Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018 Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Enskur auðmaður er við það að kaupa öll lönd að Selá í Vopnafirði og fjöl- miðlar birta hverja greinina eftir aðra sem mótmælir því. Kanadískur auðmaður keypti raforkufyrir- tæki fyrir nokkrum árum og því var mót- mælt á sama hátt. Boðuð er breyting á orkulögum sem færir ESB meiri áhrif hér en áður. Sjálfstæðisflokkurinn mót- mælir því. Þessi atriði eru dæmi um það, að gerð eru mistök í samningum okkar við ESB, ekki girt fyrir langtíma áhættuþætti og afleiðingarnar koma fram árum og áratugum síðar. EES-samningurinn er talinn til betri viðskiptasamninga sem við höfum gert. Þar sömdum við um gagnkvæmar niðurfellingar á toll- um svo ESB-markaðir opnuðust betur, en við urðum einnig að samþykkja aðlögun að síbreytilegu lagaumhverfi ESB. Það er á þeim grundvelli sem erlendir auðmenn eru farnir að athafna sig hér svo frjálslega að þjóðinni ofbýður. Með orkupakkanum opnast þeim fleiri tækifæri. Ein stærð fyrir alla Það virðist bjargföst sú trú embættismanna í Brussel, að það sem passi ESB passi okkur. Með þessari „ein stærð fyrir alla“ hugsun þvinga þeir okkur í EES- nefndinni til að taka við hverjum pakkanum af öðrum og nú síðast orkupakkanum. Þó liggur skýrt fyrir að hann skapar okkur ekkert nema vandræði og er til engra hagsbóta fyrir þá, nema helst auð- menn þeirra. Það er hægt að sanna með óyggjandi rökum, að markaðurinn sem orkupakkinn mælir fyrir um uppfyllir engin þau hönnunarmarkmið sem skilgreind eru í 6. grein formála tilskipunar ESB nr. 72 2009 og eiga að tryggja, að markaðurinn virki til hagsbóta fyrir notendur. Þar má lesa þrjú meginatriði. 1) Markaðurinn myndi hæfilega hvata til að stýra fjárfestingum á hagkvæman hátt. Slíkir hvatar myndast þegar orkuverð hækkar og í okkar vatnsorkukerfi gerist það aðeins af tveim ástæðum. Annars vegar fyrir markaðsbrellur seljenda og hins vegar vegna vatnsskorts. Þegar vatnsskortur hækkar verðið stöðvast sú þróun ekki við það að hvatar séu orðnir hæfilegir og skorturinn varir yfirleitt of stutt til að fjárfestar treysti sér af stað í fjárfestingar án þess að hafa full- komnar afkomutryggingar. Fjár- festingum þarf því að stýra hér með auðlindastjórnun. 2) Markaðsverð geri kaupendum kleift að velja þá orku sem er hag- kvæmust út frá eigin hagsmunum á þann hátt, að orkunýting verði sem hagkvæmust. Í íslensku samhengi er verið að velja milli vatns og jarðvarma. Slíkt val á sér ekki stað á markaði við aðstæður hér, heldur er það hluti af áætlunargerð fjárfesta. Við íslenskar aðstæður er hér ver- ið að tala um hreina auðlinda- stjórnun. 3) Örugg aðföng orku eru for- senda þess að atriði 2) virki. Innan ESB sjá alþjóðlegir elds- neytismarkaðir um að færa raf- orkumarkaðnum orku á öruggan hátt. Á Íslandi fæst hæfilegt orkuöryggi aðeins með auðlinda- stjórnun, en náttúran sjálf er ekki á mark- aði með þá orku sem hún leggur fram. Öll þessi þrjú atriði annaðhvort byggjast á eða eru hrein auð- lindastjórnun. Mark- aðurinn getur ekki stýrt auðlindinni, því náttúran tekur ekkert mark á þeim hvötum sem hann myndar. Frjáls markaður að hætti ESB getur því ekki tryggt hagsmuni notenda, sem er nauðsyn vegna þess, að notendur á Íslandi geta aðeins valið tvo kosti, borga upp- sett verð eða flytja af landi brott. Markaðurinn getur hins getur tryggt vel hagsmuni þeirra fram- leiðenda sem hafa góða stöðu á markaðnum. Fyrir þetta eigum við að borga skrifstofukostnað lands- reglarans, sem er reglusetningar- armur ACER á Íslandi. Að auki þurfum við að bera allan kostnað af leikbrellum þeirra sem stunda bein viðskipti á markaðnum og þær geta kostað sitt, eins og við sáum í hruninu. Landsvirkjun skipt Með uppsetningu á frjálsum markaði hér fær Landsvirkjun markaðsráðandi stöðu á þeim markaði. Eflaust telur Lands- virkjun sér hag í því, en það vakti athygli, að í ágætri grein aðstoð- arforstjóra Landsvirkjunar um lögfræðileg atriði orkupakkans var ekki vikið einu orði að markaðs- hliðinni eða neinu því sem þeirri hlið við kemur. Það var heldur ekki vikið að því, að Landsvirkjun er sá aðili hér á landi sem í raun hefur með höndum auðlindastýr- ingu öllum notendum landsins til gagns, en aðeins fyrir sitt eigið orkukerfi. Landsvirkjun mætti minnast þess, að flestallir mark- aðssérfræðingar sem skrifað hafa um íslensk raforkumál hafa talið Landsvirkjun of stóra. Hættan er, að með markaðsvæðingu hér verð- ur að skipta Landsvirkjun upp og þá sundrast sú auðlindastýring sem hún hefur með höndum. Það getur orðið okkur dýrt. Að lokum Ekki er lagaheimild frá ESB til að landsreglarinn stjórni auðlind- um hér, enda væri það brot á sjálfræði okkar. EES-samningurinn, eins hag- stæður og hann virtist í upphafi, heldur áfram að kosta okkur meir og meir. Ekki aðeins með tapi sjálfræðis, heldur einnig með auknu skrifræði og nú með því að auka óhagræði orkugeirans, en fátt er landanum heilagra en auð- lindirnar til sjávar, lands og fjalla. Sjávarauðlindina höfum við varið með kjafti og klóm, en hinar síður. Leita verður leiða til að snúa við þeirri óheillaþróun sem EES- samningnum fylgir svo hann haldi gildi sínu. Það er kominn tími til að spyrna við fótum. Hvenær skal spyrna við fótum? Eftir Elías Elíasson » Leita verður leiða til að snúa við þeirri óheillaþróun sem EES- samningnum fylgir svo hann haldi gildi sínu. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Ég kom til Krýsuvík- ur í byrjun árs 2017 þá orðin úrkula vonar. Enn önnur meðferðin að hefjast eftir allar mínar misheppnuðu tilraunir til að ná tökum á fíkni- vanda mínum. Ég hafði enga trú á því að í þetta skipti myndi ég sigra fíkniefnadjöfulinn. Ég hafði brugðist sjálfri mér og öðrum og var í þann mund að missa frá mér það sem var mér helg- ast. Ég hafði háleit markmið um sjálfa mig og lífið. Ég sem hafði brot- ist til mennta og sýnt styrkleika og hæfileika á hinum ýmsu sviðum átti öflugan og grimman andstæðing í Bakkusi. Þrátt fyrir góð uppeldisskil- yrði varð ég fyrir áföllum á fullorðins- árum sem urðu til þess að ég hafði stigvaxandi þörf fyrir að deyfa mig gagnvart þeim sársauka sem þau ollu. Ég var komin í vítahring og eina lausnin var fólgin í vímugjöfum sem tímabundið slógu á sársaukann sem fyrir var og þann sársauka sem þetta ástand kallaði á. Misnotkun hugbreytandi efna er í mínum huga ekkert annað en verk- færi til að lina þjáningar og stýra til- finningum. Uppgjöfin var algjör og ég leitaði daglega í kapelluna í Krýsu- vík þar sem ég bað til almættisins á fjórum fótum. Mér lærðist þar að gefa sjálfri mér nýtt tækifæri dag frá degi og þar var mér mætt með skiln- ingi og kærleika sem ég hafði aldrei áður upplifað. Mér lærðist að taka ábyrgð á því sem mér bar en bera virðingu fyrir eigin sársauka og áföll- um. Á hverjum einasta degi var kafað djúpt í sálarlífið í hópum og einkaviðtölum en á þann hátt sem ég var tilbúin til hverju sinni. Mér var mætt persónu- lega og snert var á öll- um þeim þáttum sem svo nauðsynlega þurftu úrlausna og mér var um megn að takast á við á eigin spýtur. Ég upplifði mörg angistartímabil með til- heyrandi gráti og leit að lækningu. Það var eins og meðferðin væri hönn- uð með það í huga að mæta sjálfri mér á þann hátt sem var mikilvægur á hverjum tíma. Mikið var lagt upp úr heiðarleika gagnvart sjálfum sér og öðrum og eflingu sjálfvirðingar með athafnasemi og reglufestu. AA- fundir voru haldnir á hverju kvöldi þar sem fyrrverandi Krýsvíkingar komu og sögðu sögu sína og hvernig þeir sigruðu sjálfa sig með hjálp Krýsuvíkursamtakanna. Slíkir vitn- isburðir gáfu mér nýja von ásamt þeirri vitneskju að árangur meðferð- arinnar var mælanlega mun meiri en í öðrum meðferðarúrræðum. Þegar einhver skjólstæðinganna útskrif- aðist var slegið upp veislu með ræðu- höldum og dýrindis veitingum. Að sjá þar fólk sem nokkrum mánuðum áð- ur hafði verið mölbrotið að utan sem innan, standa í pontu, upplitsdjarft, sterkt og með glampa í augum var ólýsanleg tilfinning. Þarna fæddist ný von. Náttúran í Krýsuvík er engri lík og þangað sótti ég styrk og sjálfseflingu. Í dag hef ég öðlast nýtt líf og sýni- legan bata. Ég hef öðlast nýja sjálfs- virðingu sem varð til með ástundun þeirra lífsreglna sem mér lærðist í Krýsuvík. Ég hef öðlast nýjan skiln- ing á sjálfri mér og fengið nýja sýn á lífið. Krýsuvíkursamtökin eru svar við þeirri neyð sem herjar á samfélag okkar í þessum töluðu orðum. Dán- artíðni ungra vímuefnaneytenda hef- ur aldrei verið hærri og meðferð- arstofnanir þurfa að vera í takt við þann vanda sem þeim er ætlað að leysa. Hér er um langtímavanda að ræða sem kallar á langtímalausnir. Starf SÁÁ er gott og gilt svo langt sem það nær en það nær ekki utan um vandann í heild sinni. SÁÁ býður upp á skemmri meðferðarúrræði sem í sumum tilvikum hentar fólki með fíknivanda en alls ekki öllum. Að fletta ofan af áralangri neysluhegðun, með tilheyrandi katastrófum og að- kallandi breytingum sem þurfa að eiga sér stað í manneskjunni, er ekki gert á nokkrum vikum. Það þarf í raun að endurstilla manneskjuna og hér vinnur tíminn með batanum sem eru í jöfnu hlutfalli. Því meiri tími þeim mun meiri bati. Lausnin er kaflaskipt og fólgin í mismunandi stigum sem öll eru mikilvæg. Að fara í gegnum slík umskipti með tilheyr- andi sársauka og breyttu hugarfari kallar á sérniðið umhverfi sem rúmar allt það ferli. Í Krýsuvík er langtímameðferð sem býður upp á einstakt umhverfi og reynslu þar sem slík innri lækning og úrvinnsla fer fram. Hafi einhvern tíma verið þörf á slíkri stofnun þá er það nú. Hér höfum við módel sem virkar í baráttunni við eitt mesta heil- brigðisvandamál nútímans. Árangur meðferðarinnar er mælanlegur og meiri en hjá nokkru öðru meðferð- armódeli og því ættu fleiri meðferð- arúrræði að vera með sama móti og taka það starf sem þar er unnið til fyrirmyndar. Módel sem virkar Eftir Áslaugu Einarsdóttur Áslaug Einarsdóttir »Krýsuvíkursamtökin eru svar við þeirri neyð sem herjar á sam- félag okkar í þessum töluðu orðum. Höfundur er með BA í sálfræði og master í blaða- og fréttamennsku. ase19@hi.is Allt um sjávarútveg Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.