Morgunblaðið - 12.09.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Rock Star umgjarðir
kr. 11.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af
gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Jón Karl Ólafsson viðskipta-fræðingur á 60 ára afmæli ídag. Hann hefur starfað
lengi í flugbransanum, var m.a.
forstjóri Flugfélags Íslands, Ice-
landair, Primera Air og var síðast
framkvæmdastjóri innanlands-
flugvallasviðs Isavia, en hætti
störfum þar fyrir rúmum mánuði.
„Nú er bara verið að skoða í
kringum sig og sinna fjölskyld-
unni og áhugamálunum. Maður er
búinn að koma víða við og kannski
kominn tími til að taka smá pásu.“
Áhugamál Jóns Karls eru mörg,
meðal annars golf, stangveiði og
tónlist, en hann er m.a. hljóm-
borðsleikari hljómsveitarinnar
Basil fursti, sem kemur enn fram
öðru hverju. „Ég er líka í góðri
hljómsveit sem heitir Tíglar, þar
sem við spilum reglulega fyrir þá sem hafa gaman af því að koma
saman og dansa.“
Jón Karl er með 13 í forgjöf í golfinu og getur því spilað skamm-
laust eins og hann orðar það. „Ég fer töluvert út að spila,“ segir Jón
Karl aðspurður. „Ég á dóttur í Þýskalandi og hef aðeins spilað þar og
fer með vinum til Bandaríkjanna og Spánar. Ég spila samt langmest
hér heima og og við erum komin með svo góða golfvelli hérna að það
þarf ekki að fara mikið út til að spila.“
Veiðitímabilinu er ekki lokið hjá Jóni Karli en næsta mánudag fer
hann að veiða í Sandá í Þistilfirði. „Ég er í hópi sem er með leigu-
samning um þá yndislegu á og hef farið þangað einu sinni til tvisvar á
ári frá árinu 1984. Við hjónin fórum fyrst að veiða þarna með for-
eldrum mínum og ég hef haldið því síðan við eftir að faðir minn hætti
veiðum. Maður er farinn að þekkja þarna hverja þúfu. Það er hægt að
lenda í alls konar veðri á þessum tíma, þolanlegu haustveðri, finu
sumarveðri og snarvitlausu vetrarveðri. Ég og Vala veiðum saman í
ýmsum öðrum ám líka og reynum að komast í veiði eins mikið og við
getum. Ég fékk veiðiáhugann frá föður mínum en hann var mikill
veiðimaður og ég dróst með inn í þetta.“
Eiginkona Jóns Karls er Valfríður Möller, hjúkrunarfræðingur á
Sóltúni. Börn þeirra eru Guðrún, Anna Sigrún, Edda Björg og Jón
Valur og barnabörnin eru orðin fjögur.
Það er lítið planað í dag annað en að fara í golf með Völu, en svo
nær hún þessum góða áfanga í byrjun næsta árs og þá ætlum við að
bjóða stórfjölskyldunni með okkur til útlanda og hafa það gott.“
Afmælisbarnið Jón Karl.
Fer að veiða í
Þistilfirði eftir helgi
Jón Karl Ólafsson er sextugur í dag
S
verrir Páll Guðnason
fæddist á sjúkrahúsinu í
Lundi í Svíþjóð 12.9.
1978, þar sem foreldrar
hans voru í háskólanámi,
en flutti til Íslands með fjölskyldunni
er hann var fjögurra ára.
Sverrir gekk í Melaskóla og þegar
hann var 11 ára var hann valinn úr
hópi drengja til að leika Ólaf Kára-
son ungan í leikgerð Kjartans Ragn-
arssonar á Ljósi heimsins, eftir Hall-
dór Laxness. Þá varð ekki aftur
snúið: Í kjölfarið lék hann Emil í
sjónvarpsmynd um Emil og Skunda,
eftir bók Guðmundar Ólafssonar. Ár-
ið 1990 flutti fjölskyldan til Tyresö,
fyrir sunnan Stokkhólm, og Sverrir
fór í prufur fyrir hlutverk í kvik-
myndum áður en hann hafði lært
málið.
Sverrir lauk grunnskólanámi í
Tyresö, fór á leiklistarbraut mennta-
skólans St. Eriks inni í Stokkhólmi,
fór fljótlega að vinna með áhuga-
leikhópnum Replica, undir stjórn
pólska leikstjórans Jureks Sawka, og
tók þátt í mörgum uppfærslum með
honum. Síðan fékk hann aðal-
hlutverk í sjónvarpsmyndinni Jesus
Sverrir Guðnason, leikari í Svíþjóð – 40 ára
Beðið eftir matnum Sverrir með dætrunum, þeim Sölku Uggla, Blönku Ljungman og Sísí Uggla Sverrisdætrum.
Ein af skærustu kvik-
myndastjörnum Svíþjóðar
Nafnarnir Sverrir með afa sínum, Sverri, ráðherra og bankastjóra. Hann
var mælskur og kannski góður leikari, enda slyngur stjórnmálamaður.
Sólveig Kristín Borgars-
dóttir og Guðrún Sjöfn
Kulseng söfnuðu 5.895 kr.
fyrir Rauða kross Íslands
með því að semja lag og
texta. Þær gengu svo í hús
og sungu fyrir fólk. Vin-
konurnar eiga heima á
Hvanneyri og var afar vel
tekið af þeim íbúum sem
þær heimsóttu. Lagið
þeirra er stutt og fjörugt
og fjallar um ljúfa lífið í
sveitinni.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is