Morgunblaðið - 12.09.2018, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2018
„Lykilþáttur í uppbyggingarstarfinu
hefur falist í því að vinna, með hjálp
löglærðra, að nútímatúlkun á stofn-
sáttmála Sænsku akademíunnar frá
1786 með það að markmiði að ná
sameiginlegri sýn um hvernig út-
færa eigi hann í samtímanum,“ segir
í fréttatilkynningu sem Anders
Olsson, starfandi ritari Sænsku aka-
demíunnar (SA), birti á vef SA í
framhaldi af fyrsta fundi SA eftir
sumarfrí í liðinni viku. Í tilkynning-
unni kemur fram að meðal þess sem
skerpt hafi verið á séu atriði eins og
trúnaður meðlima við SA og hvernig
skuli afgreiða erindi þar sem krafist
er brottvísunar meðlima. Per Wäst-
berg upplýsti að fundi loknum að
nýja túlkunin næði til 48 málsgreina
stofnsáttmálans.
Í fyrrnefndri tilkynningu kemur
fram að afrakstur vinnunnar hafi
verið kynntur og samþykktur á
fundi SA, en í framhaldinu verði
niðustaðan kynnt Karli XVI. Gústafi
Svíakonungi sem er verndari SA. „Í
ljósi þess að konungurinn er æðsti
verndari SA er það aðeins í hans
valdi að breyta stofnsáttmálanum,“
segir Margareta Thorgren, upplýs-
ingafulltrúi sænsku hirðarinnar, við
Expressen og rifjar upp að í maí hafi
Svíakonungur breytt stofnsáttmála
SA með konunglegri tilskipun á
þann hátt að meðlimum var í sjálfs-
vald sett hvort þeir vildu hætta í
stað þess að vera skipaðir til ævi-
loka. „Meðlimir SA geta ekki sjálfir
gert breytingar á stofnsáttmálanum,
aðeins konungurinn. SA hefur hins
vegar heimild til að túlka stofnsátt-
málann,“ bætir Thorgren við.
Í tilkynningu Olsson kemur fram
að markmiðið sé að endurheimta
traust á SA og vinnu hennar við að
útdeila Nóbelsverðlaunum í bók-
menntum. Um miðjan síðasta mánuð
birti Dagens Nyheter bréfa-
samskipti milli SA og Nóbels-
stofnunarinnar (NS) þar sem fram
kom að NS gerði kröfu um að SA
breytti verklagi sínu í vali á Nóbels-
verðlaunahöfum. Kæmi SA ekki upp
nýrri valnefnd sem væri algjörlega
óháð þeim meðlimum SA sem gegnt
hafa lykilhlutverki í krísunni íhugaði
NS að svipta SA réttinum til að veita
Nóbelsverðlaun. Í svarbréfi Olsson
mótmælti hann þessari tillögu NS og
staðhæfði að hæfni meðlima SA til
að velja verðlaunahafa hefði ekki
orðið fyrir áhrifum af krísunni og því
væri skrýtið að láta utanaðkomandi
nefnd sjá um valið. Að hans mati sé
mikilvægast af öllu að fullmanna SA.
Í samtali við SVT Nyheter segja
Claes Sandgren, prófessor í borg-
ararétti við Háskólann í Stokkhólmi,
og Martin Sunnqvist, doktor í
réttarfarssögu við Háskólann í
Lund, vandséð hvernig NS eigi að
geta svipt SA réttinum til að veita
Nóbelsverðlaun þar sem slík svipt-
ing væri í andstöðu við erfðaskrá
Alfreds Nobel. silja@mbl.is
Getur ný túlkun á sátt-
mála endurheimt traust?
AFP
Starfandi ritari Anders Olsson telur
brýnast að fullmanna SA sem fyrst.
Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur
og Reykjavíkurborgar hafa undir-
ritað samning um framlengingu til
þriggja ára um rekstur Borgar-
leikhússins. ,,Öflugt menningarlíf
eykur lífsgæði borgarbúa og með
samningnum er borgarbúum gert
kleift að njóta fjölbreyttra sviðs-
lista. Starfið í Borgarleikhúsinu
einkennist af miklum metnaði og
eru gestir um 200 þúsund á ári
hverju,“ segir Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri í tilkynningu. ,,Í samn-
ingnum er sérstaklega kveðið á um
að áhersla skuli lögð á listuppeldi
barna og ungmenna og er ánægju-
legt að sjá hve leikhúsið hefur sinnt
því hlutverki vel í gegnum árin
enda er barnamenning mikilvægur
hluti af öllu menningarstarfi.“
Markmið samningsins er að í
Reykjavík sé rekið fjölbreytt og
metnaðarfullt leikhús þar sem er
sköpuð og sýnd leiklist í hæsta
gæðaflokki. Einnig er tekið fram að
Borgarleikhúsið verði lifandi vett-
vangur nýsköpunar og kynningar á
íslenskri leiklist þar sem erlendri
klassík og samtímaleiklist eru einn-
ig gerð góð skil. Í tilkynningu segir
Kristín Eysteinsdóttir borgarleik-
hússtjóri að samningurinn tryggi
rekstrargrundvöll leikhússins og
geri starfsfólki kleift að halda
áfram því góða starfi sem hefur
verið unnið í leikhúsinu síðustu ár.
,,Við erum afar þakklát fyrir með-
byr síðustu ára og horfum björtum
augum fram á veginn. Við hlökkum
til að örva hug og hjörtu áhorfenda
á komandi leikári og þökkum
Reykjavíkurborg fyrir gott sam-
starf og mikilvægan stuðning.“
Samningur framlengdur til þriggja ára
Ljósmynd/Sigurjón Sigurjónsson
Undirritun Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri, Kristín Eysteinsdóttir
leikhússtjóri og Eggert Benedikt
Guðmundsson, stjórnarform. LR.
Stjórn Listaháskóla Íslands hefur
endurráðið Fríðu Björk Ingvars-
dóttur sem rektor Listaháskólans til
næstu fimm ára, en samkvæmt
stofnskrá skólans má endurráða
rektor einu sinni án auglýsingar.
„Næstu ár eru skólanum einstak-
lega mikilvæg þar sem unnið er
hörðum höndum að framtíðar-
skipulagi húsnæðismála og því mik-
ilvægt að samfella verði í starfinu,“
segir Magnús Ragnarsson, formaður
stjórnar LHÍ, í tilkynningu og fagn-
ar því að Fríða Björk skuli hafa gef-
ið kost á sér til áframhaldandi starfs.
„Síðastliðin fimm ár hafa verið
einstaklega ánægjuleg, enda varla
til áhugaverðari vinnustaður á sviði
lista hér á landi en Listaháskólinn.
[…] Fram undan er kynning á nýrri
stefnu Listaháskólans sem vonandi
mun fleyta listnámi á háskólastigi
hér á landi inn í þann anda og um-
hverfi sem starfsemin þarfnast til að
geta blómstrað af fullum styrk undir
einu þaki í fullhönnuðu og faglegu
framtíðarhúsnæði. Það eru því mikl-
ar áskoranir fram undan, ekki ein-
ungis fyrir Listaháskólann heldur
einnig það samfélag sem hann þjón-
ar sem þjóðarskóli okkar í listum,“
segir Fríða Björk.
Fríða Björk endurráðin rektor LHÍ
Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson
Rektor Fríða Björk Ingvarsdóttir
Nýjar hendur - Innan
seilingar
Bíó Paradís 18.00
Kvíðakast
Bíó Paradís 22.00
Söngur Kanemu
Bíó Paradís 20.00
Whitney
Bíó Paradís 17.40, 17.45,
22.00
Utøya 22. júlí
Bíó Paradís 18.00, 20.00
The Last Reform-
ation: The Beginning
Bíó Paradís 20.00
The Nun 16
Metacritic 55/100
IMDb 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.10,
17.40, 19.30, 20.00, 21.50,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 17.30,
19.40, 21.50
Sambíóin Akureyri 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.40,
22.00
Lof mér að 16
Þegar 15 ára Magnea kynn-
ist 18 ára Stellu breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 15.50, 16.20,
19.00, 19.30, 22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Laugarásbíó 17.00, 19.50,
22.40
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30, 21.40
Slender Man 16
Smárabíó 20.10, 22.40
KIN 12
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40
Alpha 12
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 63/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 17.20, 19.50,
22.10
Háskólabíó 20.50
Borgarbíó Akureyri 22.15
Crazy Rich Asians
Þegar Rachel Chu fer með
kærastanum til Singapore til
að vera viðsödd brúðkaup
kemst hún að því að hann á
fáránlega ríka fjölskyldu með
myrka sögu.
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 18.00
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Mile 22 16
Laugarásbíó 22.15
Smárabíó 17.40
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
The Happytime
Murders 16
Háskólabíó 20.30
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 22.00
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.30
Össi Össi er mjög heppinn hund-
ur. Hann býr hjá góðri fjöl-
skyldu sem elskar hann af-
skaplega mikið og lifið er
gott. En einn góðan veð-
urdag fer fjölskyldan í ferða-
lag og skilur Össa eftir í
pössun.
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.10, 17.40
Christopher Robin Christopher Robin hittir
skyndilega gamlan vin sinn
Bangsimon, og snýr með
honum aftur í ævintýraheim
bernskunnar.
Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Kringlunni 17.20,
19.40
Sambíóin Akureyri 17.15
Hin Ótrúlegu 2 Helen Teygjustelpu er boðið
nýtt starf sem hún getur
ekki hafnað. Bob Parr, Hr.
Ótrúlegur, þarf að þá annast
Jack-Jack, Dash og Violet á
meðan Teygjustelpa , fer og
bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra
hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu
við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í
neðansjávarrannsóknarstöð.
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 22.00
Sambíóin Akureyri 19.30
Sambíóin Keflavík 22.00
The Meg 12
Mamma Mia! Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og lærir
um fortíð móður sinnar á sama tíma og hún er ófrísk
sjálf.
Morgunblaðið
bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 17.30, 19.50
Smárabíó 17.30, 20.00
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri
17.00, 19.30
Mission Impossible -Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn eiga í kappi við
tímann eftir að verkefni mis-
heppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.30
Sambíóin Egilshöll 21.00
Sambíóin Kringlunni 22.00
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio