvert meiri hér á landi en á Norð-
urlöndunum og flestum löndum
OECD.
Í samantekt ráðuneytisins um
skýrsluna er nefnt að eitt helsta
vandamálið sem mörg lönd innan
OECD og Evrópusambandsins
stríða við sé hátt atvinnuleysi meðal
ungs fólks sem hverfur frá námi og
fær ekki vinnu. Hlutfall ungs fólks
sem er hvorki í námi né í vinnu
hækki með aldrinum frá 18 ára til 30
ára aldurs. „Ísland stendur áberandi
best að vígi að þessu leyti, þrátt fyrir
að brotthvarf frá námi hafi verið við-
varandi vandamál á framhalds-
skólastigi. Ef litið er á aldursbilið 18
til 24 ára þá eru 5% ungmenna á
þessum aldri hvorki í skóla né vinnu
og er það lægsta hlutfall innan
OECD. Munur milli kynja er vart
marktækur að þessu leyti. Meðaltal
OECD er aftur á móti um 15% og
það er alls staðar á Norðurlöndum
hærra en hér á landi.“
Fleiri án framhaldsmenntunar
Á mínushliðinni hér á landi er sú
staða að á Íslandi eru fleiri karlar án
framhaldsskólamenntunar á aldr-
inum 25-34 ára en í flestum öðrum
vestrænum ríkjum. Staða karla er
aðeins verri á Ítalíu, Spáni og Portú-
gal af löndum Evrópu sem eiga aðild
að OECD-menntatölfræðinni. Um
24% karla á þessum aldri hafa ekki
lokið námi eftir grunnskóla en hlut-
fallið er 15% fyrir konur. Munurinn
milli kynjanna er óvíða jafn mikill og
á Íslandi eða níu prósentustig og að
því leyti svipar Íslandi einnig til
landa í sunnanverðri álfunni. Þetta
hlutfall hefur þó verið að minnka.
Árið 2007 var hlutfall karla án fram-
haldsskólamenntunar í aldurs-
flokknum 25-34 ára 31% og hefur því
lækkað um sjö prósentustig á einum
áratug. Þetta hlutfall hefur reyndar
farið lækkandi almennt innan
OECD.
Sterk staða háskólamenntunar
Staðan á Íslandi er mun betri þeg-
ar litið er til háskólamenntunar. Í
aldursflokknum 25-64 ára hafði 21%
Íslendinga lokið bakkalársgráðu ár-
ið 2017. Meðaltalshlutfall OECD var
17%. Hér stöndum við betur að vígi
en hinar norrænu þjóðirnar, hlut-
fallið var 19% í Noregi, 17% í Sví-
þjóð og Finnlandi, en 21% í Dan-
mörku eins og hér.
„Þessar tölur koma á óvart,“ segir
í samantektinni, „því yfirleitt hefur
þeim tölum verið slegið fram sem
hafa sýnt að Norðurlöndin standi
mun framar en Ísland. En þessar
tölur sýna að munurinn hefur aðal-
lega verið fólginn í styttri náms-
gráðum, diplómagráðum, sem eru
mun algengari á hinum Norðurlönd-
unum“.
Á Íslandi voru 3% sem luku
diplómagráðu en engri annarri æðri
gráðu, en hlutfallið í Noregi, Svíþjóð
og Danmörku var á bilinu 10-12%.
Sömu sögu er að segja af þeim sem
hafa hlotið meistaragráðu. Á Íslandi
höfðu 17% af mannfjölda á aldrinum
25-64 ára lokið meistaragráðu árið
2017. Meðaltal OECD var 12% og
annars staðar á Norðurlöndum var
hlutfallið lægra en á Íslandi, 13% í
Danmörku, 11% í Noregi, 14% í Sví-
þjóð og 15% í Finnlandi.
Lágt hlutfall hér
hvorki í vinnu né námi
Morgunblaðið/Eggert
Menntun Háskólamenntuðum hér á landi hefur fjölgað og stendur Ísland
nú jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum í fjölda háskólamenntaðra.